03.03 2020 – 09:00-12:00

Lofts­lags­mótið
@Grand Hótel


Skrá mætingu

Stefnumót fyrir­tækja og stofnana um nýsköpun og lausnir í rekstri varð­andi lofts­lagsmál

Lofts­lagsmót er vett­vangur þar sem fyrir­tæki og aðilar í nýsköpun á sviði lofts­lags­mála og grænna lausna, geta hist á stuttum örfundum og rætt málin að hugs­an­legum lausnum. Aðilar geta skráð sig inn á Lofts­lags­mótið með þær lausnir sem fyrir­tæki býður uppá (e. product) og/eða leitar eftir (e. request). Í fram­haldinu gefst svo öllum tæki­færi til að bóka stutta fundi (15 mínútur) með öðrum aðilum ýmist fyrir­tækjum, hugmynda­smiðum eða sprotum. Hér er átt við hverskyns lausnir sem styðja við lofts­lags- og umhverf­i­s­vænni rekstur.

Dæmi um umfjöll­un­ar­efni að lausnum og/eða því sem óskað er eftir getur verið
allt frá betri aðferðum í flokkun, yfir í reikni­vélar kolefn­is­spors, stefnu­mótun í umhverfis- og lofts­lags­málum, lágmörkun úrgangs, rafrænt bókhald, kolefn­is­bók­hald, umhverf­is­stjórnun, vott­aðar bygg­ingar, ráðgjöf í tengslum við hvernig fyrir­tæki geta tekið fyrstu skrefin í átt að umhverf­i­s­vænni rekstri.

Loft­lags­mótið verður haldið að fyrir­mynd Nýsköp­un­ar­mótsins sem haldið var sl. haust og heppn­aðist einstak­lega vel. Þar voru um 240 fundir haldnir með 25 opin­berum stofn­unum og 71 fyrir­tækjum.

Hverjir ættu að skrá sig og taka þátt?

  • Fyrir­tæki sem leita lausna að áskor­unum á sviði umhverfis og lofts­lags­mála (skrá undir Request) – óska eftir fundum með fyrir­tækjum sem t.d. geta boðið upp á hugs­an­legar lausnir og/eða ráðgjöf.
  • Fyrir­tæki með lausnir á sviði umhverfis- og lofts­lags­mála (skrá undir Product) – óska eftir fundum með fyrir­tækjum sem leita að þeim lausnum.
  • Fyrir­tæki í vöru­þróun – sem vilja funda með aðilum til að ræða þróun, nýsköpun innan grein­ar­innar og/eða hugs­an­legt samstarf (geta skráð undir Request og Product)

Lofts­lags­mótið verður haldið á Grand Hótel 3. mars kl. 9-12. Húsið opnar kl. 8:30

Nánari upplýs­ingar um skrán­ingu.

ATH. Munið að enda skrán­inguna á að skrá áskor­unina eða vöruna, undir Market­place í Request eða Product.
Allir geta séð alla þátt­tak­endur og skrán­ingar óháð því hvort viðkom­andi hafi skráð sig eða ekki.

Viðburðurinn er haldinn af Græn­vangi og Nýsköp­un­ar­mið­stöð, í samstarfi við Festu og Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið.

 

Yfirlit viðburða