21.10 2019 – 12:00-13:30

Tengsla­fund­ur Festu – Brim
@Marshall húsið

Grandagarði 20
101 Reykjavik

Brim býður til tengslafundar Festu í október mánuði. Fundurinn fer fram í Marshall húsinu sem staðsett er við hliðina á höfuðstöðvum Brim þann 21.október kl. 12:00. Boðið verður upp á léttan hádegisverð þar sem afurðir Brim verða í aðalhlutverki.

Brim er handhafi Umhverfisverðlauna Atvinnulífsins 2019, en verðlaunin voru afhent á Umhverfisdegi atvinnulífsins 9.október síðast liðin.

Í ummælum valnefndar fyrir Umhverfisverðlaunin segir: Brim hefur tekið umhverfismálin föstum tökum. Fyrirtækið leggur áherslu á samfélagsábyrgð og virðingu fyrir umhverfinu og hefur unnið að því að kortleggja áhrif og ábyrgð félagsins.
Þá hefur Brim sett sér markmið og mælikvarða til að mæla árangur, draga úr sóun og auka verðmæti. Brim hefur dregið markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda, fjárfest í nýrri tækni og skipum sem hefur skilað miklu.

Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brim mun kynna  þá vinnu sem liggur að baki þeim árangri sem fyrirtækið hefur náð í umhverfismálum og þá áherslu sem lagt hefur verið á mælingar og markmið. Torfi Þorsteinsson forstöðumaður samfélagstengsla mun þá einnig taka þátt í umræðum og fyrirspurnum.

  • Nauðsynlegt er að skrá sig hér að ofan.
  • Athugið að fundurinn er eingöngu opin fyrir aðila Festu.

Minnum tengiliði aðildarfélaga að velkomið er að bjóða með samstarfsfólki sem gæti haft gagn og gaman af því að taka þátt. Hlökkum til að hitta ykkur sem flest, kynnast Brim, tengjast og eiga gott samtal.

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is