21.10 2019 – 12:00-01:30

Tengsla­fundur Festu – Brim
@Mars­hall húsið

Granda­garði 20
101 Reykjavik

Brim býður til tengsla­fundar Festu í október mánuði. Fund­urinn fer fram í Mars­hall húsinu sem stað­sett er við hliðina á höfuð­stöðvum Brim þann 21.október kl. 12:00. Boðið verður upp á léttan hádeg­is­verð þar sem afurðir Brim verða í aðal­hlut­verki.

Brim er hand­hafi Umhverf­is­verð­launa Atvinnu­lífsins 2019, en verð­launin voru afhent á Umhverf­is­degi atvinnu­lífsins 9.október síðast liðin.

Í ummælum valnefndar fyrir Umhverf­is­verð­launin segir: Brim hefur tekið umhverf­is­málin föstum tökum. Fyrir­tækið leggur áherslu á samfé­lags­ábyrgð og virð­ingu fyrir umhverfinu og hefur unnið að því að kort­leggja áhrif og ábyrgð félagsins.
Þá hefur Brim sett sér markmið og mæli­kvarða til að mæla árangur, draga úr sóun og auka verð­mæti. Brim hefur dregið mark­visst úr losun gróð­ur­húsaloft­teg­unda, fjár­fest í nýrri tækni og skipum sem hefur skilað miklu.

Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brim mun kynna  þá vinnu sem liggur að baki þeim árangri sem fyrir­tækið hefur náð í umhverf­is­málum og þá áherslu sem lagt hefur verið á mælingar og markmið. Torfi Þorsteinsson forstöðu­maður samfé­lag­stengsla mun þá einnig taka þátt í umræðum og fyrir­spurnum.

  • Nauð­syn­legt er að skrá sig hér að ofan.
  • Athugið að fund­urinn er eingöngu opin fyrir aðila Festu.

Minnum tengi­liði aðild­ar­fé­laga að velkomið er að bjóða með samstarfs­fólki sem gæti haft gagn og gaman af því að taka þátt. Hlökkum til að hitta ykkur sem flest, kynnast Brim, tengjast og eiga gott samtal.

 

Yfirlit viðburða