Fjallað verður um hvernig Eimskip nálgast sjálfbærnimál í sínum rekstri.
Vilhelm Már Þorsteinsson forstjóri Eimskips og Agla Huld Þórarinsdóttir sjálfbærnisérfræðingur fara yfir sjálfbærni vegferð félagsins á síðustu árum.
Einnig verða rædd þau fjölmörgu tækifæri og áskoranir sem blasa við flutningafyrirtækjum um þessar mundir í tengslum við sjálfbærni.
Eins og ávallt á tengslafundum Festu verður góður tími til opins samtals.