22.11 2019 – 12:00-01:30

Tengsla­fundur Festu – Marel
@Marel

Aust­ur­hraun 9
210 Garðabær

Síðasti tengsla­fundur Festu árið 2019 mun fara fram hjá Marel í hádeginu föstu­daginn 22.nóvember.

Marel hlaut núna í lok október hvatn­ing­ar­verð­launin Framúrsk­ar­andi samfé­lags­ábyrgð 2019 en  verð­launin eru veitt af Cred­it­info í samstarfi við Festu

Í áliti dómnefndar segir meðal annars:

Fyrir­tækið sem hlýtur viður­kenn­ingu í ár fyrir framúrsk­ar­andi samfé­lags­ábyrgð hefur skapað sér stefnu á því sviði með heild­stæðum hætti út frá rekstri fyrir­tæk­isins. Það fer ekki á milli mála að stjórn­endur leggja sig fram um að skapa menn­ingu innan fyrir­tæk­isins þar sem jákvæð áhrif á samfélag og umhverfi eru í forgrunni. Sjálf­bærni er sett fram sem mikil­vægur hlekkur í leið­ar­ljósi fyrir­tæk­isins. Fyrir­tækið nýtir viður­kenndar aðferðir til að mæla stöðu og þróun í málum er varða stjórn­ar­hætti, félags­lega þætti og umhverf­isáhrif.
Mæling­arnar sýna fram á árangur á milli ára á ýmsum sviðum, svo sem í mannauðs- og umhverf­is­málum sem og efna­hags­lega. Jafn­framt draga mæling­arnar fram þær áskor­anir sem fyrir­tækið stendur frammi fyrir í rekstri sínum.

Guðbjörg Heiða Guðmunds­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Marel á Íslandi, segir í tilefni verð­launa­af­hend­ing­ar­innar að verð­launin séu mikil hvatning fyrir fyrir­tækið. „Við þurfum að vera og erum mjög mark­viss í öllum okkar aðgerðum tengdum samfé­lags­legri ábyrgð,“ segir Guðbjörg. „Það er mikil matar­sóun í virð­iskeðj­unni á heimsvísu eða um 1,3 millj­arðar tonna á ári, eitt­hvað sem við getum ekki litið fram hjá. Að sama skapi teljum við það vera mikil­vægt tæki­færi að nýta tækni og nýsköpun til þess að þróa lausnir sem nýta verð­mætar auðlindir á skyn­saman hátt. Við teljum þá einnig að grund­völlur fyrir lang­tíma verð­mæta­sköpun felist í að líta á hlut­verk fyrir­tækja í víðara samhengi, að huga að öllum haghöfum og skila virð­is­aukn­ingu til samfé­lags, viðskipta­vina, starfs­manna og hlut­hafa.“

  • Boðið verður upp á léttan hádeg­is­verð.
  • Tengi­liðir Festu eru hvattir til að bjóða með sér samstarfs­mönnum sem gætu haft gagn og gaman af viðvangs­efni fund­arins.
  • Athugið að fund­urinn er eingöngu opin fyrir aðild­ar­félög Festu.

 

Uppbókað er á fundinn – til að komast á biðlista sendið póst á [email protected]­byrgd.is

Yfirlit viðburða