13.06 2019 – 12:00-01:00

Samfé­lags­skýrslan 2019
@Naut­hóll Bistro

Naut­hóls­vegi 106
101 Reykjavík

Á fimmtu­daginn 13. júní verður verð­launafhending fyrir Samfé­lags­skýrsluna 2019 – með pompi og prakt á Naut­hóll kl. 12-13.

Nauð­syn­legt er að skrá sig, sjá link að neðan.

Páll Harð­arson forstjóri Kaup­hall­ar­innar mun fjalla um mikil­vægi samfé­lags­skýrslna, hvað þær segja um samkeppn­is­hæfni og starf­semi á innlendum sem alþjóð­legum mörk­uðum.

Formaður dómnefndar, Jóhanna Harpa Árna­dóttir, greinir frá niður­stöðu dómnefndar.

Fund­ar­stjóri: Hrund Gunn­steins­dóttir, fram­kvæmd­ar­stjóri Festu.

Viður­kenn­ingu fyrir samfé­lags­skýrslu ársins hlýtur fyrir­tæki eða stofnun sem birtir upplýs­ingar um samfé­lags­ábyrgð sína með mark­vissum, vönd­uðum og nútíma­legum hætti í skýrslum sem geta verið í formi vefsíðna, rafrænna skjala eða með annarri fram­setn­ingu sem hentar þeim sem áhuga hafa, s.s. fjár­festum, viðskipta­vinum, samstarfs­að­ilum, yfir­völdum og/eða almenn­ingi. Verð­launin voru veitt í fyrsta skipti í fyrra og eru tilnefndar samfé­lags­skýrslur birtar á heima­síðu Festu.

Með viður­kenn­ing­unni vilja Festa, Stjórn­vísi og Viðskiptaráð hvetja fyrir­tæki og stofn­anir til að setja sér mælanleg markmið og birta opin­ber­lega og reglu­lega, með vönd­uðum hætti, upplýs­ingar um hvernig samfé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni í rekstri fyrir­tækja kemur þeim og samfé­laginu að gagni.

Yfirlit viðburða