04.05 2022 – 08:30-12:30

Lofts­lags­mót­ið 2022
@Grand hótel


Skrá mætingu

Loftslagsmót 2022

Stefnumót fyrirtækja um nýsköpun og lausnir á sviði umhverfis- og loftslagsmála

Taktu þátt í Loftslagsmóti þann 4.maí 2022 í Gullteig á Grand Hótel kl. 08:30-12:30.

Skráning er hafin: Loftslagsmót 2022 – Um Loftslagsmótið (b2match.io)

Loftslagsmót leiðir saman fyrirtæki, frumkvöðla og aðra úr atvinnulífinu á örfundum. Loftslagsmót er vettvangur fyrir fyrirtæki sem leitast eftir/bjóða upp á ráðgjöf og lausnir, á sviði umhverfis- og loftslagsmála. Hér er átt við hverskyns lausnir sem styðja við umhverfisvænni rekstur.

Þetta er í þriðja skiptið sem Loftslagsmótið fer fram og hefur það verið afar vel sótt, mótið er einstakt tækifæri til að para saman áskoranir og lausnir á vettvangi loftslagsmála. Í ár munum við bjóða upp á örerindi frá stuðnings og styrktarumhverfinu auk þess sem ráðherra loftslagsmála mun ávarpa gesti.

Markmið viðburðarins eru að:

 • Hvetja fyrirtæki til að kynna sér þær lausnir sem eru í boði.

 • Bjóða fyrirtækjum upp á vettvang til að kynna sínar lausnir og þjónustu.

 • Stuðla að jákvæðum aðgerðum í rekstri fyrirtækja í þágu loftslagsmála

————————————————

Skráðir þátttakendur geta í framhaldinu óskað eftir örfundum með öðrum þátttakendum á Loftslagsmótinu, þessi pörun fer fram á einfaldan máta á skráningarsíðu mótsins.

DAGSKRÁ

 • 08:30 Húsið opnar
  • Kaffi og léttur morgunverður
 • 09:00 Ávarp frá ráðherra umhverfis-, orku og loftslagsmála
  • Örerindi frá stuðnings- og styrkjaumhverfi
 • 09:30Stefnumót hefjast
  • 12×15 mínútna fundir fara fram í 3 klst.
 • 12:30 Stefnumótum og dagskrá lýkur

Nánari upplýsingar veita Birta Kristín Helgadóttir hjá Grænvangi (birta@green.is) og Katrín Jónsdóttir hjá RANNÍS (katrin.jonsdottir@rannis.is).

Lausnir geta verið á öllum sviðum sem snerta grænni rekstur, allt frá bættum aðferðum við flokkun, yfir í reiknivélar kolefnisspors, stefnumótun í umhverfis- og loftslagsmálum, lágmörkun úrgangs, rafrænt bókhald, kolefnisbókhald, umhverfisstjórnun, vottaðar byggingar, nýsköpun, sjálfbærar fjárfestingar, og ráðgjöf í tengslum við hvernig fyrirtæki geta tekið fyrstu skrefin í átt að umhverfisvænni rekstri. Eins gefst þátttakendum kostur á því að eiga fundi við valda aðila úr stuðningsumhverfinu sem veita ráðgjöf varðandi styrkjamöguleika, nýsköpunarþróun og vaxtamöguleika á alþjóðavettvangi.

“Loftslagsmál eru einn mikilvægasti málaflokkur samtímans og líkt og önnur ríki stendur Ísland frammi fyrir áskorunum í þeim efnum. Framundan eru græn orkuskipti og án öflugrar þátttöku atvinnulífsins og nýsköpunar munum við ekki ná þeim markmiðum sem sett hafa verið fram. Loftslagsmót gefur tækifæri til að tengja saman lausnir og þarfir á þessu sviði. Með samstilltu átaki getum við náð markmiðum okkar og ég hvet fyrirtæki og einstaklinga til að nýta tækifærið, styrkja tengslin og taka þátt í því að skapa betri framtíð.“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Viðburðurinn er haldinn af Grænvangi, Rannís og EEN í samstarfi við Festu og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið.

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is