26.01 2023 – 13:00-17:00

Janú­ar­ráð­stefna Festu 2023 – Lít­um inn á við
@Hilton Nordica


Skrá mætingu

Lítum inn á við

Vertu með á stærsta árlega sjálfbærniviðburði hér á landi, sem er nú haldinn í tíunda sinn. Þetta er viðburður sem uppselt hefur verið á síðustu ár – tryggðu þér miða!

Í ár munum við heyra um hugmyndir sem breyta heiminum.

Við fáum skýra mynd af breytingum framundan á lögum og kröfum um sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækja af öllum stærðum, stórhuga aðgerðum í farvatninu af hálfu nýsköpunarráðherra og dýpkum þekkingu okkar á stórum skrefum framundan í heimi sjálfbærni.

 

💥 Friðrik R. Jónsson

Einstakt tækifæri til að kynnast merkilegum frumkvöðli og brautryðjanda.

Friðrik er verkfræðingur, uppfinningarmaður og hugsuður sem vinnur að lausnum sem leysa sumar af stærstu áskorunum samtímans eins og plastmengun, eyðimerkurmyndun og hlýnun jarðar. Hann er meðstofandi Carbon Recycling International (CRI), sem er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu á grænni efnavöru og metanóli með endurnýtingu á koltvísýringi. CRI opnaði nýverið í Kína stærstu verksmiðju sinnar tegundar í heiminum í dag.

Á ráðstefnunni mun Friðrik segja okkur frá tilurð CRI og fyrirtæki sínu sem snýr eyðimerkurmyndun yfir í blómstrandi vistkerfi og framleiðir meðal annars umhverfisvænar flöskur fyrir stærstu gosframleiðendur heims, náttúruvænar líkkistur og ker. 

Friðrik hefur sameinað sérfræðinga á ýmsum sviðum undir nýsköpunarverkefnum sem ná langt út fyrir landsteinana. Friðrik hugsar um lausnir á einstakan hátt og mun því eflaust veita gestum innblástur.  Um er að ræða einstakt tækifæri til að kynnast þessum merkilega brautryðjanda.

💥 Nýtt frá ráðherra nýsköpunar, niðurstöður úr glænýrri könnun, forseti Ungra umhverfissinna og Dóra Jóhanns

Brot úr einstaklega þéttri og áhugaverðri dagskrá í ár:

 • Tinna Hallgrímsdóttir, forseti Ungra umhverfissinna, setur tóninn í upphafi dagskrá.
 • Hugvitið virkjað í þágu sjálfbærni – heyrum frá nýjum sjálfbærni-áherslum frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ráðherra nýsköpunar.
 • Rýnum í niðurstöður úr glænýrri könnun sem Deloitte gerir meðal stjórnenda aðildarfélaga Festu.
 • Dóra Jóhannsdóttir, leikstjóri og meðhöfundur áramótaskaupsins í ár og stofnandi Improv Ísland hitar okkur upp fyrir umræðustofurnar með því að kynna okkur fyrir leikreglum úr spuna, sem hjálpa hugmyndum að vaxa og dafna og hjálpa okkur að vinna saman á skemmtilegan og skilvirkan hátt.
 • Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu sér um fundarstjórn
 • Í lok ráðstefnu mun plötusnúðurinn Sigrún Skafta halda uppi stuðinu

 

Auðveldarar umræðustofanna (e. facilitators) Margrét Ormslev, Aðalheiður Snæbjarnardóttir og Tómas N. Möller

💥 Praktískar umræðustofur leiddar af áhrifmiklum aðilum í heimi sjálfbærni á Íslandi

Við leggjum áherslu á að gestir taki með sér praktíska og haldgóða þekkingu á stórum breytingum framundan og gríðarlega spennandi tækifærum á sviði sjálfbærni og hringrásar. Við bjóðum upp á þrjár umræðustofur / breakout rooms þar sem við ræðum það sem er að gerast á eftirfarandi sviðum:

 • Sú fyrsta snýr að sjálfbærri nýsköpun sem stuðlar að hringrásarhagkerfinu og endurheimt vistkerfa. Umræðum stýrir Margrét Ormslev, yfirmaður rekstrar hjá loftslagsfyrirtækinu Transition labs og stjórnarformaður Tækniseturs.
  Þátttakendur í umræðustofunni:
 • Í öðru lagi, kynnum við það helsta sem fyrirtæki af öllum stærðum þurfa að búa sig undir þegar kemur að yfirgripsmiklum lagabreytingum framundan. Umræðum stýrir Tómas N. Möller formaður Festu og yfirlögfræðingur hjá Lífeyrissjóði Verzlunarmanna.
  Þátttakendur í umræðustofunni:
 • Í þriðja lagi kortleggjum við nýlegar breytingar á kröfum um sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækja af öllum stærðum. Umræðum stýrir Aðalheiður Snæbjarnardóttir, sjálfbærnistjóri Landsbankans og varaformaður Festu.
  Þátttakendur í umræðustofunni:

Í hverri umræðustofu verður 4 manna panell sem setur tóninn fyrir umræðuna út frá ólíkum sjónarhornum áður en gjöfular og frjóar umræður taka við í herberginu. Með miðakaupunum fylgir hlekkur þar sem gestir velja sér umræðustofu til þess að taka þátt í. 

Að formlegri dagskrá lokinni munum við blása til gleðistundar og bjóða upp á veitingar í boði styrktaraðila ráðstefnunnar.

💥 Miðasala fer fram á heimasíðu TIX. Beinn hlekkur: Tix.is – Janúarráðstefna Festu 2023

 

Dagskrá hefst klukkan 13:00

Fundarstjóri: Hrund Gunnsteinsdóttir

 • Tómas N. Möller, formaður Festu
 • Tinna Hallgrímsdóttir, forseti Ungra umhverfissinna
 • Friðrik R. Jónsson
  • Samtímamúsík – nýsköpun sem breytir heiminum
 • Dóra Jóhannsdóttir
  • Upphitun fyrir umræðustofur – Leiðin að góðu samstarfi
 • Umræðustofur – veldu eina
  • Nýsköpun og hringrás
  • Hvað þurfum við að vita um komandi lagabreytingar?
  • Kortleggjum sjálfbærniupplýsingar
 • Niðurstöður úr stjórnendakönnun Deloitte og Festu
 • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra nýsköpunar
 • Panelumræður – hvað svo?
  • Með þátttakendum ráðstefnunnar 
 • Spjall, fliss og gleði 
  • Plötusnúðurinn Sigrún Skafta heldur uppi fjörinu eftir ráðstefnu

 

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir er listakonan á bakvið teikningarnar sem notaðar eru í kynningarefni fyrir Janúarráðstefnuna.

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is