27.11 2019 – 08:30-10:00

Hvatn­ing­ar­verð­laun jafn­rétt­is­mála
@Há­tíða­sal­ur Há­skóla Ís­lands


Skrá mætingu

Hvatn­ing­ar­verð­laun jafn­rétt­is­mála 2019

At­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­ið, Festa – mið­stöð um sam­fé­lags­ábyrgð, Há­skóli Ís­lands, Sam­tök at­vinnu­lífs­ins og UN Women á Ís­landi , og standa að Hvatn­ing­ar­verð­laun­um jafn­rétt­is­mála. Verð­laun­in fyr­ir ár­ið 2019 verða veitt af Þór­dísi Kol­brúnu Gylfa­dótt­ur, at­vinnu­vega- og ný­sköp­una­ráð­herra,  há­tíð­lega við­höfn í Há­tíða­sal Há­skóla Ís­lands 27.nóv­em­ber. 

Mark­mið­ið með Hvatn­ing­ar­verð­laun­um jafn­rétt­is­mála er að vekja at­hygli á fyr­ir­tækj­um, sem sett hafa jafn­rétti á odd­inn og jafn­framt að hvetja önn­ur fyr­ir­tæki til þess að gera slíkt hið sama. Auk­ið jafn­rétti á vinnu­mark­aði er fyr­ir­tækj­um til heilla bæði út frá sam­fé­lags­ábyrgð og við­skipta­leg­um for­send­um. Við vinn­um þá fram­gangi heims­mark­miða Sam­ein­uðu þjóð­anna með því að stuðla að jafn­rétti og kalla ólík­ar radd­ir að borð­inu.

Dag­skrá morg­un­fund­ar 27.nóv­em­ber 2019 8:30  – 10:00

 • Hilm­ar Sig­urðs­son, for­stjóri Sagafilm handa­hafi Hvatn­ing­ar­verð­launa jafn­rétt­is­mála 2018
  • Jafn­rétti finnst í menn­ingu fyr­ir­tækja
 • Ás­dís Ýr Pét­urs­dótt­ir, for­stöðu­mað­ur sam­fé­lags­ábyrgð­ar og sam­skipta hjá Icelanda­ir
  • Til fyr­ir­mynd­ar í flug­inu!
 • Ólöf Júlí­us­dótt­ir, doktor í fé­lags­fræði frá Há­skóla Ís­lands
  • Valda­ó­jafn­vægi á vinnu­mark­aði: Fleyt­ir ást kvenna körl­um áfram í at­vinnu­líf­inu?
 • Af­hend­ing Hvatn­ing­ar­verð­launa jafn­rétt­is­mála 2019
  • Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, ferða­mála, iðn­að­ar og ný­sköp­un­ar­ráð­herra
 • Fund­ar­stjóri verð­ur Jón Atli Bene­dikts­son rektor Há­skóla Ís­lands

Fund­ur­inn er op­in öll­um og boð­ið verð­ur upp á kaffi­veitng­ar frá kl 8:10.

Skrán­ing fer fram hér.

Verð­laun­in eru nú veitt í sjötta sinn, en ár­ið 2018 var það Sagafilm sem hlaut verð­laun­in. Í áliti dóm­nefnd­ar kom m.a. eft­ir­far­andi fram: „Ár­ang­ur fyr­ir­tæks­ins í jafn­rétt­is­mál­um ber þess merki að stjórn­end­ur hafa sett skýr markmið og óhik­að hrund­ið þeim í fram­kvæmd. Saga Film starfar í geira þar sem karl­ar hafa ver­ið ráð­andi og því nauð­syn­legt að hafa ein­beitt­an vilja til að breyta því“.

Það fyll­ir mig af stolti að vinna hjá fyr­ir­tæki sem set­ur jafn­rétt­is­mál á odd­inn og fylg­ir þeim raun­veru­lega eft­ir“ seg­ir starfs­mað­ur SagaFilm og vitn­ar þar til þess að fyr­ir­tæk­ið hlaut Hvatn­inga­verð­laun­in ár­ið 2019

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is