23.01 2020 – 08:30-10:00

Tengsla­fund­ur Festu – ISAL
@Álverið í Straumsvík


ISAL, einn af stofnaðilum Festu, býður til fyrsta tengslafundar ársins 2020.

Fyrsti tengslafundar Festu 2020 í álveri ISAL í Straumsvík 23. janúar,. Fundurinn hefst klukkan 08:30 og stendur til klukkan 10:00.

ISAL hélt nýverið upp á að 50 ár eru liðin frá því að framleiðsla áls hófst á Íslandi. Þau tímamót mörkuðu upphaf iðnvæðingar á Íslandi. Allar götur síðan hefur starfsemi ISAL verið umtöluð og mikil áskorun felst í því að reka álver í grennd við íbúðarbyggð.
Lykilatriði í stefnu ISAL er að starfa í sátt við umhverfi og samfélag og að vera í fremstu röð í allri sinni starfsemi. Heilbrigðis, öryggis og umhverfismál eru í fyrirrúmi hjá ISAL og markast áherslur fyrirtækisins af því.

Að lokinni stuttri kynningu á starfsemi og áherslum ISAL gefst tækifæri til að kafa dýpra ofan í einstaka þætti og ræða þær áskoranir felast í starfseminni.

Að fundi loknum gefst tækifæri til að fara í stutta heimsókn í kerskála og sjá hvað þar fer fram. Gert ráð fyrir að því verði lokið kl. 10:30.

“ISAL hefur verið veigamikill hluti af samfélaginu á Íslandi frá því að framleiðsla áls hófst þann 1. júlí 1969. Á þeim tíma hefur fyrirtækið framleitt yfir 6 milljónir tonna af áli og umbreytt endurnýjanlegri íslenskri raforku í verðmæta framleiðsluafurð sem á sér endalaust líf. Fyrirtækið hefur haft þúsundir manna í vinnu, verið leiðandi í gæðamálum og stjórnun, umhverfismálum og jafnréttismálum. Markmið okkar er að vera í fremstu röð í allri okkar starfsemi.” Rannveig Rist forstjóri ISAL í samfélagsskýrslu fyrirtækisins.

 

Nauðsynlegt er að skrá sig og eru tengiliðir aðildarfélaga hvattir til að taka með sér samstarfsmenn sem áhuga hafa á umfangsefni fundarins.

Athugið að fundurinn er eingöngu opin fyrir aðildarfélög Festu.

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is