13.06 2019 – 12:00-13:00

Sam­fé­lags­skýrsl­an 2019
@Nauthóll Bistro

Nauthólsvegi 106
101 Reykjavík

Á fimmtudaginn 13. júní verður verðlaunafhending fyrir Samfélagsskýrsluna 2019 – með pompi og prakt á Nauthóll kl. 12-13.

Nauðsynlegt er að skrá sig, sjá link að neðan.

Páll Harðarson forstjóri Kauphallarinnar mun fjalla um mikilvægi samfélagsskýrslna, hvað þær segja um samkeppnishæfni og starfsemi á innlendum sem alþjóðlegum mörkuðum.

Formaður dómnefndar, Jóhanna Harpa Árnadóttir, greinir frá niðurstöðu dómnefndar.

Fundarstjóri: Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdarstjóri Festu.

Viðurkenningu fyrir samfélagsskýrslu ársins hlýtur fyrirtæki eða stofnun sem birtir upplýsingar um samfélagsábyrgð sína með markvissum, vönduðum og nútímalegum hætti í skýrslum sem geta verið í formi vefsíðna, rafrænna skjala eða með annarri framsetningu sem hentar þeim sem áhuga hafa, s.s. fjárfestum, viðskiptavinum, samstarfsaðilum, yfirvöldum og/eða almenningi. Verðlaunin voru veitt í fyrsta skipti í fyrra og eru tilnefndar samfélagsskýrslur birtar á heimasíðu Festu.

Með viðurkenningunni vilja Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð hvetja fyrirtæki og stofnanir til að setja sér mælanleg markmið og birta opinberlega og reglulega, með vönduðum hætti, upplýsingar um hvernig samfélagsábyrgð og sjálfbærni í rekstri fyrirtækja kemur þeim og samfélaginu að gagni.

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is