09.06 2020 – 12:00-13:00

Sam­fé­lags­skýrsla árs­ins
@Nauthóll


Skrá mætingu

Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð Íslands afhenda viðurkenningu fyrir Samfélagsskýrslu ársins 2020.

Viðurkenningu fyrir samfélagsskýrslu ársins hlýtur fyrirtæki eða stofnun sem birtir upplýsingar um samfélagsábyrgð sína með markvissum, vönduðum og nútímalegum hætti í skýrslum sem geta verið í formi vefsíðna, rafrænna skjala eða öðrum hætti sem hentar þeim sem áhuga hafa, s.s. fjárfestar, viðskiptavinir, samstarfsaðilar, yfirvöld og/eða almenningur.

  • Viðurkenningin verður afhent við hátíðlega athöfn 9.júní á Nauthól.
  • Magnús Harðarson forstjóri kauphallar Nasdaq á Íslandi mun taka þátt í athöfninni og flytja þar erindi.

19 öflugar skýrslur voru tilnefndar í ár en alls bárust 30 tilnefningar. Listi yfir tilnefndar skýrslur verður birtur hér 10.júní.

Dómnefnd  í ár skipa:

  • Jóhanna Harpa Árnadóttir verkefnastjóri samfélagsábyrgðar hjá Landsvirkjun – formaður dómnefndar
  • Tómas Möller yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs Verslunarmanna
  • Hulda Steingrímsdóttir umhverfisstjóri Landsspítala

 

 

Þetta er í þriðja sinn sem verðlaunin eru veitt en áður hafa ISAVIA (2019) og Landabankinn (2018) hlotið þau.

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is