Þeir sem hafa þegar skráð sig fá póst sendan þegar liggur fyrir hvenær fundurinn fer fram
Tengslafundur Festu í mars mánuði fer fram á starfsstöð Sorpu á Álfsnesi, en þar er staðsett gas og jarðgerðarstöð sem Sorpa mun taka í gagniðá árinu 2020. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 12.mars kl 12:00 – 13:30.
Gyða Sigríður Björnsdóttir sérfræðingur í samfélagsábyrgð og sjálfbærni hjá Sorpu mun kynna fyrir okkur þær framfarir sem fylgja nýrri gas og jarðgerðastöð Sorpu og því hlutverki sem starfsemi þeirra gegnir í hringrásarhagkerfinu.
Staðsetning á korti: https://sorpa.is/mottokustadir/Urðunarstaður