10.03 2021 – 09:00-10:00

Young Voices for Sustaina­bility in the Pri­vate Sector
@Ra­f­rænn við­burð­ur


Festa kynn­ir nið­ur­stöð­ur á hag­að­ila sam­tali sem fé­lag­ið átti við ungt fólk um af­stöðu þeirra til sjálf­bærni veg­ferð­ar fyr­ir­tækja.

Frá því snemma árs 2019 hef­ur Festa lagt sér­staka áherslu að kalla eft­ir auk­inni sam­vinnu við ungt fólk bæði í verk­efn­um okk­ar og við­burð­um. Síð­an þá hef­ur ungt fólk kom­ið að skipu­lagi, flutt er­indi eða kynnt ný­stár­leg verk­efni á öll­um við­burð­um sem Festa hef­ur hald­ið. Frá nóv­em­ber 2020 til janú­ar 2021 var starfsnemi hjá Festu sem vann hag­að­ila grein­ingu fyr­ir sam­fé­lag­ið okk­ar. Út­gangspunkt­ur­inn var: Hvað telja ung­menna (16-30 ára) mik­il­vægt þeg­ar kem­ur að sjálf­bærni veg­ferð ís­lenskra fyr­ir­tækja? 

Við­töl voru tek­in við fjöl­breytt­an hóp ung­menna sem flest eru í for­svari eða í stjórn­um ólíkra ung­menna­fé­laga eða að starfa á sviði sjálf­bærni á ann­an hátt. Lagð­ar voru fyr­ir þau spurn­ing­ar sem bæði snúa að þeim sem neyt­end­um og sem fram­tíð­ar­starfs­fólki.

Grein­ing­in er unn­in af starfsnem­an­um Paul­ine Lang­behn, sem hluti af meist­ara­námi henn­ar við Carl von Ossietzky Uni­versity Old­en­berg í Þýskalandi. Paul­ine tók ít­ar­leg við­töl við fjór­tán ung­menni og vann úr þeim við­töl­um skýrslu sem við vilj­um nú gera að­gengi­lega að­ild­ar­fé­lög­um okk­ar.

Til að kynna nið­ur­stöð­urn­ar bjóð­um við til klukku­tíma fund­ar þar sem Paul­ine mun kynna verk­efn­ið og við fá­um að heyra frá tveim­ur af þeim ung­menn­um sem tóku þátt. Opn­að verð­ur fyr­ir spurn­ing­ar að lokn­um stutt­um er­ind­um. Fund­ur­inn fer fram á ensku, 3.mars kl 9:00 – 10:00 yf­ir Zoom (send­um áminn­ingu og hlekk­inn dag­inn áð­ur á skráða fund­ar­gesti).

Við er­um stolt af þessu verk­efni og telj­um þetta geta ver­ið mik­il­vægt inn­legg í veg­ferð að­ild­ar­fé­laga Festu. Eins og fram kom hjá ólík­um stjórn­end­um sem tóku þátt í panelum­ræð­um á Janú­ar­ráð­stefn­unni þá leggja ung­menni í dag mikla áherslu á sjálf­bærni þeg­ar þau velja sér vinnu­staði, líf­eyr­is­sjóði og fyr­ir­tæki til að eiga við­skipti við. Líkt og John McArth­ur, for­stjóri Stofn­un­ar um sjálf­bæra þró­un hjá Brook­ings, lagði til í sínu er­indi ( sjá hér) þá er kom­ið að við því að við und­ir­bú­um ekki að­eins ungt fólk fyr­ir fram­tíð­ina, held­ur vinn­um mark­visst með þeim að áskor­un­um sam­tím­ans.

 

  • Við­burð­ur­inn er ein­göngu op­inn fyr­ir að­ild­ar­fé­lög Festu.
  • Fund­ur­inn fer fram á ensku

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is