Hvatningarverðlaun jafnréttismála verða veitt á rafrænum viðburði þann 18. nóvember næstkomandi klukkan 09.00
Markmiðið með Hvatningarverðlaunum jafnréttismála er að vekja athygli á fyrirtækjum sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama. Aukið jafnrétti á atvinnumarkaði er ekki einungis lagalega og siðferðislega rétt, heldur er það fyrirtækjum til heilla bæði út frá samfélagsábyrgð og viðskiptalegum forsendum.
Að verðlaununum standa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, landsnefnd UN Women á Íslandi, Samtök atvinnulífsins, Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og Háskóli Íslands.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunaráðherra, mun afhenda verðlaunin þann 18. nóvember næstkomandi.
Fundarstjóri: Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins
_________________________________________________
Þetta verður í sjöunda sinn sem verðlaunin eru veitt, en í fyrra var það Landsvirkjun sem hlaut verðlaunin. Í áliti dómnefndar kom m.a. fram:„Landsvirkjun hefur lagt ríka áherslu á að skapa góða fyrirtækjamenningu þar sem jafnrétti og virðing fyrir fjölbreytileika samfélagsins liggja til grundvallar. Tekið er mið af jafnréttismálum í heildarstefnu fyrirtækisins og er ávinningurinn er áþreifanlegur.”