26.09 2019 – 12:00-13:30

Tengsla­fund­ur Festu – ISA­VIA
@ISA­VIA

Reykja­vík­ur­flug­völl­ur
101 Reykja­vík

Tengsla­fund­ur að­ila Festu fer fram í há­deg­inu fimmtu­dag­inn 26.sept­em­ber og fer hann að þessu sinni fram hjá ISA­VIA. Boð­ið verð­ur upp á létt­an há­deg­is­verð.

El­ín Árna­dótt­ir að­stoð­ar­for­stjóri ISA­VIA og Hrönn Ing­ólfs­dótt­ir for­stöðu­mað­ur á verk­efna­stofu þró­un­ar og stjórn­un­ar  kynna laus­lega sjálf­bærni stefnu ISA­VIA og verklag fyr­ir­tæk­is­ins þeg­ar kem­ur að út­gáfu sam­fé­lags­skýrslna, en fyr­ir­tæk­ið hlaut ný­lega verð­laun fyr­ir Sam­fé­lags­skýrsla árs­ins 2019 og hef­ur lagt mik­in metn­að í inn­leið­ingu heims­mark­miða Sam­ein­uðu þjóð­anna inní störf sín og að­gerð­ir.

Tengsla­fund­ir Festu eru ein­göngu opn­ir fyr­ir að­ild­ar­fé­lög.  Skrán­ing er nauð­syn­leg og fer fram hér of­ar á síð­unni.

Hvetj­um tengi­liði að­ild­ar­fé­laga Festu til að bjóða með sér sam­starfs­fólki sem  gæti haft gagn og gam­an af vett­vangi og um­ræðu­efni fund­ar­ins.

Við­fangs­efni fund­ar­ins verð­ur gerð sam­fé­lags­skýrslna: lær­dóm­ur – áskor­an­ir – tæki­færi.

Gerð sam­fé­lags­skýrsla hef­ur auk­ist á liðn­um ár­um. Mörg fyr­ir­tæki hafa þeg­ar upp­götv­að ábat­ann sem því fylg­ir með­an aukn­ar laga­leg­ar kröf­ur og vænt­ing­ar hag­að­ila ýta oft við þeim sem eru að hefja veg­ferð­ina. Sú at­hygli sem út­gáfa sam­fé­lags­skýrsla hef­ur feng­ið m.a. með við­ur­kenn­ingu Festu, Stjórni­v­ísi og Við­skipta­ráðs hef­ur hvatt okk­ur að gera skýrslu­gjöf okk­ar betri, dýpri og merk­ing­ar­fyllri.

En ferl­ið við gerð sam­fé­lags­skýrslu er ekki síð­ur mik­il­vægt en út­gáfa skýrsl­unn­ar sjálfr­ar. Í byrj­un get­ur veg­ferð­in oft kraf­ist sann­fær­ing­ar­krafts svo skýrslu­gjöf­in lýsi sann­ar­lega þeim áhrif­um og áskor­un­um sem fyr­ir­tæk­ið stend­ur frammi fyr­ir. Við val þeirra þátta sem eru mik­il­væg­ast­ir í skýrslu­gjöf­inni þarf að ná sam­hljómi milli stefnu fyr­ir­tæk­is­ins, sam­tali við hag­að­ila og öðr­um grein­ing­um.

Isa­via hef­ur stuðst við GRI Stand­ards stað­al­inn ásamt sérá­kvæð­um sem taka sér­stak­lega á þeim áskor­un­um og tæki­fær­um sem flug­vell­ir standa frammi fyr­ir þeg­ar kem­ur að sjálf­bærni. GRI stað­al­inn er í stöð­ugri þró­un og hef­ur veitt okk­ur mik­il­vægt að­hald á sam­fé­lags­ábyrgð­ar veg­ferð Isa­via.

Með mark­vissu sam­tali við hag­að­ila feng­um við þýð­ing­ar­mik­ið sjón­ar­horn sem opn­aði augu okk­ar fyr­ir frek­ari úr­bóta­tæki­fær­um, styrkti traust að­ila á milli auk þess sem það var okk­ur hvatn­ing að gera enn bet­ur.

Við ger­um ráð fyr­ir lær­dóms­ríku og góðu sam­tali á milli full­trúa að­ilda­fé­laga Festu.

 

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is