29.11 2019 – 12:30-06:00

Lofts­lags­fundur Festu og Reykja­vík­ur­borgar – Tilnefn­ingar óskast
@Kaldalón, Harpa

Aust­ur­bakki 2
101 Reykjavík

Árlegur lofts­lags­fundur Festu og Reykja­vík­ur­borgar fer fram í Kaldalóni þann 29. nóvember, kl. 13.00-17.00.

Fyrir fundinn, 12:30, munu þeir aðilar sem undir­ritað hafa lofts­lags­yf­ir­lýs­inguna á árinu, skrifa undir hana form­lega ásamt borg­ar­stjóra.

Að loknum fundi verður boðið upp á léttar veit­ingar.

Viðburð­urinn hefur fest sig í sessi sem einn helsti viðburður ársins þar sem ólíkir aðilar koma saman og taka púlsinn á lofts­lags­málum, heyra af mikil­vægum skrefum í rétta átt, mynda tengsl og fræðast um það nýjasta og besta sem í boði er þegar kemur að mælingum, fram­kvæmdum og uppfinn­ingum tengdum lofts­lags­málum.

Taktu daginn frá, dagskrá verður auglýst síðar.

Opnað hefur verið fyrir tilnefn­ingar á vef Reykja­vík­ur­borgar.

Markmið viður­kenn­ing­ar­innar er að vekja athygli á því sem vel er gert í lofts­lags­málum og vera hvatning. Tilnefn­ing­arnar geta verið frá aðil­unum sjálfum eða öðrum. Óskað er eftir rökstuðn­ingi með tilnefn­ing­unni. Tilnefn­ingar þurfa að berast fyrir 29.október.

 

Yfirlit viðburða