Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð Íslands afhenda viðurkenningu fyrir Samfélagsskýrslu ársins 2020.
Viðurkenningu fyrir samfélagsskýrslu ársins hlýtur fyrirtæki eða stofnun sem birtir upplýsingar um samfélagsábyrgð sína með markvissum, vönduðum og nútímalegum hætti í skýrslum sem geta verið í formi vefsíðna, rafrænna skjala eða öðrum hætti sem hentar þeim sem áhuga hafa, s.s. fjárfestar, viðskiptavinir, samstarfsaðilar, yfirvöld og/eða almenningur.
- Viðurkenningin verður afhent við hátíðlega athöfn 9.júní á Nauthól.
- Magnús Harðarson forstjóri kauphallar Nasdaq á Íslandi mun taka þátt í athöfninni og flytja þar erindi.
19 öflugar skýrslur voru tilnefndar í ár en alls bárust 30 tilnefningar. Listi yfir tilnefndar skýrslur verður birtur hér 10.júní.
Dómnefnd í ár skipa:
- Jóhanna Harpa Árnadóttir verkefnastjóri samfélagsábyrgðar hjá Landsvirkjun – formaður dómnefndar
- Tómas Möller yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs Verslunarmanna
- Hulda Steingrímsdóttir umhverfisstjóri Landsspítala

- Viðkenningar hátíðin er öllum opin og skráning fer fram hér.