03.03 2020 – 09:00-12:00

Lofts­lags­mót­ið
@Grand Hót­el


Skrá mætingu

Stefnu­mót fyr­ir­tækja og stofn­ana um ný­sköp­un og lausn­ir í rekstri varð­andi lofts­lags­mál

Lofts­lags­mót er vett­vang­ur þar sem fyr­ir­tæki og að­il­ar í ný­sköp­un á sviði lofts­lags­mála og grænna lausna, geta hist á stutt­um ör­fund­um og rætt mál­in að hugs­an­leg­um lausn­um. Að­il­ar geta skráð sig inn á Lofts­lags­mót­ið með þær lausn­ir sem fyr­ir­tæki býð­ur uppá (e. product) og/eða leit­ar eft­ir (e. requ­est). Í fram­hald­inu gefst svo öll­um tæki­færi til að bóka stutta fundi (15 mín­út­ur) með öðr­um að­il­um ým­ist fyr­ir­tækj­um, hug­mynda­smið­um eða sprot­um. Hér er átt við hverskyns lausn­ir sem styðja við lofts­lags- og um­hverf­i­s­vænni rekst­ur.

Dæmi um um­fjöll­un­ar­efni að lausn­um og/eða því sem ósk­að er eft­ir get­ur ver­ið
allt frá betri að­ferð­um í flokk­un, yf­ir í reikni­vél­ar kol­efn­is­spors, stefnu­mót­un í um­hverf­is- og lofts­lags­mál­um, lág­mörk­un úr­gangs, ra­f­rænt bók­hald, kol­efn­is­bók­hald, um­hverf­is­stjórn­un, vott­að­ar bygg­ing­ar, ráð­gjöf í tengsl­um við hvernig fyr­ir­tæki geta tek­ið fyrstu skref­in í átt að um­hverf­i­s­vænni rekstri.

Loft­lags­mót­ið verð­ur hald­ið að fyr­ir­mynd Ný­sköp­un­ar­móts­ins sem hald­ið var sl. haust og heppn­að­ist ein­stak­lega vel. Þar voru um 240 fund­ir haldn­ir með 25 op­in­ber­um stofn­un­um og 71 fyr­ir­tækj­um.

Hverj­ir ættu að skrá sig og taka þátt?

  • Fyr­ir­tæki sem leita lausna að áskor­un­um á sviði um­hverf­is og lofts­lags­mála (skrá und­ir Requ­est) – óska eft­ir fund­um með fyr­ir­tækj­um sem t.d. geta boð­ið upp á hugs­an­leg­ar lausn­ir og/eða ráð­gjöf.
  • Fyr­ir­tæki með lausn­ir á sviði um­hverf­is- og lofts­lags­mála (skrá und­ir Product) – óska eft­ir fund­um með fyr­ir­tækj­um sem leita að þeim lausn­um.
  • Fyr­ir­tæki í vöru­þró­un – sem vilja funda með að­il­um til að ræða þró­un, ný­sköp­un inn­an grein­ar­inn­ar og/eða hugs­an­legt sam­starf (geta skráð und­ir Requ­est og Product)

Lofts­lags­mót­ið verð­ur hald­ið á Grand Hót­el 3. mars kl. 9-12. Hús­ið opn­ar kl. 8:30

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um skrán­ingu.

ATH. Mun­ið að enda skrán­ing­una á að skrá áskor­un­ina eða vör­una, und­ir Mar­ket­place í Requ­est eða Product.
All­ir geta séð alla þátt­tak­end­ur og skrán­ing­ar óháð því hvort við­kom­andi hafi skráð sig eða ekki.

Við­burð­ur­inn er hald­inn af Græn­vangi og Ný­sköp­un­ar­mið­stöð, í sam­starfi við Festu og At­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­ið.

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is