26.09 2019 – 12:00-13:30

Tengsla­fund­ur Festu – ISA­VIA
@ISAVIA

Reykjavíkurflugvöllur
101 Reykjavík

Tengslafundur aðila Festu fer fram í hádeginu fimmtudaginn 26.september og fer hann að þessu sinni fram hjá ISAVIA. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.

Elín Árnadóttir aðstoðarforstjóri ISAVIA og Hrönn Ingólfsdóttir forstöðumaður á verkefnastofu þróunar og stjórnunar  kynna lauslega sjálfbærni stefnu ISAVIA og verklag fyrirtækisins þegar kemur að útgáfu samfélagsskýrslna, en fyrirtækið hlaut nýlega verðlaun fyrir Samfélagsskýrsla ársins 2019 og hefur lagt mikin metnað í innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna inní störf sín og aðgerðir.

Tengslafundir Festu eru eingöngu opnir fyrir aðildarfélög.  Skráning er nauðsynleg og fer fram hér ofar á síðunni.

Hvetjum tengiliði aðildarfélaga Festu til að bjóða með sér samstarfsfólki sem  gæti haft gagn og gaman af vettvangi og umræðuefni fundarins.

Viðfangsefni fundarins verður gerð samfélagsskýrslna: lærdómur – áskoranir – tækifæri.

Gerð samfélagsskýrsla hefur aukist á liðnum árum. Mörg fyrirtæki hafa þegar uppgötvað ábatann sem því fylgir meðan auknar lagalegar kröfur og væntingar hagaðila ýta oft við þeim sem eru að hefja vegferðina. Sú athygli sem útgáfa samfélagsskýrsla hefur fengið m.a. með viðurkenningu Festu, Stjórnivísi og Viðskiptaráðs hefur hvatt okkur að gera skýrslugjöf okkar betri, dýpri og merkingarfyllri.

En ferlið við gerð samfélagsskýrslu er ekki síður mikilvægt en útgáfa skýrslunnar sjálfrar. Í byrjun getur vegferðin oft krafist sannfæringarkrafts svo skýrslugjöfin lýsi sannarlega þeim áhrifum og áskorunum sem fyrirtækið stendur frammi fyrir. Við val þeirra þátta sem eru mikilvægastir í skýrslugjöfinni þarf að ná samhljómi milli stefnu fyrirtækisins, samtali við hagaðila og öðrum greiningum.

Isavia hefur stuðst við GRI Standards staðalinn ásamt sérákvæðum sem taka sérstaklega á þeim áskorunum og tækifærum sem flugvellir standa frammi fyrir þegar kemur að sjálfbærni. GRI staðalinn er í stöðugri þróun og hefur veitt okkur mikilvægt aðhald á samfélagsábyrgðar vegferð Isavia.

Með markvissu samtali við hagaðila fengum við þýðingarmikið sjónarhorn sem opnaði augu okkar fyrir frekari úrbótatækifærum, styrkti traust aðila á milli auk þess sem það var okkur hvatning að gera enn betur.

Við gerum ráð fyrir lærdómsríku og góðu samtali á milli fulltrúa aðildafélaga Festu.

 

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is