22.11 2019 – 12:00-13:30

Tengsla­fund­ur Festu – Mar­el
@Mar­el

Aust­ur­hraun 9
210 Garða­bær

Síð­asti tengsla­fund­ur Festu ár­ið 2019 mun fara fram hjá Mar­el í há­deg­inu föstu­dag­inn 22.nóv­em­ber.

Mar­el hlaut núna í lok októ­ber hvatn­ing­ar­verð­laun­in Framúrsk­ar­andi sam­fé­lags­ábyrgð 2019 en  verð­laun­in eru veitt af Cred­it­in­fo í sam­starfi við Festu

Í áliti dóm­nefnd­ar seg­ir með­al ann­ars:

Fyr­ir­tæk­ið sem hlýt­ur við­ur­kenn­ingu í ár fyr­ir framúrsk­ar­andi sam­fé­lags­ábyrgð hef­ur skap­að sér stefnu á því sviði með heild­stæð­um hætti út frá rekstri fyr­ir­tæk­is­ins. Það fer ekki á milli mála að stjórn­end­ur leggja sig fram um að skapa menn­ingu inn­an fyr­ir­tæk­is­ins þar sem já­kvæð áhrif á sam­fé­lag og um­hverfi eru í for­grunni. Sjálf­bærni er sett fram sem mik­il­væg­ur hlekk­ur í leið­ar­ljósi fyr­ir­tæk­is­ins. Fyr­ir­tæk­ið nýt­ir við­ur­kennd­ar að­ferð­ir til að mæla stöðu og þró­un í mál­um er varða stjórn­ar­hætti, fé­lags­lega þætti og um­hverf­isáhrif.
Mæl­ing­arn­ar sýna fram á ár­ang­ur á milli ára á ýms­um svið­um, svo sem í mannauðs- og um­hverf­is­mál­um sem og efna­hags­lega. Jafn­framt draga mæl­ing­arn­ar fram þær áskor­an­ir sem fyr­ir­tæk­ið stend­ur frammi fyr­ir í rekstri sín­um.

Guð­björg Heiða Guð­munds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Mar­el á Ís­landi, seg­ir í til­efni verð­launa­af­hend­ing­ar­inn­ar að verð­laun­in séu mik­il hvatn­ing fyr­ir fyr­ir­tæk­ið. „Við þurf­um að vera og er­um mjög mark­viss í öll­um okk­ar að­gerð­um tengd­um sam­fé­lags­legri ábyrgð,“ seg­ir Guð­björg. „Það er mik­il mat­ar­sóun í virð­iskeðj­unni á heimsvísu eða um 1,3 millj­arð­ar tonna á ári, eitt­hvað sem við get­um ekki lit­ið fram hjá. Að sama skapi telj­um við það vera mik­il­vægt tæki­færi að nýta tækni og ný­sköp­un til þess að þróa lausn­ir sem nýta verð­mæt­ar auð­lind­ir á skyn­sam­an hátt. Við telj­um þá einnig að grund­völl­ur fyr­ir lang­tíma verð­mæta­sköp­un fel­ist í að líta á hlut­verk fyr­ir­tækja í víð­ara sam­hengi, að huga að öll­um hag­höf­um og skila virð­is­aukn­ingu til sam­fé­lags, við­skipta­vina, starfs­manna og hlut­hafa.“

  • Boð­ið verð­ur upp á létt­an há­deg­is­verð.
  • Tengi­lið­ir Festu eru hvatt­ir til að bjóða með sér sam­starfs­mönn­um sem gætu haft gagn og gam­an af við­vangs­efni fund­ar­ins.
  • At­hug­ið að fund­ur­inn er ein­göngu op­in fyr­ir að­ild­ar­fé­lög Festu.

 

Upp­bók­að er á fund­inn – til að kom­ast á bið­lista send­ið póst á harpa@sam­felagsa­byrgd.is

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is