27.11 2019 – 08:30-10:00

Hvatn­ing­ar­verð­laun jafn­rétt­is­mála
@Hátíðasalur Háskóla Íslands


Skrá mætingu

Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2019

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð, Háskóli Íslands, Samtök atvinnulífsins og UN Women á Íslandi , og standa að Hvatningarverðlaunum jafnréttismála. Verðlaunin fyrir árið 2019 verða veitt af Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur, atvinnuvega- og nýsköpunaráðherra,  hátíðlega viðhöfn í Hátíðasal Háskóla Íslands 27.nóvember. 

Markmiðið með Hvatningarverðlaunum jafnréttismála er að vekja athygli á fyrirtækjum, sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama. Aukið jafnrétti á vinnumarkaði er fyrirtækjum til heilla bæði út frá samfélagsábyrgð og viðskiptalegum forsendum. Við vinnum þá framgangi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna með því að stuðla að jafnrétti og kalla ólíkar raddir að borðinu.

Dagskrá morgunfundar 27.nóvember 2019 8:30  – 10:00

 • Hilmar Sigurðsson, forstjóri Sagafilm handahafi Hvatningarverðlauna jafnréttismála 2018
  • Jafnrétti finnst í menningu fyrirtækja
 • Ásdís Ýr Pétursdóttir, forstöðumaður samfélagsábyrgðar og samskipta hjá Icelandair
  • Til fyrirmyndar í fluginu!
 • Ólöf Júlíusdóttir, doktor í félagsfræði frá Háskóla Íslands
  • Valdaójafnvægi á vinnumarkaði: Fleytir ást kvenna körlum áfram í atvinnulífinu?
 • Afhending Hvatningarverðlauna jafnréttismála 2019
  • Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar og nýsköpunarráðherra
 • Fundarstjóri verður Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands

Fundurinn er opin öllum og boðið verður upp á kaffiveitngar frá kl 8:10.

Skráning fer fram hér.

Verðlaunin eru nú veitt í sjötta sinn, en árið 2018 var það Sagafilm sem hlaut verðlaunin. Í áliti dómnefndar kom m.a. eftirfarandi fram: „Árangur fyrirtæksins í jafnréttismálum ber þess merki að stjórnendur hafa sett skýr markmið og óhikað hrundið þeim í framkvæmd. Saga Film starfar í geira þar sem karlar hafa verið ráðandi og því nauðsynlegt að hafa einbeittan vilja til að breyta því“.

Það fyllir mig af stolti að vinna hjá fyrirtæki sem setur jafnréttismál á oddinn og fylgir þeim raunverulega eftir“ segir starfsmaður SagaFilm og vitnar þar til þess að fyrirtækið hlaut Hvatningaverðlaunin árið 2019

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is