23.01 2020 – 08:30-10:00

Tengsla­fund­ur Festu – ISAL
@Ál­ver­ið í Straums­vík


ISAL, einn af stofn­að­il­um Festu, býð­ur til fyrsta tengsla­fund­ar árs­ins 2020.

Fyrsti tengsla­fund­ar Festu 2020 í ál­veri ISAL í Straums­vík 23. janú­ar,. Fund­ur­inn hefst klukk­an 08:30 og stend­ur til klukk­an 10:00.

ISAL hélt ný­ver­ið upp á að 50 ár eru lið­in frá því að fram­leiðsla áls hófst á Ís­landi. Þau tíma­mót mörk­uðu upp­haf iðn­væð­ing­ar á Ís­landi. All­ar göt­ur síð­an hef­ur starf­semi ISAL ver­ið um­töl­uð og mik­il áskor­un felst í því að reka ál­ver í grennd við íbúð­ar­byggð.
Lyk­il­at­riði í stefnu ISAL er að starfa í sátt við um­hverfi og sam­fé­lag og að vera í fremstu röð í allri sinni starf­semi. Heil­brigð­is, ör­ygg­is og um­hverf­is­mál eru í fyr­ir­rúmi hjá ISAL og mark­ast áhersl­ur fyr­ir­tæk­is­ins af því.

Að lok­inni stuttri kynn­ingu á starf­semi og áhersl­um ISAL gefst tæki­færi til að kafa dýpra of­an í ein­staka þætti og ræða þær áskor­an­ir fel­ast í starf­sem­inni.

Að fundi lokn­um gefst tæki­færi til að fara í stutta heim­sókn í ker­skála og sjá hvað þar fer fram. Gert ráð fyr­ir að því verði lok­ið kl. 10:30.

“ISAL hef­ur ver­ið veiga­mik­ill hluti af sam­fé­lag­inu á Ís­landi frá því að fram­leiðsla áls hófst þann 1. júlí 1969. Á þeim tíma hef­ur fyr­ir­tæk­ið fram­leitt yf­ir 6 millj­ón­ir tonna af áli og umbreytt end­ur­nýj­an­legri ís­lenskri raf­orku í verð­mæta fram­leiðslu­af­urð sem á sér enda­laust líf. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur haft þús­und­ir manna í vinnu, ver­ið leið­andi í gæða­mál­um og stjórn­un, um­hverf­is­mál­um og jafn­rétt­is­mál­um. Markmið okk­ar er að vera í fremstu röð í allri okk­ar starf­semi.” Rann­veig Rist for­stjóri ISAL í sam­fé­lags­skýrslu fyr­ir­tæk­is­ins.

 

Nauð­syn­legt er að skrá sig og eru tengi­lið­ir að­ild­ar­fé­laga hvatt­ir til að taka með sér sam­starfs­menn sem áhuga hafa á um­fangs­efni fund­ar­ins.

At­hug­ið að fund­ur­inn er ein­göngu op­in fyr­ir að­ild­ar­fé­lög Festu.

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is