19.02 2020 – 08:30-10:00

Tengsla­fund­ur Festu – Nas­daq Ís­land Kaup­höll­in
@Nas­daq á Ís­land

Lauga­veg­ur 182
105 Reykja­vik

Nas­daq á Ís­landi – Kaup­höll­in, býð­ur að­ild­ar­fé­lög­um Festu til tengsla­fund­ar þann 19.fe­brú­ar 2020.

Nú er kom­ið að því að bjóða til fe­brú­ar tengsla­fund­ar Festu og þar ætl­um við að ræða ESG leið­bein­ing­arn­ar og er það Nas­daq kaup­höll­in á Ís­landi sem býð­ur heim í það sam­tal. Þró­un­in í þess­um mál­um er mjög hröð þar sem bæði þau fyr­ir­tæki sem skráð eru á mark­aði og önn­ur þurfa í auknu mæli að sinna sam­an­burða hæfri upp­lýs­inga­gjöf til hag­að­ila, þar sem hug­að er að sjálf­bærni og sam­fé­lags­ábyrgð.

Fund­ur­inn fer fram mið­viku­dag­inn 19.fe­brú­ar og fer hann fram í hús­næði Nas­daq að Lauga­vegi 182 frá 8:30-10:00 og boð­ið verð­ur upp á létt­an morg­un­verð.

Krist­ín Rafn­ar við­skipta­stjóri hjá Kaup­höll­inni mun taka á móti okk­ur og fjalla um út­gáfu ESG leið­bein­ing­ar Nas­daq fyr­ir ís­lenska mark­að­inn, hvernig fyr­ir­tæki eru að nota þær og áhrif þeirra á mark­að­inn.
Krist­ín mun kynna þá upp­haf­legu þörf sem leiddi til út­gáfu ESG leið­bein­ing­ana, hvernig fyr­ir­tæki unnu með Nas­daq að mót­un þeirra, hvernig þau hafa tek­ið leið­bein­ing­ar upp og not­að, sem og þau áhrif sem það hef­ur haft. Þá mun­um við kynn­ast þeim vör­um og því frum­kvæði sem Nas­daq hef­ur stað­ið fyr­ir í kring­um ESG, t.d. Nordic Sustaina­ble Bond Mar­ket og Nas­daq Sustaina­ble Bond Network.

At­hug­ið að fund­ur­inn er ein­göngu op­in fyr­ir að­ild­ar­fé­lög Festu.

Full­bók­að er á fund­inn en hvetj­um áhuga­sama til að senda okk­ur póst á harpa@sam­felagsa­byrgd.is og setja sig á bið­lista.

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is