29.11 2019 – 13:00-16:00

Lofts­lags­fund­ur Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar
@Kaldalón, Harpa

Austurbakki 2
101 Reykjavík

Árlegur Loftslagsfundur Festu og Reykjavíkuborgar fer fram föstudaginn 29.nóvember frá 13:00 – 16:00 í Kaldalóns sal Hörpu. Við munum hefja dagskránna með ávarpi frá ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á vettvangi loftslagsmála, þá munu umhverfisráðherra og borgarstjóri ávarpa fundinn. Á fundinum verður þá afhent Loftslagsviðurkenning 2019. Eftir að dagskrá fundar lýkur verður boðið upp á léttar veitingar og samtals- og kynningartorg.

Yfirskrift fundarins í ár er: Hvað erum við tilbúin til að gera?

Beint streymi á fundinn má nálgast hér.

Dagskrá fundarins:

 • Aðalbjörg Egilsdóttir ungmennafulltrúi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna á sviði loftslagsmála
 • Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra
 • Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
 • Hólmfríður Sigurðardóttir umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.Urð og grjót upp í mót.
 • Sigurpáll Ingibergsson gæðastjóri Vínbúðanna. Framlag til að sporna við hamfarahlýnun
 • Kaffihlé
 • Þegar kynslóðir taka höndum saman, Loftslagsmælir Festu fer í loftið.
 • Myndbandskynningar á verðlaunahöfum 2018
 • Afhending Loftslagsviðurkenningar 2019. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
 • Hrönn Ingólfsdóttir formaður Festu
  • Fundarstjóri verður Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdarstjóri Festu
 • 16:00 – 18:00 Markaðs- og samtalstorg
 • Boðið verður upp á léttar veitingar eftir fundinn

Viðburðurinn hefur fest sig í sessi sem einn helsti viðburður ársins þar sem ólíkir aðilar koma saman og taka púlsinn á loftslagsmálum, heyra af mikilvægum skrefum í rétta átt, mynda tengsl og fræðast um það nýjasta og besta sem í boði er þegar kemur að mælingum, framkvæmdum og nýsköpun tengdum loftslagsmálum.

Fyrir fundinn, kl: 12:40, mun Skeljungur, sem á árinu undirritaði Loftslagsyfirlýsinguna, skrifa undir hana formlega ásamt borgarstjóra og framkvæmdasrstjóra Festu.

Þeir aðilar sem hafa áhuga á að setja upp upplýsinga/kynningabás í tengslum við fundinn er bent á að hafa samband við verkefnastjóra Festu í netfangið harpa@samfelagsabyrgd.is, verð per bás er 15.000. Básarnir verða staðsettir á Norðurbryggju, opna svæðinu fyrir framan Kaldalón þar sem fundurinn fer fram. Þarna skapast tækifæri fyrir fyrirtæki, félagasamtök, stofnandir eða aðrar rekstrareiningar til að kynna sýnar áherslur og afurðir þegar kemur að loftslagsaðgerðum.

 

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is