“Er brjálað að gera?”
Á tengslafundum Festu hittast tengiliðirnir og skiptast á reynslu og þekkingu á samfélagsábyrgð — og hvernig hægt sé að innleiða samfélagsábyrgð í rekstur fyrirtækja. Þetta er mikilvægur vettvangur — og við hvetjum sem flesta til þess að mæta.
Tengslafundir Festu eru aðeins fyrir starfsfólk hjá aðildarfélögum í Festu.
VIRK býður uppá léttan hádegisverð.
Dagskráin er einföld, við byrjum á að fá stutta kynningu frá gestgjafanum. Að því loknu verða rædd þau málefni sem eru efst á baugi í sjálfbærni og samfélagsábyrgð fyrirtækja og stofnana.
Til gamans má geta að auglýsingaherferð VIRK er í fullum gangi og hefur vakið mikla athygli á mikilvægi þess að vinna saman að jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Hér má sjá auglýsingarnar.