20.10 2022 – 08:30-10:00

Tengsla­fund­ur Festu – Öl­gerð­in
@Ölgerðin

Grjóthálsi 7-11

Ölgerðin býður aðildarfélögum Festu til tengslafundar.

Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar og Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir leiðtogi sjálfbærni og umbóta munu þar taka á móti gestum.

Stefna Ölgerðarinnar til næstu ára hefur fjögur áhersluatriði, þau eru vöxtur, stafræn þróun, fjölbreytileiki og sjálfbærni. Allt fyrirtækið vinnur eftir þessari stefnu og verður farið yfir þau markmið sem felast í henni og árangur. Fjallað verður um hvernig þessar áherslu styðji við þá framtíðarsýn fyrirtækisins að verða fyrsta val allra hagaðila

Sérstaklega verður fjallað um sjálfbærni og fjölbreytileika hjá Ölgerðinni. Ölgerðin vinnur markvisst í átt að sjálfbæru fyrirtæki og vinnur eftir aðferðafræði Science Based Targets (SBTi). Ölgerðin hefur skuldbundið sig að verða kolefnishlutlaus árið 2040 og sett sér markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem miðar að því að halda hlýnun jarðar innan 1,5°C til ársins 2030. Farið verður yfir hvaða aðgerðir fyrirtækið hefur nú þegar tekið og hvaða aðgerðir þurfi að fara í til að takmarkið náist. Ölgerðin er einnig hluti af jafnvægisvoginni og hefur markvisst verið að vinna að því að bæta menningu sem styður við jöfn tækifæri.

  • Athugið að fundurinn er eingöngu opin fyrir aðildarfélög Festu
  • Boðið verður upp á léttar veitingar

 

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is