10.10 2019 – 09:00-17:00

Snjall­ræði 2019 & The Imag­ine For­um – Women for peace.
@Höfði frið­ar­set­ur

Sæ­mund­ar­gata 2
101 Reykja­vík

Ár­leg frið­ar­ráð­stefna Höfða frið­ar­set­urs fer fram 10. októ­ber en á ráð­stefn­unni verð­ur lögð áhersla á mik­il­vægt hlut­verk kvenna, frum­kvöðla og að­gerð­arsinna í að stuðla að já­kvæð­um breyt­ing­um.

Ráð­stefn­an helst í hend­ur við nýj­an vett­vang, þar sem Festa er einn af sam­starfs­að­il­um, Snjall­ræði. Snjall­ræði eða Startup Social er vett­vang­ur þar sem ein­stak­ling­um, frjáls­um fé­laga­sam­tök­um og fyr­ir­tækj­um gefst tæki­færi til að vinna að sam­fé­lags­lega mik­il­væg­um verk­efn­um í átta vikna hraðli. Teym­in sem taka þátt í Snjall­ræði 2019 verða kynnt til leiks við há­tíð­lega at­höfn á ráð­stefn­unni.

 

Til þess að koma á var­an­leg­um frið á átaka­svæð­um er mik­il­vægt að radd­ir kvenna fái að heyr­ast og að þær taki virk­an þátt í frið­arum­leit­un­um. Til þess að stuðla að sjálf­bær­um friði er nauð­syn­legt að tryggja ör­yggi og rétt­indi kvenna, bæði í stríðs­átök­um en ekki síð­ur á frið­ar­tím­um.

Með­al fyr­ir­les­ara á ráð­stefn­unni verða: Madeleine Rees, fram­kvæmda­stjóri al­þjóða­sam­bands kvenna fyr­ir friði og frelsi (WILPF), Mariam Safi, for­stöðu­mað­ur rann­sókn­ar­set­urs um stefnu­mót­un og þró­un­ar­fræði (DROPS), Bronagh Hinds, með­stofn­andi Nort­hern Ire­land Women’s Coaliti­on og stofn­andi DemocraShe og T Ort­iz, mann­rétt­inda­fröm­uð­ur, sér­fræð­ing­ur hjá mið­stöð gegn man­sali í Baltimore og stofn­andi TalkWit­hT.com.

Nán­ari dag­skrá verð­ur kynnt síð­ar.

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is