19.02 2020 – 08:30-10:00

Tengsla­fund­ur Festu – Nas­daq Ís­land Kaup­höll­in
@Nasdaq á Ísland

Laugavegur 182
105 Reykjavik

Nasdaq á Íslandi – Kauphöllin, býður aðildarfélögum Festu til tengslafundar þann 19.febrúar 2020.

Nú er komið að því að bjóða til febrúar tengslafundar Festu og þar ætlum við að ræða ESG leiðbeiningarnar og er það Nasdaq kauphöllin á Íslandi sem býður heim í það samtal. Þróunin í þessum málum er mjög hröð þar sem bæði þau fyrirtæki sem skráð eru á markaði og önnur þurfa í auknu mæli að sinna samanburða hæfri upplýsingagjöf til hagaðila, þar sem hugað er að sjálfbærni og samfélagsábyrgð.

Fundurinn fer fram miðvikudaginn 19.febrúar og fer hann fram í húsnæði Nasdaq að Laugavegi 182 frá 8:30-10:00 og boðið verður upp á léttan morgunverð.

Kristín Rafnar viðskiptastjóri hjá Kauphöllinni mun taka á móti okkur og fjalla um útgáfu ESG leiðbeiningar Nasdaq fyrir íslenska markaðinn, hvernig fyrirtæki eru að nota þær og áhrif þeirra á markaðinn.
Kristín mun kynna þá upphaflegu þörf sem leiddi til útgáfu ESG leiðbeiningana, hvernig fyrirtæki unnu með Nasdaq að mótun þeirra, hvernig þau hafa tekið leiðbeiningar upp og notað, sem og þau áhrif sem það hefur haft. Þá munum við kynnast þeim vörum og því frumkvæði sem Nasdaq hefur staðið fyrir í kringum ESG, t.d. Nordic Sustainable Bond Market og Nasdaq Sustainable Bond Network.

Athugið að fundurinn er eingöngu opin fyrir aðildarfélög Festu.

Fullbókað er á fundinn en hvetjum áhugasama til að senda okkur póst á harpa@samfelagsabyrgd.is og setja sig á biðlista.

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is