15.09 2020 – 08:30-10:00

Ónýtt verð­mæti – hringrás og ný­sköp­un
@Zoom


Tengslafundur Festu

Viðfangsefni fyrsta tengslafundar Festu þetta haustið verður hringrásarhagkerfið og þau ónýttu verðmæti sem liggja innan þess.

 • Hvernig geta fyrirtæki innleitt hringrásarhugsunina? 
 • Hvernig sköpum við verðmæti úr úrgangi og útrýmum sóun? 
 • Hvað gera íslensk fyrirtæki og stofnanir vel og hvar þurfa þau að bæta sig?
 • Hvaða lausnir eru til boða og hvernig tengjumst við réttum aðilum?
 • Hvernig tengist nýsköpun hringrásarhagkerfinu?
 • Hvernig vinnum við gegn matarsóun?

Eftirfarandi sérfræðingar veita okkur innsýn og innblástur inn í málefnið. Að því loknu verður nægur tími fyrir fyrirspurnir og samtal

 • Gyða Sigríður Björnsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni frá Sorpu
 • Freyr Eyjólfsson, samskiptastjóri hjá Terra
 • Gunnar Sigurðarson og Lárus Ólafsson, viðskiptastjórar hjá Samtökum Iðnaðarins

Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdarstjóri Festu stýrir fundinum

Fundurinn fer fram yfir fjarfundarbúnaðinn ZOOM, þriðjudaginn 15.september kl 8:30 – 10:00

 • Nauðsynlegt er að skrá sig
 • Hlekkur á fundinn verður send til þeirra sem skráð eru.
 • Athugið að fundurinn er eingöngu opin fyrir aðildarfélög Festu

 

 

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is