30.10 2020 – 24:00-24:01

Op­ið fyr­ir til­nefn­ing­ar – Hvatn­ing­ar­verð­laun jafn­rétt­is­mála 2020


Skrá mætingu

ATH!

Frest­ur til að skila inn til­nefn­ing­um hef­ur ver­ið fram­lengd­ur til 30.nóv­em­ber

 

Að verð­laun­un­um standa at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­ið, lands­nefnd UN Women á Ís­landi, Sam­tök at­vinnu­lífs­ins, Festa – mið­stöð um sam­fé­lags­ábyrgð og Há­skóli Ís­lands.

Hér má skila inn til­nefn­ingu á ra­f­rænu formi.

Mark­mið­ið með Hvatn­ing­ar­verð­laun­un­um er að vekja at­hygli á fyr­ir­tækj­um sem sett hafa jafn­rétti á odd­inn og jafn­framt að hvetja önn­ur fyr­ir­tæki til þess að gera slíkt hið sama. Auk­ið jafn­rétti á at­vinnu­mark­aði er ekki ein­ung­is laga­lega og sið­ferð­is­lega rétt, held­ur er það fyr­ir­tækj­um til heilla bæði út frá sam­fé­lags­ábyrgð og við­skipta­leg­um for­send­um.

Verð­laun­in verða veitt á ra­f­ræn­um við­burði þann 18. nóv­em­ber næst­kom­andi klukk­an 09.00 í sjö­unda sinn, en í fyrra var það Lands­virkj­un sem hlaut verð­laun­in. Í áliti dóm­nefnd­ar kom m.a. fram:

„Lands­virkj­un hef­ur lagt ríka áherslu á að skapa góða fyr­ir­tækja­menn­ingu þar sem jafn­rétti og virð­ing fyr­ir fjöl­breyti­leika sam­fé­lags­ins liggja til grund­vall­ar. Tek­ið er mið af jafn­rétt­is­mál­um í heild­ar­stefnu fyr­ir­tæk­is­ins og er ávinn­ing­ur­inn er áþreif­an­leg­ur.”

Líkt og fram hef­ur kom­ið er tek­ið við til­nefn­ing­um hér á vef SA og hvetj­um við öll til að til­nefna þau fyr­ir­tæki eða aðr­ar rekst­arein­ing­ar sem unn­ið hafa að því að skapa góða fyr­ir­tækja­menn­ingu þar sem jafn­rétti og virð­ing fyr­ir fjöl­breyti­leika sam­fé­lags­ins liggja til grund­vall­ar.

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, at­vinnu­vega- og ný­sköp­una­ráð­herra, mun af­henda verð­laun­in þann 18. nóv­em­ber næst­kom­andi á ra­f­ræn­um fundi.

Mynd­ir frá af­hend­ingu Hvatn­inga­verð­launa Jafn­rétt­is­mála 2019