28.01 2021 – 09:00-12:00

Janú­ar­ráð­stefna Festu 2021 – Nýtt upp­haf
@Ra­f­rænn við­burð­ur


Beinn hlekk­ur á út­send­ingu – 28.janú­ar kl. 9:00 – hér

Að lok­inni út­send­ingu 28.janú­ar má nálg­ast ráð­stefn­una í heild sinni hér.

———————————————————————————–

Í ár er Festa 10 ára og í til­efni þess verð­ur ráð­stefn­an ein­stak­lega veg­leg. Hún fer fram með ra­f­ræn­um hætti, op­in öll­um án end­ur­gjalds, þökk sé styrktarað­il­um okk­ar Lands­bank­an­um, Ís­lands­banka, Verði – trygg­ing­um, Lands­virkj­un og Sænska sendi­ráð­inu.

Ráð­stefn­an verð­ur sýnd kl 9-12, 28. janú­ar. Henni verð­ur streymt inná miðla Festu ásamt nokkr­um helstu fréttamiðl­um lands­ins

Með þessu vilj­um við opna þenn­an stærsta vett­vang sjálf­bærni og sam­fé­lags­ábyrgð­ar fyr­ir öll­um þeim sem hafa áhuga.

Hvetj­um ykk­ur til að skrá ykk­ur hér fyr­ir of­an (“Skrá mæt­ingu”) og við send­um ykk­ur nán­ari upp­lýs­ing­ar og hlekki á efni tengt ráð­stefn­unni.

 • Ís­lensk­ur texti mun fylgja þeim er­ind­um sem flutt eru á ensku

_________________________________________________

Yf­ir­skrift ráð­stefn­unn­ar í ár er The Great Re­set eða Nýtt upp­haf  í anda áherslna hjá leið­andi stofn­un­um eins og Al­þjóða­efna­hags­ráðs­ins (e. World Economic For­um) og B Team  sem eru leið­andi í þeim umbreyt­ing­um sem þurfa að verða á  við­skipta- og stjórn­ar­hátt­um á heimsvísu.

Þar ein­blín­um við á að sú upp­bygg­ing sem blas­ir við okk­ur í kjöl­far af­leið­inga Covid-19 verði byggð á sjálf­bærni, þar sem við byggj­um upp at­vinnu­líf sem hug­ar að hag allra hag­að­ila.

Kynn­ið ykk­ur áhersl­ur The Great Re­set: B Team og  World Economic For­um

Af hverju Nýtt upp­haf/Great Re­set – 1:30 min mynd­band.

Cle­ar­ly, the will to build a better society does ex­ist. We must use it to secure the Great Re­set that we so badly need. That will require stronger and more ef­fecti­ve go­vern­ments, though this does not imply an ideological push for big­ger ones. And it will demand pri­vate-sector eng­a­gement every step of the way. 

_________________________________________________

Hér fyr­ir neð­an má kynna sér dag­skrá ráð­stefn­unn­ar og kynna sér nán­ar þann hóp sem mun koma að ráð­stefn­unni í ár.

Hlökk­um til að tak­ast á við Nýtt upp­haf með ykk­ur!

Dag­skrá:

 • Festa 10 ára
  • Tóm­as N. Möller formað­ur Festu og Hrund Gunn­steins­dótt­ir fram­kvæmd­ar­stjóri Festu
 • Hvað felst í hinu Nýja upp­hafi – The Great Re­set
  • Nicole Schwab fram­kvæmd­ar­stjóri Nature Based Soluti­ons @World Economic For­um
 • Hvert er þitt hlut­verk í Nýju upp­hafi?
  • Halla Tóm­as­dótt­ir for­stjóri B Team
 • Leið­tog­ar úr ís­lensku at­vinnu­lífi taka stöð­una
 • AЭILDI 2021 kynnt til leiks
 • Hvaða Gráu nas­hyrn­ing­ar verða á vegi okk­ar á ár­inu?
  • Michele Wucker met­sölu­höf­und­ur og for­stjóri Gray Rhino & Comp­any
 • Mikl­ar umbreyt­ing­ar: Hröð­um fram­gangi heims­mark­mið­anna
  • John McArth­ur for­stjóri mið­stöðv­ar um sjálf­bæra þró­un hjá Brook­ings stofn­un­inni
 • Drauma­fjár­fest­ing 2035
  • Sa­sja Beslik for­stjóri sjálf­bærra fjár­fest­inga hjá J. Safra Saras­in Bank
 • Leið­tog­ar úr ís­lensku at­vinnu­lífi taka stöð­una
 • Eru ís­lensk­ir stjórn­end­ur á grænni veg­ferð? – Græna veg­ferð­in, könn­un Deloitte með­al stjórn­enda um að­gerð­ir fyr­ir­tækja í lofts­lags­mál­um
  • Rakel Eva Sæv­ars­dótt­ir verk­efna­stjóri Deloitte
 • Leið­tog­ar úr ís­lensku at­vinnu­lífi taka stöð­una
 • Hvernig gekk að inn­leiða hringrás­ar­hag­kerf­ið á ár­inu? – Fjög­ur fyr­ir­tæki settu sér hringrás­ar markmið í upp­hafi árs 2020 – hvernig gekk?
 • Sjálf­bær vel­ferð – hug­vekja
  • Elísa­bet H. Brynj­ars­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur og verk­efna­stjóri Frú Ragn­heið­ar
 • Fund­ar­stjóri: Hrund Gunn­steins­dótt­ir

 

Það er ein­vala teymi sem við höf­um feng­ið með okk­ur sem ræðu­fólk og þátt­tak­end­ur í um­ræðu pall­borð­um.

 

 

Leið­tog­ar úr ís­lensku at­vinnu­lífi sem munu rýna í Nýtt upp­haf í ís­lensku sam­hengi í pall­borð­sum­ræð­um:

Þitt hlut­verk í hinu Nýja upp­hafi (e. Your role in The Great Re­set)

Halla Tóms­dótt­ir for­stjóri B Team

Halla Tóm­as­dótt­ir hef­ur frá ár­inu 2018 ver­ið  for­stjóri hins ein­staka B Team. B Team sem er al­þjóð­leg­ur sjálf­bærni vett­vang­ur áhrifa­fólks úr stjórn­mál­um og við­skipta­líf­inu. B Team var stofn­að ár­ið 2013 af Rich­ard Bran­son, stofn­anda Virg­in Group, og Jochen Zeitz, þá­ver­andi for­stjóra Puma og  í stjórn B Team sitja for­stjór­ar frá mörg­um stærstu fyr­ir­tækj­um heims, leið­tog­ar frá al­þjóða­sam­tök­um á borð við Sþ ásamt fyrr­um þjóð­ar­leið­tog­um.

Halla hef­ur í gegn­um tíð­ina starf­að sem stjórn­andi í at­vinnu­líf­inu, frum­kvöð­ull og fjár­fest­ir ásamt því að vera  for­setafram­bjóð­andi. Hún hef­ur alla tíð lagt áherslu á að stíga fram sem til­gangs­mið­að­ur, ein­læg­ur og hug­rakk­ur leið­togi sem tal­ar fyr­ir rétt­lát­um heimi fyr­ir alla. 

Halla er co-chair hjá al­þjóð­legu sam­tök­un­um Im­perati­ve 21, Im­perati­ve 21 – The Im­perati­ve of the 21st cent­ury is to RE­SET our economic system.  Sam­tök­in voru stofn­uð af al­þjóð­leg­um leið­tog­um úr at­vinnu­líf­inu á ár­inu 2020 í þeim til­gangi að vinna að nýju upp­hafi, það er að end­ur­ræsa hag­kerfi heims­ins – „re­set of our economy so that it works for everyo­ne and for the long term“.

 Halla hóf fer­il sinn sem stjórn­andi í Banda­ríkj­un­um hjá stór­fyr­ir­tækj­um Mars og Pepsi Cola. Á ferli sín­um hef­ur Halla kom­ið víða við. Með­al ann­ars kom hún að upp­bygg­ingu Há­skól­ans í Reykja­vík og leiddi verk­efn­ið „Auð­ur í krafti kvenna“, sem sett var á lagg­irn­ar ár­ið 2000 til að efla at­vinnu­sköp­un­ fyr­ir kon­ur.

Ár­ið 2006 tók hún við stöðu fram­kvæmda­stjóra Við­skipta­ráðs og var hún fyrsta kon­an til að gegna því hlut­verki. Halla sagði þar upp störf­um til að stofna fyr­ir­tæk­ið Auði Capital. Auð­ur Capital komst skað­laust í gegn­um efna­hags­hrun­ið ár­ið 2008 og  var eig­ið fé Auð­ar Capital met­ið á 1,1 millj­arð króna ár­ið 2010 og var fé­lag­ið þá skuld­laust.

Í kjöl­far hruns­ins tók Halla virk­an þátt í um­ræð­um og verk­efn­um sem sneru að upp­bygg­ingu Ís­lands. Halla var hluti af þeim hóp sem hrinti í fram­kvæmd Þjóð­fundi ár­ið 2009, þar sem slembiúr­tak ís­lensku þjóð­ar­inn­ar kom sam­an í Laug­ar­dals­höll til að ræða þau grunn­gildi og þá fram­tíð­ar­sýn sem myndi varða leið upp­bygg­ing­ar í kjöl­far hruns­ins.

Ár­ið 2016 var Halla einn af fram­bjóð­end­um til embætt­is for­seta Ís­lands. Fram­boð Höllu vakti verð­skuld­aða at­hygli um all­an heim þar sem þrátt fyr­ir að kann­an­ir hafi lengi vel ekki spáð henni miklu fylgi þá hlaut hún á end­um 30% at­kvæða og lenti í öðru sæti með gott for­skot á aðra fram­bjóð­end­ur. 

 

Now, we must RE­SET our economy to deli­ver shared prosper­ity and well-being for all stakeholders.

Hvað felst í Nýju upp­hafi – The Great Re­set?

Nicole Schwab fram­kvæmd­ar­stjóri Nature Based Soluti­ons hjá Al­þjóða­efna­hags­ráð­inu

Nicole Schwab er einn af fram­kvæmda­stjór­um The Plat­form to Accelera­te Nature-Based Soluti­ons og  1t.org hjá Al­þjóða­efna­hags­ráð­inu. Hún hóf fer­il sinn í stefnu­mót­un­ar­vinnu við upp­bygg­ingu heil­brigðis­kerf­is á And­es svæð­inu fyr­ir yf­ir­völd í Boli­víu og Al­þjóða­bank­ann. Nicole kom að stofn­un vett­vangs­ins Young Global Lea­ders inn­an Al­þjóða­efna­hags­ráðs­ins, ásamt föð­ur sín­um Klaus Schwab stofn­andi Al­þjóða­efna­hags­ráðs­ins. Hún er í dag formað­ur stjórn­ar Young Global Lea­ders. 

Ár­ið 2009 stofn­aði hún ED­GE Certified Foundati­on, vott­un­ar­stað­al sem mið­ar að jafn­rétti kynj­anna á vinnu­mark­aði, stað­al­inn er nú í notk­un hjá yf­ir 250 al­þjóð­leg­um fyr­ir­tækj­um í 40 lönd­um. Nicole hef­ur þá gengt hlut­verki ráð­gjafa og stefnu­mót­un­ar sérð­fræð­ings hjá fé­laga­sam­tök­um þar sem unn­ið er mark­visst með teng­inu um­hverf­is­mála og kynja­jafn­rétt­is, þar á með­al er Nati­onal Geograp­hic Society’s –  Campaign for Nature.  Ár­ið 2014 gaf hún út  verð­launa­bók­ina The Heart of the La­byr­inth

Síð­ustu miss­eri hef­ur hún stýrt átaki World Economic For­um, The Plat­form to Accelera­te Nature-Based Soluti­ons,  sem snýr með­al ann­ars að því að at­vinnu­líf­ið taki sér stöðu þeg­ar kem­ur að því að hafa auðg­andi áhrif (e. re­genera­te) á nátt­úrauð­lind­ir. Þar vinn­ur hún að því að skapa skýra teng­ingu á milli lofts­lags­breyt­inga og líf­fræði­legs fjöl­breyti­leika og hvernig við get­um tek­ið ábyrgð og ver­ið hluti af lausn­inni. Þarna hef­ur hún bent á þau gíf­ur­lega tæki­færi sem fel­ast í “The Great Re­set” í kjöl­far Covid-19, tæki­færi til að skapa breyt­ing­ar og leggja fram lausn­ir.

 

The cris­is has shown us that things can shift very rapidly when we put our minds to it

Mikl­ar umbreyt­ing­ar: Hröð­um fram­gangi heims­mark­miða SÞ (e. Great Transiti­ons: Dou­bling Down on the Sustaina­ble Develop­ment Goals)

John McArth­ur, for­stjóri mið­stöðv­ar um sjálf­bæra þró­un hjá Brook­ings stofn­un­inni.

John er „seni­or fellow“ hjá Brook­ings, seni­or ráð­gjafi hjá United Nati­ons Foundati­on, og stjórn­ar­formað­ur Al­þjóð­legu þró­unar­rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar­inn­ar (e. In­ternati­onal Develop­ment Rese­arch Centre). Hann sit­ur í ráð­gjafa­nefnd UNICEF og stýri­hóp stjórn­valda í Kan­ada um fram­tíð­ar­sýn og stefnu­mót­un. Hann er með­stofn­andi „17 her­bergja“ frum­kvæð­is­ins sem er ný­stár­leg leið til að hvetja til að­gerða sem miða að því að hraða fram­gangi heims­mark­miða Sam­ein­uðu þjóð­anna um sjálf­bæra þró­un.

McArth­ur var áð­ur for­stjóri Millenni­um Promise, al­þjóð­legra sam­taka um þús­ald­ar­markmið Sam­ein­uðu þjóð­anna. Hann var að­stoð­ar­for­stjóri UN Millenni­um Proj­ect, sjálf­stæðu ráð­gjaf­a­ráði Kofi Ann­ans, fyrr­ver­andi að­al­rit­ara Sþ. Ráð­ið hafði það hlut­verk að ráð­leggja við gerð að­gerðaráætl­un­ar sem mið­uð var að því að ná þús­ald­ar­mark­mið­un­um. Hann hef­ur víð­tæka reynslu af því að leiða sam­an að­ila í stefnu­mót­un um all­an heim, ut­an um þús­ald­ar­mark­mið­in og nú heims­mark­mið­in.

Hann var þá for­stjóri yf­ir stefnu­mál­um hjá Earth Institu­te hjá Col­umb­ia há­skóla. Kenn­ari við Col­umb­ia há­skóla,  formað­ur al­þjóð­legr­ar nefnd­ar um mennt­un og sjálf­bærni í verki, verk­efna­stjóri Global Com­pe­titi­veness Report, vann við rann­sókn­ir hjá Har­vard stofn­un­inni um al­þjóð­lega þró­un.

John McArth­ur lagði drög að þverfag­legu há­skóla­námi sem mið­ar að því að þjálfa kyn­slóð sjálf­bærn­isér­fræð­inga, náms­leið­in er nú kennd í fimm heims­álf­um.  Hann var formað­ur Global Ag­enda Council hjá Al­þjóða­efna­hags­ráð­inu og sit­ur nú í ráð­gjaf­a­ráði Al­þjóða­efna­hags­ráðs­ins um sjálf­bærni og sam­keppn­is­hæfni. Þá á hann sæti í  al­þjóð­legu fram­tíð­ar­ráði Al­þjóða­efna­hags­ráðs­ins sem er með fókus á al­þjóð­lega stjórn­un og sam­starf milli einka- og op­in­bera geir­ans.

John McArth­ur hef­ur kom­ið að út­gáfu fjölda bóka og fræði­greina, þar má nefna bók­ina Lea­ve No One Behind: Time for Specifics on the Sustaina­ble Develop­ment Goals sem kom út ár­ið 2019  og From Summits to Soluti­ons: Innovati­ons in Imp­lement­ing the Sustaina­ble Develop­ment Goals frá ár­inu 2018.  Rann­sókn­ir og grein­ar eft­ir John, og við­töl við hann, hafa birst í öll­um helstu fjöl­miðl­um og sér­fæði­rit­um á hans sviði.

Everyo­ne can contri­bu­te. The opport­unity is a world of inclusi­on, resilience, and sustaina­bility for all

Nýtt upp­haf og grá­ir nas­hyrn­ing­ar á veg­in­um (e. The Great Re­set and the Gray Rhinos Ahead of Us)

Michele Wucker, met­sölu­höf­und­ur, for­stjóri og stofn­andi Gray Rhino & Comp­any.

Fyr­ir­tæk­ið, The Gray Rhino & Comp­any, heit­ir eft­ir al­þjóð­legri met­sölu­bók Michele – The Gray Rhino: How to Recogn­ize and Act on the Obvi­ous Dan­gers We Ign­ore. Hún ráð­legg­ur leið­tog­um, stofn­un­um og sam­fé­lög­um af ýmsu tagi að koma auga á og und­ir­búa sig fyr­ir „Gray Rhino áhætt­ur“: hug­tak sem lagði fram til að ná ut­an um áskor­an­ir sem eru aug­ljós­ar en jafn­framt er gjarn­an lit­ið fram­hjá, þrátt fyr­ir stærð þeirra – og stund­um ein­mitt útaf stærð þeirra.

Með­al leið­toga sem leit­að hafa í þekk­ing­ar­heim Michele er Xi Jin­ping for­seti Kína. Hann vís­aði í verk Michele í frægu ávarpi á fundi komm­ún­ista­flokks­ins í Kína í janú­ar 2019, þeg­ar hann sagði æðstu stjórn­end­um flokks­ins að Kína yrði að vera á varð­bergi gagn­vart mjög ólík­leg­um, óhugs­an­leg­um „svört­um svön­um“ og á sama tíma verja sig fyr­ir mjög lík­leg­um en oft yf­ir­séð­um og van­rækt­um „grá­um nas­hyrn­ing­um“.

Michele hef­ur yf­ir þriggja ára­tuga reynslu af strategí­um, hag­fræði og fjár­mál­um og op­in­berri stefnu­mót­un og áhættu­stjórn­un. Michele hef­ur kom­ið fram á CNN, í The New York Times, Wall Street Journal, the Guar­di­an, Nati­onal Pu­blic Radio í Banda­ríkj­un­um ásamt fjölda ann­ara frétta­veita um all­an heim.

Með­al við­ur­kenn­inga sem hún hef­ur hlot­ið fyr­ir störf sín er Gug­genheim Fellow, American Council on Ger­many Young Lea­der, Women‘s Media Center Wom­an Mak­ing History, World Economic For­um Young Global Lea­ders.

Hún er fyrr­ver­andi for­seti World Policy Institu­te, vara­for­seti Al­þjóða­fræða hjá The Chicago Council on Global Affairs og frétta­stjóri yf­ir lat­nesku Am­er­íku hjá In­ternati­onal Fin­anc­ing Review.

No, the corona­virus pand­emic wasn’t an ‘un­for­eseen problem

 Drauma­fjár­fest­ing­in ár­ið 2035 (e.The dream in­vest­ment in 2035)

Sa­sja Beslik, for­stjóri sjálf­bærra fjár­fest­inga hjá J. Safra Saras­in bank­an­um í Sviss.

Sa­sja er marg­verð­laun­að­ur al­þjóð­leg­ur fjár­fest­ir á sviði sjálf­bærni. Sa­sja Beslik var val­inn banka­mað­ur árs­ins í Sví­þjóð ár­ið 2016, fékk heið­ursorðu Sví­a­kon­ungs 2013 fyr­ir framúrsk­ar­andi fram­lags til þró­un­ar-, um­hverf­is­mála og sjálf­bærni inn­an fjár­mála­geir­ans í Sví­þjóð. Hann hef­ur ein­staka þekk­ingu og inn­sýn á þeim tæki­fær­um sem fylgja sjálf­bærn­um fjár­fest­ing­um.

Sjálf­bærni­sjóð­ur sem Sa­sja stofn­aði hjá Nordea ár­ið 2011 var val­inn besti hluta­bréfa­sjóð­ur­inn í Sví­þjóð 2017, fyrsti sjálf­bærni­sjóð­ur­inn til að fá þessi verð­laun. Hann var val­in Young Global Lea­der af Al­þjóða­efna­hags­ráð­inu ár­ið 2011. Frá ár­inu 2009 starf­aði hann fyr­ir Nordea sem yf­ir­mað­ur sam­fé­lags­lega ábyrgra fjár­fest­inga, for­stjóri fjár­fest­inga­sjóða í Sví­þjóð 2011 og for­stjóri sjálf­bærra fjár­mála áð­ur en hann færði sig yf­ir til J. Safra Saras­in. Sa­sja gaf út bók­in Guld och gröna skog­ar ár­ið 2019.

Fyrr á ár­inu hóf Sa­sja út­gáfa viku­legra ra­f­rænna frétta­bréfa: ESG* on a Sundays. Þar fer hann viku­lega yf­ir það sem stend­ur upp úr í heimi sjálf­bærni, fjár­fest­inga og at­vinnu­lífs­ins á al­þjóða­vett­vangi. Frétta­bréf­ið hef­ur vak­ið mikla at­hygli og þar er sann­ar­lega ekki far­ið í mála­miðl­an­ir eða dans­að í kring­um hlut­ina – mæl­um með áskrift.

Sa­sja Beslik vakti mikla at­hygli hér á landi þeg­ar hann tók þátt í Við­skipta­þingi, Við­skipta­ráðs Ís­lands, á ár­inu 2020.

 

*E/U= um­hverfi, S/F= social issu­es og G/S = stjórn­ar­hætt­ir

Green bonds do of­fer be­nef­its, and despite a tough time dur­ing COVID-19, the green bond mar­ket is likely to cont­inue to grow over the next deca­de.

Hug­vekja: Sjálf­bær vel­ferð

Elísa­bet H. Brynj­ars­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur og verk­efna­stjóri Frú Ragn­heið­ar – skaða­minnk­un.

Elísa­bet H. Brynj­ars­dótt­ir er 27 ára gam­all hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur úr Kópa­vogi. Í námi sínu tók hún þátt í að stofna geð­fræðslu­fé­lag­ið Hug­rún og var kjör­in formað­ur. Þá var hún kjör­in for­seti Stúd­enta­ráðs Há­skóla Ís­lands ár­ið 2018 þar sem hún tók með­al ann­ars þátt í stofn­un lofts­lags­verk­falls­ins. Ár­in 2018-2020 sinnti hún starfi stúd­enta­for­seta fyr­ir hönd rúm­lega 250 þús­und stúd­enta í evr­ópska há­skóla­net­inu Aur­ora network.

Elísa­bet út­skrif­að­ist frá Há­skóla Ís­lands ár­ið 2017 sem hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur og hef­ur síð­an þá starf­að hjá Rauða kross­in­um í Frú Ragn­heiði – skaða­minnk­un­ar­verk­efni. Þar hef­ur hún tek­ið þátt í að auka að­gengi jað­ar­settra ein­stak­linga að heil­brigð­is­þjón­ustu út frá skaða­minnk­andi hug­mynda­fræði og gild­um sjálf­bærni, sam­fé­lags­legr­ar ábyrgð­ar og öfl­ugu not­enda­sam­ráði.

Hjá Frú Ragn­heiði hef­ur hún leitt og stutt við stór­an hóp af sjálf­boða­lið­um sem hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur og nú ný­lega sem verk­efna­stjóri verk­efn­is­ins.

Í nóv­em­ber ár­ið 2020 hlaut hún verð­laun JCI sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur fyr­ir störf sín í þágu mann­úð­ar og sjálf­boða­lið­astarfa.

Eru ís­lensk­ir stjórn­end­ur á grænni veg­ferð?

Rakel Eva Sæv­ars­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá Deloitte

Um­ræð­ur og vænt­ing­ar um að­gerð­ir fyr­ir­tækja í lofts­lags­mál­um hafa auk­ist til muna á síð­ast­liðn­um ár­um. Til að meta stöðu ís­lenskra fyr­ir­tækja á grænu veg­ferð­inni, sem og til að auka skiln­ing á við­brögð­um stjórn­enda í lofts­lags­mál­um sendi Deloitte könn­un til stjórn­enda 300 stærstu fyr­ir­tækja lands­ins í nóv­em­ber síð­ast­liðn­um.
Nið­ur­stöð­ur þess­ar­ar mik­il­vægu rann­sókn­ar verða kynnt­ar á Janú­ar­ráð­stefna Festu 2021.
 
Rakel Eva Sæv­ars­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá Deloitte, mun kynna nið­ur­stöð­ur könn­un­ar­inn­ar en með könn­un­inni von­ast Deloitte til að varpa ljósi á stöðu fyr­ir­tækja í land­inu og hvernig stjórn­end­ur þeirra tak­ast á við lofts­lags­áskor­un­in.
 
Enn frem­ur lít­ur Deloitte svo á að nið­ur­stöð­urn­ar séu mik­il­vægt inn­legg í frek­ari stefnu­mörk­un og um­ræð­ur um lofts­lags­mál hér á landi.
Hrund Gunn­steins­dótt­ir fram­kvæmd­ar­stjóri Festu og Tóm­as N. Möller formað­ur Festu stýra dag­skráliðn­um: Festa 10 ára
Á Janú­ar­ráð­stefnu Festu 2020 settu nokk­ur fyr­ir­tæki sér hug­rökk hringrás­ar-markmið fyr­ir næstu 12 mán­uði. Þau mæta nú, ári síð­ar, og segja okk­ur frá því hvernig gekk. Náð­ust mark­mið­in? Hverj­ar voru áskor­an­irn­ar? Hvað gekk vel og hvað hefði mátt fara bet­ur?
Á ráð­stefn­unni mun­um við kynna hvað það þýð­ir að vera Að­ildi og svipta hul­unni af því hver voru val­in, úr stór­um hópi um­sækj­enda, til að taka þátt á ár­inu 2021.

Hér má lesa allt um Janú­ar­ráð­stefnu  Festu 2020.

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is