26.04 2022 – 14:30-16:00

Tengsla­fund­ur Festu hjá Orku nátt­úr­unn­ar
@Hellisheiðavirkjun


Nýsköpun og loftslagsmál.

Orka náttúrunnar mun taka á móti aðildarfélögum Festu á tengslafundi félagsins.

Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar, mun fjalla um hvernig ON leitast við að vera hluti af lausninni við loftslagsvandanum í gegnum starfsemi sína. Kolbrún Ragna Ragnarsdóttir, nýsköpunarstjóri ON, mun fjalla um nýsköpun hjá ON. Einnig munu fundargestir fá tækifæri til að kynna sér hið magnaða loftlags nýsköpunarverkefni Carbfix.

ON er staðsett innan um mosa og hraun í stórbrotinni íslenskri náttúru, komdu og upplifðu græna sjálfbæra orkuframleiðslu í einni stærstu jarðhitavirkjun í heimi en fundurinn fer fram á heimili Orku náttúrunnar, Jarðhitasýningu ON í Hellisheiðavirkjun. Aðeins um 25 km austur af Reykjavík.

  • Boðið verður upp á léttar veitingar
  • Athugið að fundurinn er eingöngu opin fyrir aðildarfélög Festu

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is