30.04 2019 – 12:00-13:30

Tengsla­fund­ur hjá Reit­um
@Reitir

Kringlunni 4-12
Reykjavík

Fasteignafélagið Reitir bjóða aðildarfélögum Festu á tengslafund þriðjudaginn 30. apríl, frá kl. 12.00-13.30.

Tengslafundir Festu eru aðeins opnir fyrir aðildarfélög í Festu.

Reitir ætla að segja okkur stuttlega frá því hvað þau hafa verið að í þeim málum sem snúa að samfélagsábyrgð og hvaða áskorunum þau hafa mætt í þeim efnum. Reitir bjóða til samtals um áskoranirnar og markmiðið er að við lærum af hvert öðrum. Við gerum ráð fyrir lærdómsríku og góðu samtali á milli fulltrúa Festu fyrirtækja og – stofnana.

Sumt af því sem Reitir hafa verið að fást við eru takmarkaður aðgangur að upplýsingum sem varða umhverfisáhrif bygginganna á þeirra vegum. Reitir hafa einnig áhuga á að deila eigin reynslu af og heyra hvað aðrir eru að gera þegar kemur að því að tryggja að samfélagsábyrgð sé höfð að leiðarljósi niður virðiskeðjuna.

Við hvetjum tengiliði Festu að koma á fundinn og einnig að bjóða með sér því samstarfsfólki sem þið teljið að gætuð haft sérstaklega gagn og gaman af.

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is