10.10 2019 – 09:00-05:00

Snjall­ræði 2019 & The Imagine Forum – Women for peace.
@Höfði frið­ar­setur

Sæmund­ar­gata 2
101 Reykjavík

Árleg frið­ar­ráð­stefna Höfða frið­ar­seturs fer fram 10. október en á ráðstefn­unni verður lögð áhersla á mikil­vægt hlut­verk kvenna, frum­kvöðla og aðgerð­arsinna í að stuðla að jákvæðum breyt­ingum.

Ráðstefnan helst í hendur við nýjan vett­vang, þar sem Festa er einn af samstarfs­að­ilum, Snjall­ræði. Snjall­ræði eða Startup Social er vett­vangur þar sem einstak­lingum, frjálsum félaga­sam­tökum og fyrir­tækjum gefst tæki­færi til að vinna að samfé­lags­lega mikil­vægum verk­efnum í átta vikna hraðli. Teymin sem taka þátt í Snjall­ræði 2019 verða kynnt til leiks við hátíð­lega athöfn á ráðstefn­unni.

 

Til þess að koma á varan­legum frið á átaka­svæðum er mikil­vægt að raddir kvenna fái að heyrast og að þær taki virkan þátt í frið­arum­leit­unum. Til þess að stuðla að sjálf­bærum friði er nauð­syn­legt að tryggja öryggi og rétt­indi kvenna, bæði í stríðs­átökum en ekki síður á frið­ar­tímum.

Meðal fyrir­lesara á ráðstefn­unni verða: Madeleine Rees, fram­kvæmda­stjóri alþjóða­sam­bands kvenna fyrir friði og frelsi (WILPF), Mariam Safi, forstöðu­maður rann­sókn­ar­seturs um stefnu­mótun og þróun­ar­fræði (DROPS), Bronagh Hinds, meðstofn­andi Nort­hern Ireland Women’s Coalition og stofn­andi DemocraShe og T Ortiz, mann­rétt­inda­fröm­uður, sérfræð­ingur hjá miðstöð gegn mansali í Baltimore og stofn­andi TalkWithT.com.

Nánari dagskrá verður kynnt síðar.

 

 

 

 

 

Yfirlit viðburða