23.03 2022 – 12:00-12:00

Sjálf­bærni­skýrsla árs­ins 2022 – til­nefn­ing­ar óskast (23/3 – 17/5)


Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð Íslands auglýsa eftir tillögum um fyrirtæki eða stofnun sem hlýtur viðurkenningu fyrir Sjálfbærniskýrslu ársins 2022 (uppgjör ársins 2021).

Sjálfbær rekstur fyrirtækja skiptir samfélagið sem og fyrirtækin sjálf sífellt meira máli. Skýr stefna, framkvæmd og upplýsingagjöf fyrirtækja varða leið að farsælum rekstri.

Viðurkenningu fyrir sjálfbærniskýrslu ársins hlýtur fyrirtæki eða stofnun sem birtir upplýsingar um sjálfbærni og samfélagsábyrgð sína með markvissum og vönduðum hætti. Skýrslan getur verið í formi vefsíðu, rafræns skjals eða öðrum hætti sem hentar þeim sem hún á erindi við, s.s. fjárfestum, viðskiptavinum, samstarfsaðilum, yfirvöldum og/eða almenningi.

Dómnefnd metur allar tillögur sem berast.
Fyrirtækjum og stofnunum er frjálst að tilnefna eigin skýrslu.

 

Frestur til að skila inn tilnefningum rann út 17.maí

  • Verðlaunin verða veitt þann 7.júní 2022.
Frá afhendingu verðlaunanna árið 2021. Svanhildur Hólm framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, Gunnhildur Arnarsdóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi, Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar, Sigurður Pálsson forstjóri BYKO og Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu

Dómnefnd skipa:

  • Reynir Smári Atlason – Creditinfo
  • Jóhanna Hlín Auðunsdóttir – Landsvirkjun
  • Stefán Kári Sveinbjörnsson – Isavia

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is