29.04 2021 – 09:00-11:00

Ör þró­un í heimi upp­lýs­inga­gjaf­ar / stað­fest­ing­ar á sjálf­bærni í rekstri
@Ra­f­rænn við­burð­ur


Skrá mætingu

Fé­lag lög­giltra end­ur­skoð­enda (FLE) og Festa – mið­stöð um sam­fé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni, bjóða til sam­tals um sjálf­bærni í rekstri, skýrslu­gjöf og mik­il­vægi stað­fest­inga á sjálf­bærni upp­lýs­ing­um hjá fyr­ir­tækj­um.

Mik­il og ör þró­un er að eiga sér stað varð­andi inn­leið­ingu á og upp­lýs­inga­gjöf um sjálf­bærni í rekstri fyr­ir­tækja á Ís­landi og er­lend­is. Fyr­ir­tæki á Ís­landi þyrst­ir í skýr­ar lín­ur um hvernig standa eigi að upp­lýs­inga­gjöf og stað­fest­ingu á sjálf­bærni í rekstri.

Fund­in­um verð­ur streymt í raun­tíma 29. apríl, kl. 9-11 og skrán­ing er op­in til kl. 15 dag­inn áð­ur. Gjald­frjáls að­gang­ur í boði FLE. Með­lim­ir FLE at­hugi að fund­ur­inn veit­ir 2 end­ur­mennt­un­ar­ein­ing­ar í flokkn­um skatta og fé­laga­rétti. Fund­in­um verð­ur þá einnig streymt beint á vef Við­skipta­blaðs­ins, www.vb.is.

Hér er slóð­in á streym­ið.

 

Dag­skrá

Fund­ar­stjóri Hrund Gunn­steins­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Festu.

Upp­lýs­inga­gjöf fyr­ir­tækja um sjálf­bærni
Mar­grét Pét­urs­dótt­ir, end­ur­skoð­andi hjá EY, fer yf­ir nú­ver­andi laga­kröf­ur,  val­kosti um reglu­verk og vænta þró­un á kom­andi miss­er­um hvað varð­ar fram­setn­ingu og óháð­ar stað­fest­ing­ar.

Reynsla mark­aðs­að­ila / (Reynsl­an af upp­lýs­inga­gjöf og stað­fest­ing­um um sjálf­bærni)

  • End­ur­skoð­un á kol­efn­is­spori Lands­bank­ans. Dr. Reyn­ir Smári Atla­son, sér­fræð­ing­ur í sjálf­bærni hjá Lands­bank­an­um
  • Sjálf­bærni og sprota­fyr­ir­tæki. Marta Her­manns­dótt­ir, Sér­fræð­ing­ur í áhættu­stýr­ingu og UFS, Eyr­ir Vent­ure Mana­gement

Spurn­ing­ar og svör   Mar­grét, Reyn­ir og Marta

Stefnu­mörk­un og mæl­an­leg markmið

Bjarni Her­rera, í sjálf­bærniteymi KP­MG, fjall­ar um sjálf­bærni út frá sjón­ar­hóli stefnu­mörk­un­ar og mæl­an­legra mark­miða. Bjarni svar­ar spurn­ing­um í lok­in.

Pall­borð – Eru ófjár­hags­leg­ar upp­lýs­ing­ar „ófjár­hags­leg­ar“? – Gunn­ar Sveinn Magnús­son, sjálf­bærni­leið­togi EY, Sæmund­ur Sæ­munds­son, for­stjóri Eflu, Harpa Theó­dórs­dótt­ir, sér­fræð­ing­ur í At­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, Björg­vin Ingi Ólafs­son, ráð­gjafi á sviði stefnu­mót­un­ar og sjálf­bærni hjá Deloitte.

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is