21.10 2019 – 12:00-13:30

Tengsla­fund­ur Festu – Brim
@Mars­hall hús­ið

Granda­garði 20
101 Reykja­vik

Brim býð­ur til tengsla­fund­ar Festu í októ­ber mán­uði. Fund­ur­inn fer fram í Mars­hall hús­inu sem stað­sett er við hlið­ina á höf­uð­stöðv­um Brim þann 21.októ­ber kl. 12:00. Boð­ið verð­ur upp á létt­an há­deg­is­verð þar sem af­urð­ir Brim verða í að­al­hlut­verki.

Brim er hand­hafi Um­hverf­is­verð­launa At­vinnu­lífs­ins 2019, en verð­laun­in voru af­hent á Um­hverf­is­degi at­vinnu­lífs­ins 9.októ­ber síð­ast lið­in.

Í um­mæl­um val­nefnd­ar fyr­ir Um­hverf­is­verð­laun­in seg­ir: Brim hef­ur tek­ið um­hverf­is­mál­in föst­um tök­um. Fyr­ir­tæk­ið legg­ur áherslu á sam­fé­lags­ábyrgð og virð­ingu fyr­ir um­hverf­inu og hef­ur unn­ið að því að kort­leggja áhrif og ábyrgð fé­lags­ins.
Þá hef­ur Brim sett sér markmið og mæli­kvarða til að mæla ár­ang­ur, draga úr sóun og auka verð­mæti. Brim hef­ur dreg­ið mark­visst úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda, fjár­fest í nýrri tækni og skip­um sem hef­ur skil­að miklu.

Guð­mund­ur Kristjáns­son for­stjóri Brim mun kynna  þá vinnu sem ligg­ur að baki þeim ár­angri sem fyr­ir­tæk­ið hef­ur náð í um­hverf­is­mál­um og þá áherslu sem lagt hef­ur ver­ið á mæl­ing­ar og markmið. Torfi Þor­steins­son for­stöðu­mað­ur sam­fé­lag­stengsla mun þá einnig taka þátt í um­ræð­um og fyr­ir­spurn­um.

  • Nauð­syn­legt er að skrá sig hér að of­an.
  • At­hug­ið að fund­ur­inn er ein­göngu op­in fyr­ir að­ila Festu.

Minn­um tengi­liði að­ild­ar­fé­laga að vel­kom­ið er að bjóða með sam­starfs­fólki sem gæti haft gagn og gam­an af því að taka þátt. Hlökk­um til að hitta ykk­ur sem flest, kynn­ast Brim, tengj­ast og eiga gott sam­tal.

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is