26.03 2020 – 24:00-24:00

Með putt­ann á púls­in­um – Festu fræðsla
@rafrænt


*english below

  • Eftirsóknaverðustu hæfniskröfurnar á vinnumarkaði í dag eru getan til þess að leysa flókin úrlausnarefni, gagnrýnin og skapandi hugsun, samkvæmt Alþjóðaefnahagsráðinu (e. World Economic Forum).
  • Á tímum alþjóðlegs faraldurs með ófyrirséðar afleiðingar á hagkerfi, fyrirtækjarekstur og lífið almennt, reynir ekki síður á seiglu og leiðtogahlutverkið.
  • Í þriðja lagi mun uppbyggingarstarfið eftir Covid 19 gefa okkur einstakt tækifæri til þess að hraða þróun í átt að hringrásarhagkerfi, sjálfbærni og samfélagsábyrgð. Það sem meira er, þær breytingar sem nú eru að eiga sér stað kalla sérstaklega eftir slíkum áherslum, sama hvernig á málið er litið.

Festa ákvað því að taka saman pakka, fulla af innblæstri og fræðslu, fyrir aðildarfélög sín sem eru sérsniðnir að aðstæðum og markmið þeirra er að efla þig til að skara fram úr í heimi fordæmalausra breytinga.

Í hverjum pakka er handvalið hugarfóður og fræðsluefni, samsetning efnis ígrunduð fram í fingurgóma og vísað á aðgengilegt, ókeypis efni.

Þessir sérsniðnu fræðslupakkar, sem sendir verðir út með regulegu millibili, eru aðgengilegir öllum þeim sem starfa hjá aðildarfélögum Festu.

Hérna efst undir “Skrá mætingu” má skrá sig til leiks og vera með puttann á púlsinum.

_____________________

Ahead of the Curve

The top 3 skills you need to thrive in today’s world are complex problem solving, critical thinking and creativity according to the World Economic Forum. In times of a global epidemic with unforeseen consequences for the economy, businesses and life in general, resilience and leadership take center stage. Reconstruction after Covid 19 will give us a unique opportunity to speed up the development towards a circular economy, sustainability and corporate social responsibility. What is more, the changes now taking place highlight more than anything, the need for such emphasis, no matter how you look at it.

Festa decided to design packages, – bundles of inspiration and knowledge for our associated members which are curated to fit today’s circumstances and the aim is to empower you to excel in a world of unprecedented changes. In every package there is handpicked stuff for you, combined in a thoughtful way and everything we bring you is easily accessible and free of charge.

These packages are made available to all those who work for one of our associated members. Please sign in at the top of the page, click ” Skrá mætingu” and you will stay ahead of the curve.

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is