27.11 2019 – 08:30-10:00

Hvatn­ing­ar­verð­laun jafn­rétt­is­mála
@Hátíða­salur Háskóla Íslands


Skrá mætingu

Hvatn­ing­ar­verð­laun jafn­rétt­is­mála 2019

Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið, Festa – miðstöð um samfé­lags­ábyrgð, Háskóli Íslands, Samtök atvinnu­lífsins og UN Women á Íslandi , og standa að Hvatn­ing­ar­verð­launum jafn­rétt­is­mála. Verð­launin fyrir árið 2019 verða veitt af Þórdísi Kolbrúnu Gylfa­dóttur, atvinnu­vega- og nýsköp­una­ráð­herra,  hátíð­lega viðhöfn í Hátíðasal Háskóla Íslands 27.nóvember. 

Mark­miðið með Hvatn­ing­ar­verð­launum jafn­rétt­is­mála er að vekja athygli á fyrir­tækjum, sem sett hafa jafn­rétti á oddinn og jafn­framt að hvetja önnur fyrir­tæki til þess að gera slíkt hið sama. Aukið jafn­rétti á vinnu­markaði er fyrir­tækjum til heilla bæði út frá samfé­lags­ábyrgð og viðskipta­legum forsendum. Við vinnum þá fram­gangi heims­mark­miða Sameinuðu þjóð­anna með því að stuðla að jafn­rétti og kalla ólíkar raddir að borðinu.

Dagskrá morg­un­fundar 27.nóvember 2019 8:30  – 10:00

 • Hilmar Sigurðsson, forstjóri Sagafilm handa­hafi Hvatn­ing­ar­verð­launa jafn­rétt­is­mála 2018
  • Jafn­rétti finnst í menn­ingu fyrir­tækja
 • Ásdís Ýr Péturs­dóttir, forstöðu­maður samfé­lags­ábyrgðar og samskipta hjá Icelandair
  • Til fyrir­myndar í fluginu!
 • Ólöf Júlí­us­dóttir, doktor í félags­fræði frá Háskóla Íslands
  • Valda­ó­jafn­vægi á vinnu­markaði: Fleytir ást kvenna körlum áfram í atvinnu­lífinu?
 • Afhending Hvatn­ing­ar­verð­launa jafn­rétt­is­mála 2019
  • Þórdís Kolbrún R. Gylfa­dóttir, ferða­mála, iðnaðar og nýsköp­un­ar­ráð­herra
 • Fund­ar­stjóri verður Jón Atli Bene­diktsson rektor Háskóla Íslands

Fund­urinn er opin öllum og boðið verður upp á kaffi­veitngar frá kl 8:10.

Skráning fer fram hér.

Verð­launin eru nú veitt í sjötta sinn, en árið 2018 var það Sagafilm sem hlaut verð­launin. Í áliti dómnefndar kom m.a. eftir­far­andi fram: „Árangur fyrir­tæksins í jafn­rétt­is­málum ber þess merki að stjórn­endur hafa sett skýr markmið og óhikað hrundið þeim í fram­kvæmd. Saga Film starfar í geira þar sem karlar hafa verið ráðandi og því nauð­syn­legt að hafa einbeittan vilja til að breyta því“.

Það fyllir mig af stolti að vinna hjá fyrir­tæki sem setur jafn­rétt­ismál á oddinn og fylgir þeim raun­veru­lega eftir“ segir starfs­maður SagaFilm og vitnar þar til þess að fyrir­tækið hlaut Hvatn­inga­verð­launin árið 2019

 

 

 

 

Yfirlit viðburða