Á fundinum ætlum við að ræða þau tækifæri sem Covid-19 hefur opnað og ræða vinnustað, sparnað, framleiðni og loftslagið.
- Hrund framkvæmdarstjóri stýrir fundinum.
- Gestur Pétursson, forstjóri Veitna, ræðir liðan á vinnustað, afköst og ánægju fyrir og eftir Covid-19. Einnig hvernig Covid-19 er að dreifa álagstoppnum á innviði og mikinn sparnað sem hlýst af því.
- Gunnar Sveinn Magnússon, sérfræðingur í sjálfbærni hjá Íslandsbanka, ræðir lærdóm sem draga má af áhrifum Covid-19 á samgöngur og vinnumenningu og hvernig við getum innleitt jákvæðan lærdóm til frambúðar.
- Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, sviðsstjóri mannauðsviðs EFLU ræðir líðan starfsmanna og áhrif fjarvinnu á teymisvinnu á tímum Covid-19, hvað getum við lært og hvað getum við tekið með okkur inn í framtíðina
Við hlökkum til að heyra reynslu okkar aðildarfélaga af þessum málum og draga saman praktískar lausnir til að vinna með á næstu misserum.
- Fundurinn fer fram 13.maí 8:30 – 10:00.
- Eins og áður hvetjum ykkur til að bjóða til leiks þeim samstarfsmönnum sem þið teljið að gætu haft gagn af.
Fundurinn fer fram yfir fjarfundarbúnaðinn Zoom og verður fundarboð sent á tengiliði Festu hjá aðildarfélögum okkar og alla þá sem skrá sig á fundinn (sjá hér fyrir ofan).
Minnum á að tengslafundir eru eingöngu fyrir aðildarfélög Festu.