19.02 2020 – 08:30-10:00

Tengsla­fundur Festu – Nasdaq Ísland Kaup­höllin
@Nasdaq á Ísland

Lauga­vegur 182
105 Reykjavik

Nasdaq á Íslandi – Kaup­höllin, býður aðild­ar­fé­lögum Festu til tengsla­fundar þann 19.febrúar 2020.

Nú er komið að því að bjóða til febrúar tengsla­fundar Festu og þar ætlum við að ræða ESG leið­bein­ing­arnar og er það Nasdaq kaup­höllin á Íslandi sem býður heim í það samtal. Þróunin í þessum málum er mjög hröð þar sem bæði þau fyrir­tæki sem skráð eru á markaði og önnur þurfa í auknu mæli að sinna saman­burða hæfri upplýs­inga­gjöf til hagaðila, þar sem hugað er að sjálf­bærni og samfé­lags­ábyrgð.

Fund­urinn fer fram miðviku­daginn 19.febrúar og fer hann fram í húsnæði Nasdaq að Lauga­vegi 182 frá 8:30-10:00 og boðið verður upp á léttan morg­un­verð.

Kristín Rafnar viðskipta­stjóri hjá Kaup­höll­inni mun taka á móti okkur og fjalla um útgáfu ESG leið­bein­ingar Nasdaq fyrir íslenska mark­aðinn, hvernig fyrir­tæki eru að nota þær og áhrif þeirra á mark­aðinn.
Kristín mun kynna þá upphaf­legu þörf sem leiddi til útgáfu ESG leið­bein­ingana, hvernig fyrir­tæki unnu með Nasdaq að mótun þeirra, hvernig þau hafa tekið leið­bein­ingar upp og notað, sem og þau áhrif sem það hefur haft. Þá munum við kynnast þeim vörum og því frum­kvæði sem Nasdaq hefur staðið fyrir í kringum ESG, t.d. Nordic Sustainable Bond Market og Nasdaq Sustainable Bond Network.

Athugið að fund­urinn er eingöngu opin fyrir aðild­ar­félög Festu.

 

Full­bókað er á fundinn en hvetjum áhuga­sama til að senda okkur póst á [email protected]­byrgd.is og setja sig á biðlista.

 

Yfirlit viðburða