16.04 2020 – 08:30-10:00

Tengsla­fundur Festu – Krónan
@Krónan


Fund­inum hefur verið frestað.

Ný dagsetning auglýst síðar

 

Tengsla­fundur Festu í apríl mánuði fer fram þann 16.apríl og er það smásölu­fyr­ir­tækið Krónan sem býður til fundar.

Krónan hefur vakið verð­skuldaða athygli undan­farna mánuði fyrir sjálf­bærni stefnu sína og baráttuna við matar­sóun og hlaut til að mynda verða­laun fyrir umhverf­is­framtak ársins á  Umhverfs­verð­launum Samtaka atvinnu­lífsins 2019 ásamt því að hljóta Kuðunginn umhverf­is­verð­laun umhverfis- og auðlind­ar­ráðu­neyt­isins. Við stefnu­mótun hefur verið mark­visst leitað til hagaðila og breyt­ingar gerðar á starf­sem­inni út frá þeim samskiptum. Á sama tíma og Krónan hefur lagt í þessa öflugu sjálf­bærni vegferð þá hefur fyrir­tækið aukið hagnað og vaxið hratt.

Gréta María Grét­ars­dóttir fram­kvæmd­ar­stjóri ásamt Hjör­dísi Erlu Ásgeirs­dóttur mark­aðs­stjóra munu taka á móti fund­ar­gestum og ræða við okkur um hvernig Krónan nálgast samfé­lags­ábyrgð, hvaða skref hafa verið tekin og hvernig samfé­lags­ábyrgð er hluti af stefnu fyrir­tæk­isins. Krónan er fyrsta verslun á Íslandi sem hlýtur Svans­vottun og munu þær Gréta og Hjördís segja frá því ferli.

  • Athugað að tengsla­fundir Festu eru eingöngu opnir fyrir aðild­ar­félög Festu.
  • Nauð­syn­legt er að skrá sig á fundinn.
Yfirlit viðburða