09.08 2019 – 12:00-01:30

Opnað fyrir Umsóknir! Snjall­ræði 2019
@Norræna Húsið

Sæmund­ar­götu
101 Reykjavík

Snjall­ræði /Startup Social

Blásið verður með form­legum hætti til Snjall­ræðis við hátíð­lega athöfn í Norræna húsinu næsta föstudag klukkan 12.00. Opnað verður fyrir umsóknir í eina viðskipta­hrað­alinn hér á landi þar sem megin­áherslan er á verk­efni í þágu samfé­lagsins. Í fyrra fór hrað­allinn fyrst af stað og afurðin voru frábær samfé­lagsleg verk­efni – Bergið Headspace, Samgöngu­spor, Miðgarður, Farsæl öldrun, Reykjavík er okkar, Heilun jarðar og Samfé­lagshús – sem eiga það öll sammerkt að bæta samfé­lagið okkar. Snjall­ræði var haldið á vegum Höfða frið­ar­seturs, Reykja­vík­ur­borgar, Háskóla Íslands og Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar Íslands en að hraðl­inum kemur einnig öflugt net annarra samstarfs­aðila.

Átta verk­efni verða valin til þátt­töku í átta vikna hraðli sem fer fram í október og nóvember næst­kom­andi. Aðstand­endur verk­efn­anna fá vinnu­að­stöðu, aðgang að hópi leið­bein­enda og stuðning við að þróa hugmyndina áfram.

MIT designX með í ár
Svafa Grön­feldt og samstarfs­fé­lagar hennar frá MIT designX munu sjá um sprett í upphafi Snjall­ræðis. Sprett­urinn verður styrktur af MIT Industrial Liaison Program (ILP), í gegnum samstarf Alvogen og Háskólans í Reykjavík við Snjall­ræði. Á viku tíma­bili munu teymin í Snjall­ræði fá að kynnast nýjustu nálg­unum á sviði samfé­lags­legrar nýsköp­unar og frum­kvöðl­a­starf­semi og öðlast tæki­færi til þess að sann­reyna eigin hugmyndir og kryfja þær til mergjar í krefj­andi vinnu­stofum sem byggðar verða á fjórum grunnstoðum MIT DesignX, Under­stand – Solve – Envision – Scale.

„Íslensk fyrir­tæki og atvinnulíf hafa mikið fram að færa í samfé­lags­málum og þess vegna er afar mikil­vægt að virkja þann kraft og þekk­ingu og nýta inn í vett­vang eins og Snjall­ræði.“ Nánari upplýs­ingar á vef www.snjallraedi.is

Bakhjarlar á bak við Snjall­ræði eru Deloitte, Össur, Icelandair, Marel og Lands­virkjun.

Festa er einn af samst­ars­að­ilum Snjall­ræðis auk þess sem fram­kvæmd­ar­stjóri Festu hefur verið í sérfræð­inga­ráði Snjall­ræðis frá upphafi.

www.snjallraedi.is

Yfirlit viðburða