10.03 2021 – 09:00-10:00

Young Voices for Sustaina­bility in the Pri­vate Sector
@Rafrænn viðburður


Festa kynnir niðurstöður á hagaðila samtali sem félagið átti við ungt fólk um afstöðu þeirra til sjálfbærni vegferðar fyrirtækja.

Frá því snemma árs 2019 hefur Festa lagt sérstaka áherslu að kalla eftir aukinni samvinnu við ungt fólk bæði í verkefnum okkar og viðburðum. Síðan þá hefur ungt fólk komið að skipulagi, flutt erindi eða kynnt nýstárleg verkefni á öllum viðburðum sem Festa hefur haldið. Frá nóvember 2020 til janúar 2021 var starfsnemi hjá Festu sem vann hagaðila greiningu fyrir samfélagið okkar. Útgangspunkturinn var: Hvað telja ungmenna (16-30 ára) mikilvægt þegar kemur að sjálfbærni vegferð íslenskra fyrirtækja? 

Viðtöl voru tekin við fjölbreyttan hóp ungmenna sem flest eru í forsvari eða í stjórnum ólíkra ungmennafélaga eða að starfa á sviði sjálfbærni á annan hátt. Lagðar voru fyrir þau spurningar sem bæði snúa að þeim sem neytendum og sem framtíðarstarfsfólki.

Greiningin er unnin af starfsnemanum Pauline Langbehn, sem hluti af meistaranámi hennar við Carl von Ossietzky University Oldenberg í Þýskalandi. Pauline tók ítarleg viðtöl við fjórtán ungmenni og vann úr þeim viðtölum skýrslu sem við viljum nú gera aðgengilega aðildarfélögum okkar.

Til að kynna niðurstöðurnar bjóðum við til klukkutíma fundar þar sem Pauline mun kynna verkefnið og við fáum að heyra frá tveimur af þeim ungmennum sem tóku þátt. Opnað verður fyrir spurningar að loknum stuttum erindum. Fundurinn fer fram á ensku, 3.mars kl 9:00 – 10:00 yfir Zoom (sendum áminningu og hlekkinn daginn áður á skráða fundargesti).

Við erum stolt af þessu verkefni og teljum þetta geta verið mikilvægt innlegg í vegferð aðildarfélaga Festu. Eins og fram kom hjá ólíkum stjórnendum sem tóku þátt í panelumræðum á Janúarráðstefnunni þá leggja ungmenni í dag mikla áherslu á sjálfbærni þegar þau velja sér vinnustaði, lífeyrissjóði og fyrirtæki til að eiga viðskipti við. Líkt og John McArthur, forstjóri Stofnunar um sjálfbæra þróun hjá Brookings, lagði til í sínu erindi ( sjá hér) þá er komið að við því að við undirbúum ekki aðeins ungt fólk fyrir framtíðina, heldur vinnum markvisst með þeim að áskorunum samtímans.

 

  • Viðburðurinn er eingöngu opinn fyrir aðildarfélög Festu.
  • Fundurinn fer fram á ensku

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is