21.10 2021 – 14:00-16:00

Kapp­hlaup að kol­efn­is­hlut­leysi – Race to Zero
@Grand hótel


Skrá mætingu
Í aðdraganda Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow 2021 býður Breska sendiráðið á Íslandi í samstarfi við Bresk íslenska viðskiptaráðið, Reykjavíkurborg, Grænvang, Samtök iðnaðarins og Festu – miðstöð um sjálfbærni til viðburðarins: Kapphlaup að kolefnishlutleysi.
Boðið verður upp á ólík erindi sem snúa að því hvernig fyrirtæki geta auðveldlega unnið að því að ná fram kolefnishlutleysi í rekstri.

Dagskrá:

 • Opnunarávarp
  • Bryony Mathew sendiherra Bretlands á Íslandi
 • Loftslagsvegvísir atvinnulífsins – Næstu skref að núllinu
  • Eggert Guðmundsson forstöðumaður Grænvangs
 • The Together for Our Planet Business Climate Leaders’ Campaign
  • Catherine Westoby frá SME Climatehub í Bretlandi
 • Styrkjum forskotið
  • Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu
15:00 – hlé og léttar veitingar
 • Roadmap to net zero carbon in line with Iceland commitment to 2040 – things to think about
  • MACE Group breskt ráðgjafafyrirtæki
 • Byggingariðnaður og loftlagsmarkmið
  • Sigríður Ósk Bjarnadóttir, byggingarverkfræðingur hjá VSÓ Ráðgjöf
 • Reykjavík og áratugur aðgerða
  • Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborg
 • Samantekt og lokaorð
  • Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagsráðs
Móttaka í boði Breska sendiráðsins á Íslandi
Fundarstjóri: Sigríður Mogensen frá Samtökum iðnaðarins

 

Kapphlaup að kolefnishlutleysi (e. Race to Zero) – er alþjóðlegt átak á vegum meðal annars Sameinuðu þjóðanna. Markmið þess er að styðja fyrirtæki, borgir, fjárfesta og aðra til þess að tryggja sjálfbæra framtíð og fylkja liði til að ná fram samræmdum markmiðum um kolefnishlutleysi.
 • Öll velkomin – boðið verður upp á léttar veitingar og móttöku að viðburði loknum.
 • Viðburðurinn verður einnig aðgengilegur í beinu streymi

 

Viðburðurinn er hluti af fundaröð sem miðar að því að tryggja að þú og þitt fyrirtæki getið verið með puttann á púlsinum í gegnum hnitmiðaða og praktíska upplýsingamiðlun tengda Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í Glasgow 1-12 nóvember.

Ekki missa af eftirfarandi viðburðum. Þeir verða báðir í opnu streymi og opnir öllum.

 • 19. nóvember kl. 09:00 – 12:00. „Framtíðarsýn og næstu skref“ – Loftslagsfundur Reykjavíkurborgar og Festu.
  • Skráning og nánari upplýsingar: https://samfelagsabyrgd.is/vidburdir/loftslagsfundur-festu-og-reykjavikurborgar-2/
 • 24. nóvember kl. 9-11. „Eru viðskiptatækifæri í kolefnishlutleysi?“ – Sjálfbærnidagur EY og Samtaka atvinnulífsins .
  • Eftir hádegi verða tvær vinnustofur í tengslum við kolefnishlutleysi.
 • Fundurinn fer fram í salnum Háteigur á Grand hótel.
  • Grand hótel er Svansvottað hótel
 • Allt um­fang fundarins hefur verið kol­efnis­jafn­að og rúmlega það (net positive)  í gegnum UN Clima­te Neutral Now.

 

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is