13.06 2019 – 12:00-13:00

Sam­fé­lags­skýrsl­an 2019
@Naut­hóll Bistro

Naut­hóls­vegi 106
101 Reykja­vík

Á fimmtu­dag­inn 13. júní verð­ur verð­launafhend­ing fyr­ir Sam­fé­lags­skýrsl­una 2019 – með pompi og prakt á Naut­hóll kl. 12-13.

Nauð­syn­legt er að skrá sig, sjá link að neð­an.

Páll Harð­ar­son for­stjóri Kaup­hall­ar­inn­ar mun fjalla um mik­il­vægi sam­fé­lags­skýrslna, hvað þær segja um sam­keppn­is­hæfni og starf­semi á inn­lend­um sem al­þjóð­leg­um mörk­uð­um.

Formað­ur dóm­nefnd­ar, Jó­hanna Harpa Árna­dótt­ir, grein­ir frá nið­ur­stöðu dóm­nefnd­ar.

Fund­ar­stjóri: Hrund Gunn­steins­dótt­ir, fram­kvæmd­ar­stjóri Festu.

Við­ur­kenn­ingu fyr­ir sam­fé­lags­skýrslu árs­ins hlýt­ur fyr­ir­tæki eða stofn­un sem birt­ir upp­lýs­ing­ar um sam­fé­lags­ábyrgð sína með mark­viss­um, vönd­uð­um og nú­tíma­leg­um hætti í skýrsl­um sem geta ver­ið í formi vef­síðna, ra­f­rænna skjala eða með ann­arri fram­setn­ingu sem hent­ar þeim sem áhuga hafa, s.s. fjár­fest­um, við­skipta­vin­um, sam­starfs­að­il­um, yf­ir­völd­um og/eða al­menn­ingi. Verð­laun­in voru veitt í fyrsta skipti í fyrra og eru til­nefnd­ar sam­fé­lags­skýrsl­ur birt­ar á heima­síðu Festu.

Með við­ur­kenn­ing­unni vilja Festa, Stjórn­vísi og Við­skipta­ráð hvetja fyr­ir­tæki og stofn­an­ir til að setja sér mæl­an­leg markmið og birta op­in­ber­lega og reglu­lega, með vönd­uð­um hætti, upp­lýs­ing­ar um hvernig sam­fé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni í rekstri fyr­ir­tækja kem­ur þeim og sam­fé­lag­inu að gagni.

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is