29.05 2019 – 08:30-10:00

Sam­keppn­is­hæfni Ís­lands 2019
@Hót­el Nordica


Við­skipta­ráð Ís­lands og Ís­lands­banki buðu til morg­un­verð­ar­fund­ar á Hilt­on Nordica þar sem nið­ur­stöð­ur við­skipta­há­skól­ans IMD á sam­keppn­is­hæfni Ís­lands fyr­ir ár­ið 2019 voru kynnt­ar. Horft var á sam­keppn­is­hæfni í gegn­um fram­tíð­ar­lins­ur Við­skipta­ráðs en þær eru: Tæknil­ins­an, mannauðsl­ins­an, um­hverf­isl­ins­an og tengslalins­an.

Tek­ið af heima­síðu Við­skipta­ráðs.

Æg­ir Már Þór­is­son, for­stjóri Advania, horfði í gegn­um tæknil­ins­una og Edda Her­manns­dótt­ir, for­stöðu­mað­ur mark­aðs- og sam­skipta­sviðs Ís­lands­banka, tók mannauðsl­ins­una fyr­ir. Hrund Gunn­steins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Festu, leit í gegn­um um­hverf­isl­ins­una og Hjálm­ar Gísla­son, fram­kvæmda­stjóri GRID beindi sjón­um sín­um að tengslalins­unni.

Í máli Æg­is Más, for­stjóra Advania, kom fram að Ís­lend­ing­ar líkt og aðr­ar þjóð­ir heims stæðu frammi fyr­ir mestu áskor­un 21. ald­ar­inn­ar þeg­ar kem­ur að því að bregð­ast við ör­um tækni­breyt­ing­um. Áskor­un­in væri sér­stak­lega krefj­andi í ljósi þess að tækn­inni fleyt­ir fram í veld­is­vísi á með­an sam­fé­lög og ein­stak­ling­ar breyt­ast línu­lega eða lóga­rit­mískt. Fyr­ir vik­ið skap­ist gjá sem veld­ur straum­hvörf­um. Hins veg­ar gætu hið op­in­bera, fyr­ir­tæki og stofn­an­ir tek­ið djarf­ar ákvarð­an­ir um að að­lag­ast tækn­inni og þar með dreg­ið úr trufl­andi áhrif­um tækni­breyt­inga. Það kall­aði hins veg­ar á skýra stefnu­mörk­un og eft­ir­fylgni.

Edda Her­manns­dótt­ir, for­stöðu­mað­ur mark­aðs- og sam­skipta­sviðs Ís­lands­banka, gerði breyt­ing­ar á vinnu­mark­aði að um­fjöll­un­ar­efni sínu. Með­al ann­ars greindi hún frá því að þjón­ustu­störf­um muni fækka á sama tíma og störf sem krefjast tækni­þekk­ing­ar fjölg­ar. Fyr­ir vik­ið væri hætta á því að launa­bil­ið gæti breikk­að og það væru áskor­an­ir fyr­ir­tækja að leiða fólk inn í breytta tíma. Aft­ur á móti væri erf­ið­ast að sjálf­virkni­væða þætti er krefð­ust til­finn­inga­greind­ar sem myndi því að lík­ind­um verða mik­il­væg­ari eig­in­leiki eft­ir því sem tím­an­um yndi fram.

Þá beindi Edda sjón­um sín­um að mis­mikl­um áhuga kynj­anna á tölv­um og tækni sem virð­ist lít­ið hafa breyst síð­ast­lið­in 10 ár. Vís­aði Edda með­al ann­ars til könn­un­ar á veg­um Gallup þar sem fram kom að 44% kvenna á aldr­in­um 18-34 ára hafa lít­inn áhuga á tölv­um og tækni en að­eins 12% karla.

Glær­ur frá er­indi Eddu má finna hér.

Hrund Gunn­steins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Festu, fjall­aði um mik­il­vægi þess að tak­ast á við lofts­lags­breyt­ing­ar. Í máli Hrund­ar kom með­al ann­ars fram að um 10.000 tonn af ís bráðna á Norð­ur­skaut­inu á hverri sek­úndu. Og að á hverj­um degi bráðni næg­ur ís á Norð­ur­skaut­inu til að sjá New York borg fyr­ir vatns­forða í heilt ár. Hvatti hún fyr­ir­tæki sem og aðra til þess að leggja sitt af mörk­um í bar­átt­unni og lagði áherslu á nauð­syn þess um­bylta því hvernig við nálg­umst nátt­úr­una.

Glær­ur frá er­indi Hrund­ar má finna hér.

Hjálm­ar Gísla­son, fram­kvæmda­stjóri GRID, fjall­aði um mik­il­vægi al­þjóða­sam­starfs í er­indi sínu. Hann lýsti því hvernig ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki líkt og GRID hefði nán­ast allt frá stofn­un ver­ið sett í þá stöðu að þurfa að eiga í sam­tali við bank­ann sinn um af­komu flug­fé­laga og loðnu­brest. Ástæð­una fyr­ir því sagði hann vera krón­una sem væri jafn­framt óheppi­leg­ur gjald­mið­ill. Þá nefndi Hjálm­ar einnig að ein­falda þyrfti er­lend­um sér­fræð­ing­um, sem ekki eru frá EES lönd­um, til muna að koma hing­að til lands til starfa.

Nán­ari um­fjöll­un um er­indi Hjálm­ars má finna hér.

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is