16.04 2020 – 08:30-10:00

Tengsla­fund­ur Festu – Krón­an
@Krónan


Fundinum hefur verið frestað.

Ný dagsetning auglýst síðar

 

Tengslafundur Festu í apríl mánuði fer fram þann 16.apríl og er það smásölufyrirtækið Krónan sem býður til fundar.

Krónan hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarna mánuði fyrir sjálfbærni stefnu sína og baráttuna við matarsóun og hlaut til að mynda verðalaun fyrir umhverfisframtak ársins á  Umhverfsverðlaunum Samtaka atvinnulífsins 2019 ásamt því að hljóta Kuðunginn umhverfisverðlaun umhverfis- og auðlindarráðuneytisins. Við stefnumótun hefur verið markvisst leitað til hagaðila og breytingar gerðar á starfseminni út frá þeim samskiptum. Á sama tíma og Krónan hefur lagt í þessa öflugu sjálfbærni vegferð þá hefur fyrirtækið aukið hagnað og vaxið hratt.

Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdarstjóri ásamt Hjördísi Erlu Ásgeirsdóttur markaðsstjóra munu taka á móti fundargestum og ræða við okkur um hvernig Krónan nálgast samfélagsábyrgð, hvaða skref hafa verið tekin og hvernig samfélagsábyrgð er hluti af stefnu fyrirtækisins. Krónan er fyrsta verslun á Íslandi sem hlýtur Svansvottun og munu þær Gréta og Hjördís segja frá því ferli.

  • Athugað að tengslafundir Festu eru eingöngu opnir fyrir aðildarfélög Festu.
  • Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn.

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is