27.01 2022 – 09:00-12:00

Janú­ar­ráð­stefna Festu 2022 – Á rétt­um for­send­um
@Rafrænn viðburður


Á réttum forsendum

 • this a digital conference – the keynote speeches and a panel discussion with Kate Raworth and Johan Rockström will be in English
 • LinkedIN viðburður þar sem fylgjast má með öllu sem tengist ráðstefnunni: (1) LinkedIn

—————————————————————

Broadcasting link – beinn hlekkur á útsendingu:  Janúarráðstefna Festu on Vimeo

Athugið að um leið og dagskrá lýkur má nýta sama hlekk til að horfa á upptöku af ráðstefnunni.

—————————————————————

Janúarráðstefna Festu 2022 fer fram 27.janúar frá kl 9:00 – 12:00, og líkt og ráðstefnan síðastliðin janúar verður hún rafræn og opin öllum. Ráðstefnan er send út frá Hörpu.

Janúarráðstefna Festu er stærsti árlegi sjálfbærni vettvangur á Íslandi og verður dagskráin í ár einstaklega glæsileg þar sem við fáum til okkar “keynote” ræðufólk sem er í hópi fremstu fræðimanna og leiðtoga á alþjóðasviðinu þegar kemur að sjálfbærni og loftslagsmálefnum.

Þá munum við bjóða upp á þrjár öflugar pallborðsumræður þar sem við fáum til okkar leiðtoga úr íslensku samfélagi til að ræða þau sjálfbærni málefni sem brenna á okkur öllum. Með einvalaliði ræðum við hvaða þýðingu sjálfbærni, kleinuhringja hagfræðin og hagvöxtur innan þolmarka jarðar hafa fyrir fjárfestingar, upplýsingagjöf um rekstur fyrirtækja, lög og reglur og orkuskipti um heim allan.

 • Ráðstefnunni verður streymt á síðum Vísis, Mbl, RÚV og Stundarinnar.
 • Hér má senda inn spurningar sem bornar verða upp í panel umræðum með “keynote” ræðufólki Janúarráðstefna Festu 2022 (google.com)

Sjá dagskrá hér neðar á síðunni.

Kate Raworth  

Can Iceland live in the doughnut?

Kate Raworth er höfundur kleinuhringja hagfræðinnar (e. Doughnut Economics). Kleinuhringja hagfræðin er byggð á hagfræðilíkani sem leitast eftir því að finna jafnvægi milli grunnþarfa mannkynsins innan þolmarka jarðarinnar (e. Planetery Bounderies).  

Kate Raworth starfar og kennir í Oxford University’s Environmental Change Institute þar sem hún er “Senior Associate”.  Þá er hún einnig prófessor hjá Amsterdam University of Applied Sciences og einn af stofnendum Doughnut Economics Action Lab (DEAL)

Hugmyndir Raworth um kleinuhringja hagkerfið hafa síðustu ár haft gríðarlega mikil áhrif um alla heim og má þar nefna borgir á borð við Amsterdam og Barcelona,  fjölmargar hreyfingar á borð við Extincion Rebellion, allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og Páfann í Róm.

 

Yfir 4 milljónir hafa horft á Ted fyrirlestur hennar – mælum með áhrifi.

Raworth er meðstofnandi  Doughnut Economics Action Lab (DEAL). DEAL er hluti af vaxandi alþjóðlegri hreyfingu um nýja og framsýna hagfræði. Markmið DEAL er að stuðla að innleiðingu hagfræði sem svara þörfum 21. aldarinnar. Hagfræði sem hefur auðgandi áhrif á vistkerfi jarðar og dreifir verðmæti milli fólks með jafnari hætti en ríkjandi hagkerfi gerir.

Raworth er höfundur metsölubókarinnar Doughnut Economics: seven ways to think like a 21st Century Economist, sem nú er fáanleg í Bóksölu Stúdenta. Bókin hefur verið þýdd á yfir 20 tungumál og hugmyndir hennar hafa haft áhrif á skipulag borga og samfélaga víða um heim. 

Kate er Senior Associate hjá Environmental Change Institute við Oxford háskóla, þar sem hún kennir í meistarnáminu: Environmental Change and Management. Hún er einnig Prófessor of Practice hjá Amsterdam University of Applied Sciences. Hún er meðlimur í Rómar klúbbnum (e. The club of Rome) og situr í ráðgjafaráði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. 

Kate hefur komið fram í The Guardian, The New Statesman, Newsweek.com, Wired.com, BBC,CNN world news, ABC and NPR, CBC og Al-Jazeera. The Guardian hefur sett hana á topp 10 lista sinn yfir tístara (e.tweeters) sem leggja áherslu á umbreytingu hagkerfisins. @KateRaworth 

Það er Festu mikill heiður að bjóða Kate Raworth velkomna á Janúarráðstefnu Festu 2022.

Hlekkir:

Dr. Johan Rockström

Beyond building back better – The role of Nature in a Post-COVID World

Johan Rockström forstöðumaður Potsdam Institute for Climate Impact Research í Þýskalandi, sem er ein að þeim stofnunum sem leiðir rannsóknir á loftslagsbreytingum og sjálfbærni á heimsvísu. Þá er hann einnig aðal- vísindamaður (e. Chief Scientist)  Conservation International. Áður stýrði hann (1) Stockholm Resilience Centre: Overview .

Johan er alþjóðlega viðurkenndur vísindamaður og hafa hans rannsóknir beinst að þrautseigju vistkerfa jarðar.

Rockström er þekktastur fyrir að leiða hópa vísindamanna við greiningu á þolmörkum jarðar (e.Planetary Boundaries).  Þolmörk jarðar útlista 9 ólík þolmörk. Þá greinir líkanið hvaða mörk við höfum nú þegar stigið yfir, hvar við nálgumst þolmörkin og hvar við erum í ágætri stöðu. 

Rúmlega fimm milljónir manna hafa hlustað á Ted fyrirlestra Rockström’s um þolmörk jarðarinnar. 

 

Rockström hefur verið verðlaunaður fyrir störf sín og í sumar kom út Netflix heimildarmynd um störf hans sem sjálfur David Attenborough talar inn á. Við mælum eindregið með áhorfi – Breaking Boundaries – The Science of Our Planet

Johan er ráðgjafi um málefni sjálfbærrar þróunar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, alþjólegum fundum Alþjóðaefnahagsráðsins (e.World Economic Forum) og á loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna (COP). Hann er formaður í ráðgjafanefnd EAT foundation og kom að EAT-Lancet greiningarvinnunni um matvælakerfi á heimsvísu, hvort og hvernig umbreytinga sé þörf. 

Rockström er höfundur bókanna Breaking Boundaries: The Science of Our Planet (2021) sem er fáanleg í Bóksölu stúdenta, og The Human Quest (2012) og Big World Small Planet (2015) í samstarfi með ljósmyndara National Geographic, Mattias Klum. Aðrar markverðar bækur eftir Rockström má nálgast hér.  

Það er Festu mikill heiður að bjóða Johan Rockström velkominn á Janúarráðstefnu Festu 2022.

Hlekkir:

Panel umræður

Á ráðstefnunni fáum við til okkar leiðtoga og sérfræðinga úr íslensku samfélagi í þrjár ólíkar panel umræður. Festa er einstaklega stolt af þeim öfluga hóp sem kemur að þessu með okkur og hlökkum til að eiga við þau samtal um hvernig við vinnum með áherslur ráðstefnunnar á íslenskum vettvangi.

Hér má senda inn spurningar sem bornar verða upp í panelumræðum Janúarráðstefnu Festu – hlekkur.

 

Hvernig ætlar fjármagn markvisst að stuðla að sjálfbærri framtíð? Langtíma hugsun og sýn fjárfesta

 • Ásthildur Otharsdóttir, meðeigandi og fjárfestingarstjóri Frumtaks Venture. Stýrir umræðum
 • Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka
 • Sigurlína Ingvarsdóttir, sjálfstæður ráðgjafi hjá Ingvarsdóttir ehf. Situr í stjórnum CRI, Eyris Vaxtar, Solid Clouds og Mussila
 • Soffía Gunnarsdóttir, forstöðumaður eignastýringasviðs Birtu lífeyrissjóðs
 • Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands

Breytingar á lögum og upplýsingagjöf um sjálfbæran rekstur: Hvað þýðir það fyrir atvinnulífið?

 • Tómas N.Möller, formaður Festu. Stýrir umræðum
 • Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
 • Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar
 • Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun
 • Eva Margrét Ævarsdóttir, lögmaður og ráðgjafi á sviði sjálfbærni hjá LEX

Orkuskipti og hringrásarhagkerfið. Hvaða stóru breytingar munu snúa við þróuninni?

 • Aðalheiður Snæbjarnardóttir, fulltrúi Festu í Loftslagsráði Íslands. Stýrir umræðum
 • Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri og aðjúnkt við Harvard háskóla
 • Friðrik Larsen, dósent við HÍ og framkvæmdastjóri brandr Global
 • Gunnar Tryggvason, sviðsstjóri viðskiptasviðs Faxaflóahafna
 • Jens Þórðarson, forstjóri Geo Salmo og fyrrverandi framkvæmdastjóri rekstrar hjá Icelandair
Sigríður Guðjónsdóttir og Lára Kristín Þorvaldsdóttir

Endurgjöfin

Fáum til okkar fulltrúa ungu kynslóðarinnar sem munu gefa okkur hreinskilna og beitta endurgjöf á dagskrá ráðstefnunnar og leggja með okkur línurnar fyrir næstu skref.

 • Lára Kristín Þorvaldsdóttir, umhverfisverkfræðingur á samfélagssviði hjá EFLU og fulltrúi Íslands hjá CATALY(C)ST*
 • Sigríður Guðjónsdóttir, sérfræðingur í notendarannsóknum á Þjónustu og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar og er einn stofnenda SPJARA fataleigu. Sigríður tók þátt í hringrásarleiðtogaprógrammi á vegum ReGeneration 2030 og Swedish Association for Responsible Consumption (Medveten Konsumtion) í sumar, stutt af Norrænu Ráðherranefndinni.**

*CATALY(C)ST er samstarfsverkefni EFLU og norrænu háskólanna DTU, KTH, NTNU og Aalto, styrkt af Nordic Innovation. Markmið verkefnisins er tvenns konar; annars vegar að efla og fræða ungt fólk um hringrásarhugsun í starfsemi fyrirtækja og hins vegar tengja ungt fólk og fyrirtæki saman í gegnum verkefni og vinnustofur. Með þessum aðferðum er markmiðið að hraða innleiðingu hringrásarhugsunar í starfsemi fyrirtækja.

** ReGeneration 2030 er hreyfing fyrir ungt fólk á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum og starfar undir Norrænu ráðherranefndinni. Markmið ReGeneration 2030 er að efla og virkja ungt fólk á svæðinu í að vinna í átt að sjálfbærri framtíð, m.a. í gegnum fræðslu, viðburði og leiðtogaþjálfun

Dagskrá

* first hour of the agenda will be in English

Fundarstjóri: Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu

 • 9:00 Fundarstjóri tekur á móti gestum við skjáinn
 • 9:05 Johan Rockström
  • Beyond building back better – The role of Nature in a Post-COVID World
 • 9:25 Kate Raworth
  • Can Iceland live in the doughnut?
 • 9:45 Panel umræður með Kate og Johan

10:00 hlé

 • 10:10 Tómas N. Möller, formaður Festu

Panelumræður ( sjá nánar ofar á síðunni)

 • 10:20 Hvernig ætlar fjármagn markvisst að stuðla að sjálfbærri framtíð?  Langtímahugsun og sýn fjárfesta
 • 10:40 Breytingar á lögum og upplýsingagjöf um sjálfbæran rekstur. Hvað þýðir það fyrir atvinnulífið?
 • 11:00 Orkuskipti og hringrásarhagkerfið. Hvaða stóru breytingar munu snúa við þróuninni?.

11:20 hlé

 • 11:30 Kynning á Aðildi 2022 – fellowship prógrammi Festu í samstarfi við Össur
 • 11:35 Endurgjöf frá fulltrúum ungmenna
  • Lára Kristín Þorvaldsdóttir, umhverfisverkfræðingur á samfélagssviði EFLU og fulltrúi Íslands í CATALY(C)ST
  • Sigríður Guðjónsdóttir sérfræðingur í notendarannsóknum á Þjónustu og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar, einn stofnenda SPJARA fataleigu og fulltrúi Íslands á vettvangi ReGeneration
 • 11:45 Samantekt, þakkir og lokaorð
 • 12:00 Ráðstefnulok

Beinn hlekkur á streymi: Janúarráðstefna Festu on Vimeo

Festa þakkar eftirtöldum aðildarfélögum sínum kærlega fyrir stuðninginn við Janúaráðstefnu Festu 2022:

Aðalstyrkaraðilar

 • Arion banki
 • Landsbankinn

Styrktaraðilar:

 • Íslandsbanki
 • Kvika
 • Sjóvá
 • Eimskip

Ásamt:

 • Sendiráð Svíþjóðar á Íslandi
 • Atvinnuvegaráðuneytið

Janúarráðstefna Festu verður kolefnisjöfnuð að fullu

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is