29.05 2019 – 08:30-10:00

Samkeppn­is­hæfni Íslands 2019
@Hótel Nordica


Viðskiptaráð Íslands og Íslands­banki buðu til morg­un­verð­ar­fundar á Hilton Nordica þar sem niður­stöður viðskipta­há­skólans IMD á samkeppn­is­hæfni Íslands fyrir árið 2019 voru kynntar. Horft var á samkeppn­is­hæfni í gegnum fram­tíð­ar­linsur Viðskipta­ráðs en þær eru: Tæknil­insan, mannauðsl­insan, umhverf­isl­insan og tengslalinsan.

Tekið af heima­síðu Viðskipta­ráðs.

Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania, horfði í gegnum tæknil­insuna og Edda Hermanns­dóttir, forstöðu­maður markaðs- og samskipta­sviðs Íslands­banka, tók mannauðsl­insuna fyrir. Hrund Gunn­steins­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Festu, leit í gegnum umhverf­isl­insuna og Hjálmar Gíslason, fram­kvæmda­stjóri GRID beindi sjónum sínum að tengslalins­unni.

Í máli Ægis Más, forstjóra Advania, kom fram að Íslend­ingar líkt og aðrar þjóðir heims stæðu frammi fyrir mestu áskorun 21. aldar­innar þegar kemur að því að bregðast við örum tækni­breyt­ingum. Áskor­unin væri sérstak­lega krefj­andi í ljósi þess að tækn­inni fleytir fram í veld­is­vísi á meðan samfélög og einstak­lingar breytast línu­lega eða lóga­rit­mískt. Fyrir vikið skapist gjá sem veldur straum­hvörfum. Hins vegar gætu hið opin­bera, fyrir­tæki og stofn­anir tekið djarfar ákvarð­anir um að aðlagast tækn­inni og þar með dregið úr trufl­andi áhrifum tækni­breyt­inga. Það kallaði hins vegar á skýra stefnu­mörkun og eftir­fylgni.

Edda Hermanns­dóttir, forstöðu­maður markaðs- og samskipta­sviðs Íslands­banka, gerði breyt­ingar á vinnu­markaði að umfjöll­un­ar­efni sínu. Meðal annars greindi hún frá því að þjón­ustu­störfum muni fækka á sama tíma og störf sem krefjast tækni­þekk­ingar fjölgar. Fyrir vikið væri hætta á því að launa­bilið gæti breikkað og það væru áskor­anir fyrir­tækja að leiða fólk inn í breytta tíma. Aftur á móti væri erfiðast að sjálf­virkni­væða þætti er krefðust tilfinn­inga­greindar sem myndi því að líkindum verða mikil­vægari eigin­leiki eftir því sem tímanum yndi fram.

Þá beindi Edda sjónum sínum að mismiklum áhuga kynj­anna á tölvum og tækni sem virðist lítið hafa breyst síðast­liðin 10 ár. Vísaði Edda meðal annars til könn­unar á vegum Gallup þar sem fram kom að 44% kvenna á aldr­inum 18-34 ára hafa lítinn áhuga á tölvum og tækni en aðeins 12% karla.

Glærur frá erindi Eddu má finna hér.

Hrund Gunn­steins­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Festu, fjallaði um mikil­vægi þess að takast á við lofts­lags­breyt­ingar. Í máli Hrundar kom meðal annars fram að um 10.000 tonn af ís bráðna á Norð­ur­skautinu á hverri sekúndu. Og að á hverjum degi bráðni nægur ís á Norð­ur­skautinu til að sjá New York borg fyrir vatns­forða í heilt ár. Hvatti hún fyrir­tæki sem og aðra til þess að leggja sitt af mörkum í barátt­unni og lagði áherslu á nauðsyn þess umbylta því hvernig við nálg­umst nátt­úruna.

Glærur frá erindi Hrundar má finna hér.

Hjálmar Gíslason, fram­kvæmda­stjóri GRID, fjallaði um mikil­vægi alþjóða­sam­starfs í erindi sínu. Hann lýsti því hvernig nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki líkt og GRID hefði nánast allt frá stofnun verið sett í þá stöðu að þurfa að eiga í samtali við bankann sinn um afkomu flug­fé­laga og loðnu­brest. Ástæðuna fyrir því sagði hann vera krónuna sem væri jafn­framt óheppi­legur gjald­miðill. Þá nefndi Hjálmar einnig að einfalda þyrfti erlendum sérfræð­ingum, sem ekki eru frá EES löndum, til muna að koma hingað til lands til starfa.

Nánari umfjöllun um erindi Hjálmars má finna hér.

Yfirlit viðburða