5 ára afmæli Loftslagsyfirlýsingarinnar og Parísarsáttmálans
Hvaða tæki, tól og þekkingu þurfa fyrirtæki í dag, til að ná loftslagsmarkmiðunum og skera sig úr í alþjóðlegri samkeppni?
Árlegur Loftslagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar fer fram þann 27.nóvember 2020 frá kl 9:00 – 11:10.
Í ár eru 5 ár liðin frá því að þjóðir heims undirrituðu Parísarsamkomulagið og settu sér það markmið að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og þá helst nærri 1,5°C.
Í kjölfar þess undirrituðu rúmlega 100 íslensk fyrirtæki og stofnanir Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar og tóku með því skref til að leggja sitt að mörkum þegar kemur að framgangi Parísarsáttmálans. Árið 2019 bættist Akureyrarbær við ásamt rúmlega 20 fyrirtækjum/undirritunaraðilum þaðan. Í dag hafa um 143 fyrirtæki og stofnanir skrifað undir Loftslagsyfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar.
Á Loftslagsfundinum í ár munum við fara yfir hvað hefur gerst á þessum 5 árum og þær gríðarlegu breytinga sem eru í farvatninu á næstu fimm árum.
Dagskrá:
Fundarstjóri: Erla Tryggvadóttir, varaformaður Festu
- Guðmundur Ingi Guðbrandsson
- umhverfis- og auðlindaráðherra
- Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir
- loftslagsaktivisti og í stjórn Arctic Youth Network
- Tómas N. Möller
- formaður Festu – miðstöð um sjálfbærni og samfélagsábyrgð
- Halldór Þorgeirsson
- formaður Loftslagsráðs
- Birta Kristín Helgadóttir verkefnastjóri hjá Grænvangi
- Hver er að gera vel?
- Innsýn í loftslagsaðgerðir fyrirtækja sem undirritað hafa Loftslagsyfirlýsinguna. Vörður, Íslandshótel og Advania.
- Dagur B. Eggertsson
- borgarstjóri Reykjavíkur
- Loftlagsviðurkenning Festu og Reykjavíkurborgar 2020
- Borgarstjóri afhendir viðurkenninguna
- Stutt kynning á verkefnum vinningshafa 2019
- Michel Nevin sendiherra Bretlands á Íslandi
- COP26 og mikilvægi grænna lausna
- Í nóvember 2021 heldur Bretland, í samstarfi við Ítalíu, 26. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP26), í Glasgow. Sendiherra Bretlands fjallar um mikilvægi og upptakt ráðstefnunnar og áhersluatriði bresku formennskunnar.
Loftslagsviðurkenning Festu og Reykjavíkurborgar
Á fundinum verður veitt árleg Loftslagsviðurkenning Festu og Reykjavíkurborgar.
Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á því sem vel er gert í loftslagsmálum og vera hvatning til góðra verka.
EFLA var handhafi loftslagsviðurkenningarinnar fyrir árið 2019, nánar má lesa um Loftslagsfund Festu og Reykjavíkurborgar 2019 hér.