10.10 2019 – 09:00-17:00

Snjall­ræði 2019 & The Imag­ine For­um – Women for peace.
@Höfði friðarsetur

Sæmundargata 2
101 Reykjavík

Árleg friðarráðstefna Höfða friðarseturs fer fram 10. október en á ráðstefnunni verður lögð áhersla á mikilvægt hlutverk kvenna, frumkvöðla og aðgerðarsinna í að stuðla að jákvæðum breytingum.

Ráðstefnan helst í hendur við nýjan vettvang, þar sem Festa er einn af samstarfsaðilum, Snjallræði. Snjallræði eða Startup Social er vettvangur þar sem einstaklingum, frjálsum félagasamtökum og fyrirtækjum gefst tækifæri til að vinna að samfélagslega mikilvægum verkefnum í átta vikna hraðli. Teymin sem taka þátt í Snjallræði 2019 verða kynnt til leiks við hátíðlega athöfn á ráðstefnunni.

 

Til þess að koma á varanlegum frið á átakasvæðum er mikilvægt að raddir kvenna fái að heyrast og að þær taki virkan þátt í friðarumleitunum. Til þess að stuðla að sjálfbærum friði er nauðsynlegt að tryggja öryggi og réttindi kvenna, bæði í stríðsátökum en ekki síður á friðartímum.

Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni verða: Madeleine Rees, framkvæmdastjóri alþjóðasambands kvenna fyrir friði og frelsi (WILPF), Mariam Safi, forstöðumaður rannsóknarseturs um stefnumótun og þróunarfræði (DROPS), Bronagh Hinds, meðstofnandi Northern Ireland Women’s Coalition og stofnandi DemocraShe og T Ortiz, mannréttindafrömuður, sérfræðingur hjá miðstöð gegn mansali í Baltimore og stofnandi TalkWithT.com.

Nánari dagskrá verður kynnt síðar.

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is