09.08 2019 – 12:00-13:30

Opn­að fyr­ir Um­sókn­ir! Snjall­ræði 2019
@Nor­ræna Hús­ið

Sæ­mund­ar­götu
101 Reykja­vík

Snjall­ræði /Startup Social

Blás­ið verð­ur með form­leg­um hætti til Snjall­ræð­is við há­tíð­lega at­höfn í Nor­ræna hús­inu næsta föstu­dag klukk­an 12.00. Opn­að verð­ur fyr­ir um­sókn­ir í eina við­skipta­hrað­al­inn hér á landi þar sem megin­áhersl­an er á verk­efni í þágu sam­fé­lags­ins. Í fyrra fór hrað­all­inn fyrst af stað og af­urð­in voru frá­bær sam­fé­lags­leg verk­efni – Berg­ið Headspace, Sam­göngu­spor, Mið­garð­ur, Far­sæl öldrun, Reykja­vík er okk­ar, Heil­un jarð­ar og Sam­fé­lags­hús – sem eiga það öll sam­merkt að bæta sam­fé­lag­ið okk­ar. Snjall­ræði var hald­ið á veg­um Höfða frið­ar­set­urs, Reykja­vík­ur­borg­ar, Há­skóla Ís­lands og Ný­sköp­un­ar­mið­stöðv­ar Ís­lands en að hraðl­in­um kem­ur einnig öfl­ugt net annarra sam­starfs­að­ila.

Átta verk­efni verða val­in til þátt­töku í átta vikna hraðli sem fer fram í októ­ber og nóv­em­ber næst­kom­andi. Að­stand­end­ur verk­efn­anna fá vinnu­að­stöðu, að­gang að hópi leið­bein­enda og stuðn­ing við að þróa hug­mynd­ina áfram.

MIT designX með í ár
Svafa Grön­feldt og sam­starfs­fé­lag­ar henn­ar frá MIT designX munu sjá um sprett í upp­hafi Snjall­ræð­is. Sprett­ur­inn verð­ur styrkt­ur af MIT Industrial Liai­son Program (ILP), í gegn­um sam­starf Al­vo­gen og Há­skól­ans í Reykja­vík við Snjall­ræði. Á viku tíma­bili munu teym­in í Snjall­ræði fá að kynn­ast nýj­ustu nálg­un­um á sviði sam­fé­lags­legr­ar ný­sköp­un­ar og frum­kvöðl­a­starf­semi og öðl­ast tæki­færi til þess að sann­reyna eig­in hug­mynd­ir og kryfja þær til mergjar í krefj­andi vinnu­stof­um sem byggð­ar verða á fjór­um grunnstoð­um MIT DesignX, Und­er­stand – Sol­ve – En­visi­on – Scale.

„Ís­lensk fyr­ir­tæki og at­vinnu­líf hafa mik­ið fram að færa í sam­fé­lags­mál­um og þess vegna er af­ar mik­il­vægt að virkja þann kraft og þekk­ingu og nýta inn í vett­vang eins og Snjall­ræði.“ Nán­ari upp­lýs­ing­ar á vef www.snjallra­edi.is

Bak­hjarl­ar á bak við Snjall­ræði eru Deloitte, Öss­ur, Icelanda­ir, Mar­el og Lands­virkj­un.

Festa er einn af sam­st­ars­að­il­um Snjall­ræð­is auk þess sem fram­kvæmd­ar­stjóri Festu hef­ur ver­ið í sér­fræð­inga­ráði Snjall­ræð­is frá upp­hafi.

www.snjallra­edi.is

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is