17.01 2019 – 08:30-12:15

Janú­ar­ráð­stefna Festu 2019
@Silf­ur­berg, Harpa

Aust­ur­bakki 2
101 Reykjavík

Janú­ar­ráð­stefna Festu er haldin í sjötta sinn fimmtu­daginn, 17. janúar 2019 í Silf­ur­bergi, Hörpu. Janú­ar­ráð­stefna Festu er stærsti viðburður ársins á sviði sjálf­bærni og samfé­lags­ábyrgðar fyrir­tækja en þar koma saman sérfræð­ingar og leið­togar úr atvinnu­lífinu og fjalla um ávinn­ingin sem hlýst af innleið­ingu slíkrar stefnu­mót­unar. Tryggðu þér miða — síðast var uppselt.

Yfir­skriftin að þessu sinni er „Viðskipta­módel fyrir nýjan veru­leika“ og áherslan er á nýsköpun með samfé­lags­ábyrgð að leið­ar­ljósi. Fókusinn er á hvernig fyrir­tæki og stofn­anir geta nýtt hugmynda­fræði um sjálf­bærni og samfé­lags­ábyrgð til þess að skapa meira virði. Einvalalið leið­toga úr íslensku og erlendu atvinnu­lífi ræðir um samfé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni til þess að auka arðsemi íslenskra fyrir­tækja og stofnana.

Hvenær: 17. janúar 2019 kl. 08.30-12.15
Hvar: Harpa, Silf­ur­berg
Fyrir hverja: Stjórn­endur fyrir­tækja, áhuga­sama og áhrifa­valda um samfé­lags­ábyrgð

Dagskrá

8.30 Skráning og morg­un­matur

9.00 Opnun­ar­ávarp
Hrönn Ingólfs­dóttir, formaður Festu

09.10 Hvernig stöndum við okkur?
Gísli Steinar Ingólfsson, fram­kvæmda­stjóri EMC rann­sókna, ræðir niður­stöður rann­sóknar um viðhorf lands­manna til samfé­lags­legrar ábyrgðar íslenskra fyrir­tækja.

9.30 Þrjár umræðu­stofur

A – Ný viðskipta­módel
Hvers konar viðskipta­módel styður við sjálf­bærni?

B – Breyt­inga­stjórnun
Hvernig á að virkja starfs­fólk í innleið­ingu á nýju viðskipta­módeli?

C – Ábyrgar fjár­fest­ingar
Ábyrgar fjár­fest­ingar ýta undir sjálf­bærni.

11.00 Hlé

11.15 Kasper Larsen, KLS PurePrint
Nýtt viðskipta­módel fyrir nýjan veru­leika.
Danska prent­smiðjan KLS PurePrint innleiddi nýtt viðskipta­módel með sjálf­bærni og samfé­lags­ábyrgð að leið­ar­ljósi til þess koma til móts við nýjar kröfur og nýjan veru­leika. Dæmi­saga sem íslensk fyrir­tæki geta tengt við.

11.45 Hrefna Sigfinns­dóttir, stjórn­ar­form. IcelandSIF
Ábyrgar fjár­fest­ingar eru mikil­vægt hreyfiafl.
Hvaða straumar og stefnur eru í ábyrgum fjár­fest­ingum — og hvað er að gerast í lönd­unum í kringum okkur?

Fund­ar­stjóri: Hrund Gunn­steins­dóttir.

Almennt ráðstefnu­gjald: 22.900.-
Félagar í Festu: 15.900.-

Yfirlit viðburða