Tengslafundur Festu – Virk fer yfir stöðuna og áskoranir í ljósi Covid19 @Zoom
Í framhaldi af Tengslafundi Festu 13.maí um áhrif Covid19 á vinnustaði og starfsmenn bjóðum við til tengslafundar með sérfræðingum hjá Virk starfsendurhæfingarsjóði.
Hver er staðan núna og hverjar eru þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í ljósi Covid19?
Hvað er Virk að finna fyrir í sínu starfi núna?
Hvernig virka ólíkir hópar í fjarvinnu?
Hvernig hugum við að starfsmönnum þegar kemur að afleiðngum Covid19?
Hvernig má nýta þetta ástand til að byggja upp framtíðar vinnumarkaða þar sem meira rými er fyrir hlutastörf?
Athugið að tengslafundir eru eingöngu fyrir aðildarfélög Festu
Fundurinn fer fram á zoom og verður sendur út hlekkur til þeirra sem skráðir eru á fundinn daginn áður