Í ár fórum við þá leið að kolefnisjafna heildar umfang Janúarráðstefnu Festu 2020 og nýttum við til þess aðferðarfræði og tól sem Loftslagsstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur lagt til.
Til að deila þessari þekkingu bjóðum við aðildarfélögum Festu til námskeiðs þar sem Ásdís Nína Magnúsdóttir mun sjá um kennslu. Ásdís leiddi þessa vinnu við Janúarráðstefnu Festu en hún starfaði hjá Loftslagsstofnun Sameinuðu þjóðanna í Bonn við sambærileg verkefni.
Námskeiðið fer fram 18.mars frá 8:30 – 10:00 í Háskóla Reykjavíkur í stofu V102 og er eingöngu opið fyrir aðildarfélög Festu og er þeim að kostnaðarlausu.
Nauðsynlegt er að skrá sig ( sjá hlekk efst) – velkomið er að skrá fleiri en einn fulltrúa frá hverju aðildarfélagi