18.11 2020 – 09:00-10:00

Hvatn­ing­ar­verð­laun jafn­rétt­is­mála 2020
@Ra­f­rænn við­burð­ur


Hvatn­ing­ar­verð­laun jafn­rétt­is­mála verða veitt á ra­f­ræn­um við­burði þann 18. nóv­em­ber næst­kom­andi klukk­an 09.00 

Mark­mið­ið með Hvatn­ing­ar­verð­laun­um jafn­rétt­is­mála er að vekja at­hygli á fyr­ir­tækj­um sem sett hafa jafn­rétti á odd­inn og jafn­framt að hvetja önn­ur fyr­ir­tæki til þess að gera slíkt hið sama. Auk­ið jafn­rétti á at­vinnu­mark­aði er ekki ein­ung­is laga­lega og sið­ferð­is­lega rétt, held­ur er það fyr­ir­tækj­um til heilla bæði út frá sam­fé­lags­ábyrgð og við­skipta­leg­um for­send­um.

Að verð­laun­un­um standa at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­ið, lands­nefnd UN Women á Ís­landi, Sam­tök at­vinnu­lífs­ins, Festa – mið­stöð um sam­fé­lags­ábyrgð og Há­skóli Ís­lands.

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, at­vinnu­vega- og ný­sköp­una­ráð­herra, mun af­henda verð­laun­in þann 18. nóv­em­ber næst­kom­andi.

 

Hlekk­ur á út­send­ingu funds­ins

Mynd­ir frá af­hend­ingu Hvatn­inga­verð­launa Jafn­rétt­is­mála 2019

Dag­skrá 

  • Opn­un­ar­ávarp: Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Ís­lands
  • Úlf Við­ar Ní­els­son, pró­fess­or við Há­skóla Ís­lands fjall­ar um #MeT­oo og virði fyr­ir­tækja
  • Hjör­dís Lilja Örn­ólfs­dótt­ir, hag­fræð­inemi, og Ingi­björg Ösp Stef­áns­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá Sam­tök­um At­vinnu­lífs­ins, fjalla um kynja­hlut­föll og stjórn­end­ur í ís­lensku at­vinnu­lífi.
  • Hörð­ur Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, hand­hafi Hvatn­ing­ar­verð­launa jafn­rétt­is­mála 2019
  • Af­hend­ing: Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ráð­herra ferða­mála, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar, af­hend­ir Hvatn­ing­ar­verð­laun jafn­rétt­is­mála 2020

Fund­ar­stjóri: Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka At­vinnu­lífs­ins

_________________________________________________

Þetta verð­ur í sjö­unda sinn sem verð­laun­in eru veitt, en í fyrra var það Lands­virkj­un sem hlaut verð­laun­in. Í áliti dóm­nefnd­ar kom m.a. fram:„Lands­virkj­un hef­ur lagt ríka áherslu á að skapa góða fyr­ir­tækja­menn­ingu þar sem jafn­rétti og virð­ing fyr­ir fjöl­breyti­leika sam­fé­lags­ins liggja til grund­vall­ar. Tek­ið er mið af jafn­rétt­is­mál­um í heild­ar­stefnu fyr­ir­tæk­is­ins og er ávinn­ing­ur­inn er áþreif­an­leg­ur.”

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is