18.03 2020 – 08:30-10:00

Hvernig kolefnis­jöfnum við ráðstefnur og viðburði? – frítt námskeið fyrir aðild­ar­félög Festu
@Háskólinn í Reykavík #V102


Frestað – ný tíma­setning auglýst þegar samkomu­banni hefur verið aflýst.

Hvernig kolefnis­jöfnum við ráðstefnur og viðburði? – námskeið fyrir aðild­ar­félög Festu.

Í ár fórum við þá leið að kolefnis­jafna  heildar umfang Janú­ar­ráð­stefnu Festu 2020 og nýttum við til þess aðferð­ar­fræði og tól sem Lofts­lags­stofnun Sameinuðu þjóð­anna hefur lagt til.

 

  • Hvernig reiknum við kolefn­is­fót­spor viðburða?
  • Hvaða leiðir má fara til að draga úr því fótspori? Hvaða leiðir eru farnar til að kolefnis­jafna?
  • Hvernig fáum við viðburði vottaða frá UN Climate Neutral Now sátta­mál­anum?

Til að deila þessari þekk­ingu  bjóðum við aðild­ar­fé­lögum Festu til námskeiðs þar sem Ásdís Nína Magnús­dóttir mun sjá um kennslu. Ásdís leiddi þessa vinnu við Janú­ar­ráð­stefnu Festu en hún starfaði hjá Lofts­lags­stofnun Sameinuðu þjóð­anna í Bonn við sambærileg verk­efni.

Námskeiðið fer fram 18.mars frá 8:30 – 10:00 í Háskóla Reykja­víkur í stofu V102 og er eingöngu opið fyrir aðild­ar­félög Festu og er þeim að kostn­að­ar­lausu.

Nauð­syn­legt er að skrá sig ( sjá hlekk efst)  – velkomið er að skrá fleiri en einn full­trúa frá hverju aðild­ar­fé­lagi

 

Yfirlit viðburða