26.09 2019 – 12:00-01:30

Tengsla­fundur Festu – ISAVIA
@ISAVIA

Reykja­vík­ur­flug­völlur
101 Reykjavík

Tengsla­fundur aðila Festu fer fram í hádeginu fimmtu­daginn 26.sept­ember og fer hann að þessu sinni fram hjá ISAVIA. Boðið verður upp á léttan hádeg­is­verð.

Elín Árna­dóttir aðstoð­ar­for­stjóri ISAVIA og Hrönn Ingólfs­dóttir forstöðu­maður á verk­efna­stofu þróunar og stjórn­unar  kynna laus­lega sjálf­bærni stefnu ISAVIA og verklag fyrir­tæk­isins þegar kemur að útgáfu samfé­lags­skýrslna, en fyrir­tækið hlaut nýlega verð­laun fyrir Samfé­lags­skýrsla ársins 2019 og hefur lagt mikin metnað í innleið­ingu heims­mark­miða Sameinuðu þjóð­anna inní störf sín og aðgerðir.

Tengsla­fundir Festu eru eingöngu opnir fyrir aðild­ar­félög.  Skráning er nauð­synleg og fer fram hér ofar á síðunni.

Hvetjum tengi­liði aðild­ar­fé­laga Festu til að bjóða með sér samstarfs­fólki sem  gæti haft gagn og gaman af vett­vangi og umræðu­efni fund­arins.

Viðfangs­efni fund­arins verður gerð samfé­lags­skýrslna: lærdómur – áskor­anir – tæki­færi.

Gerð samfé­lags­skýrsla hefur aukist á liðnum árum. Mörg fyrir­tæki hafa þegar uppgötvað ábatann sem því fylgir meðan auknar laga­legar kröfur og vænt­ingar hagaðila ýta oft við þeim sem eru að hefja vegferðina. Sú athygli sem útgáfa samfé­lags­skýrsla hefur fengið m.a. með viður­kenn­ingu Festu, Stjórni­vísi og Viðskipta­ráðs hefur hvatt okkur að gera skýrslu­gjöf okkar betri, dýpri og merk­ing­ar­fyllri.

En ferlið við gerð samfé­lags­skýrslu er ekki síður mikil­vægt en útgáfa skýrsl­unnar sjálfrar. Í byrjun getur vegferðin oft krafist sann­fær­ing­ar­krafts svo skýrslu­gjöfin lýsi sann­ar­lega þeim áhrifum og áskor­unum sem fyrir­tækið stendur frammi fyrir. Við val þeirra þátta sem eru mikil­væg­astir í skýrslu­gjöf­inni þarf að ná samhljómi milli stefnu fyrir­tæk­isins, samtali við hagaðila og öðrum grein­ingum.

Isavia hefur stuðst við GRI Stand­ards stað­alinn ásamt sérá­kvæðum sem taka sérstak­lega á þeim áskor­unum og tæki­færum sem flug­vellir standa frammi fyrir þegar kemur að sjálf­bærni. GRI stað­alinn er í stöð­ugri þróun og hefur veitt okkur mikil­vægt aðhald á samfé­lags­ábyrgðar vegferð Isavia.

Með mark­vissu samtali við hagaðila fengum við þýðing­ar­mikið sjón­ar­horn sem opnaði augu okkar fyrir frekari úrbóta­tæki­færum, styrkti traust aðila á milli auk þess sem það var okkur hvatning að gera enn betur.

Við gerum ráð fyrir lærdóms­ríku og góðu samtali á milli full­trúa aðilda­fé­laga Festu.

 

 

 

Yfirlit viðburða