21.04 2021 – 09:00-12:00

Lofts­lags­mót 2021
@Ra­f­rænn við­burð­ur


Skrá mætingu

Lofts­lags­mót er vett­vang­ur fyr­ir fyr­ir­tæki sem leit­ast eft­ir eða bjóða upp á ráð­gjöf og lausn­ir, á sviði um­hverf­is- og lofts­lags­mála. Hér er átt við hverskyns lausn­ir sem styðja við lofts­lagsvænni rekst­ur.

Markmið Lofts­lags­móts eru að:

  • Hvetja fyr­ir­tæki til að kynna sér þær grænu lausn­ir sem eru í boði.
  • Bjóða fyr­ir­tækj­um upp á vett­vang til að kynna sín­ar lausn­ir og þjón­ustu.
  • Stuðla að já­kvæð­um að­gerð­um í rekstri fyr­ir­tækja í þágu lofts­lags­mála.

Loft­lags­mót­ið var fyrst hald­ið í mars 2020 og heppn­að­ist ein­stak­lega vel. Þar voru um 230 fund­ir haldn­ir með yf­ir 90 stofn­un­um og fyr­ir­tækj­um. 

 

„Lofts­lags­mál eru okk­ar allra og at­vinnu­líf­ið leik­ur stórt hlut­verk þeg­ar kem­ur að tækni­þró­un, ný­sköp­un, hönn­un og um­hverf­i­s­væn­um lausn­um. Lofts­lags­mót gef­ur tæki­færi til að tengja sam­an lausn­ir og þarf­ir á þessu sviði og styð­ur við grósku­mik­ið starf í þágu lofts­lags­mála. Með sam­vinnu ná­um við okk­ar mark­mið­um og ég hvet fyr­ir­tæki og ein­stak­linga til að nýta tæki­fær­ið, styrkja tengsl­in og taka þátt í því að skapa okk­ur og kom­andi kyn­slóð­um betri fram­tíð.“

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferða­mála-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra

All­ir sem skrá sig hafa þann kost að bóka fundi með öðr­um þátt­tak­end­um á Lofts­lags­mót­inu. Lofts­lags­mót 2021 leið­ir sam­an fyr­ir­tæki, stofn­an­ir, frum­kvöðla og aðra úr at­vinnu­líf­inu á stutt­um fund­um til að ræða mál­in og kynn­ast lofts­lagsvæn­um lausn­um við hæfi. Eins fá fyr­ir­tæki kost á því að eiga fundi við valda að­ila úr stuðn­ings­um­hverf­ið sem veita ráð­gjöf varð­andi styrkja­mögu­leika, ný­sköp­un­ar­þró­un og vaxta­mögu­leika á al­þjóða­vett­vangi.

 

Lofts­lags­mót 2021 fer fram með ra­f­ræn­um hætti þann 21. apríl kl. 9-12. Nauð­syn­legt er að skrá sig til að taka þátt.

 

Nán­ari upp­lýs­ing­ar veita Birta Krist­ín Helga­dótt­ir hjá Græn­vangi (birta@green.is) og Katrín Jóns­dótt­ir hjá RANNÍS (katr­in.jons­dott­ir@rann­is.is).

 

Við­burð­ur­inn er hald­inn af Græn­vangi, RANNÍS og EEN, í sam­starfi við Festu og at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­ið.

 

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is