18.03 2020 – 08:30-10:00

Hvernig kol­efnis­jöfn­um við ráð­stefn­ur og við­burði? – frítt nám­skeið fyr­ir að­ild­ar­fé­lög Festu
@Háskólinn í Reykavík #V102


Frestað – ný tímasetning auglýst þegar samkomubanni hefur verið aflýst.

Hvernig kolefnisjöfnum við ráðstefnur og viðburði? – námskeið fyrir aðildarfélög Festu.

Í ár fórum við þá leið að kolefnisjafna  heildar umfang Janúarráðstefnu Festu 2020 og nýttum við til þess aðferðarfræði og tól sem Loftslagsstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur lagt til.

 

  • Hvernig reiknum við kolefnisfótspor viðburða?
  • Hvaða leiðir má fara til að draga úr því fótspori? Hvaða leiðir eru farnar til að kolefnisjafna?
  • Hvernig fáum við viðburði vottaða frá UN Climate Neutral Now sáttamálanum?

Til að deila þessari þekkingu  bjóðum við aðildarfélögum Festu til námskeiðs þar sem Ásdís Nína Magnúsdóttir mun sjá um kennslu. Ásdís leiddi þessa vinnu við Janúarráðstefnu Festu en hún starfaði hjá Loftslagsstofnun Sameinuðu þjóðanna í Bonn við sambærileg verkefni.

Námskeiðið fer fram 18.mars frá 8:30 – 10:00 í Háskóla Reykjavíkur í stofu V102 og er eingöngu opið fyrir aðildarfélög Festu og er þeim að kostnaðarlausu.

Nauðsynlegt er að skrá sig ( sjá hlekk efst)  – velkomið er að skrá fleiri en einn fulltrúa frá hverju aðildarfélagi

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is