29.04 2021 – 09:00-11:00

Ör þró­un í heimi upp­lýs­inga­gjaf­ar / stað­fest­ing­ar á sjálf­bærni í rekstri
@Rafrænn viðburður


Skrá mætingu

Félag löggiltra endurskoðenda (FLE) og Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni, bjóða til samtals um sjálfbærni í rekstri, skýrslugjöf og mikilvægi staðfestinga á sjálfbærni upplýsingum hjá fyrirtækjum.

Mikil og ör þróun er að eiga sér stað varðandi innleiðingu á og upplýsingagjöf um sjálfbærni í rekstri fyrirtækja á Íslandi og erlendis. Fyrirtæki á Íslandi þyrstir í skýrar línur um hvernig standa eigi að upplýsingagjöf og staðfestingu á sjálfbærni í rekstri.

Fundinum verður streymt í rauntíma 29. apríl, kl. 9-11 og skráning er opin til kl. 15 daginn áður. Gjaldfrjáls aðgangur í boði FLE. Meðlimir FLE athugi að fundurinn veitir 2 endurmenntunareiningar í flokknum skatta og félagarétti. Fundinum verður þá einnig streymt beint á vef Viðskiptablaðsins, www.vb.is.

Hér er slóðin á streymið.

 

Dagskrá

Fundarstjóri Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu.

Upplýsingagjöf fyrirtækja um sjálfbærni
Margrét Pétursdóttir, endurskoðandi hjá EY, fer yfir núverandi lagakröfur,  valkosti um regluverk og vænta þróun á komandi misserum hvað varðar framsetningu og óháðar staðfestingar.

Reynsla markaðsaðila / (Reynslan af upplýsingagjöf og staðfestingum um sjálfbærni)

  • Endurskoðun á kolefnisspori Landsbankans. Dr. Reynir Smári Atlason, sérfræðingur í sjálfbærni hjá Landsbankanum
  • Sjálfbærni og sprotafyrirtæki. Marta Hermannsdóttir, Sérfræðingur í áhættustýringu og UFS, Eyrir Venture Management

Spurningar og svör   Margrét, Reynir og Marta

Stefnumörkun og mælanleg markmið

Bjarni Herrera, í sjálfbærniteymi KPMG, fjallar um sjálfbærni út frá sjónarhóli stefnumörkunar og mælanlegra markmiða. Bjarni svarar spurningum í lokin.

Pallborð – Eru ófjárhagslegar upplýsingar „ófjárhagslegar“? – Gunnar Sveinn Magnússon, sjálfbærnileiðtogi EY, Sæmundur Sæmundsson, forstjóri Eflu, Harpa Theódórsdóttir, sérfræðingur í Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Björgvin Ingi Ólafsson, ráðgjafi á sviði stefnumótunar og sjálfbærni hjá Deloitte.

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is