27.11 2019 – 08:30-10:00

Hvatn­ing­ar­verð­laun jafn­rétt­is­mála – tilnefn­ingar
@Hátíð­ar­salur Háskóla Íslands


Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið, lands­nefnd UN Women á Íslandi, Samtök atvinnu­lífsins, Festa – miðstöð um samfé­lags­ábyrgð og Háskóli Íslands standa að Hvatn­ing­ar­verð­launum jafn­rétt­is­mála.

Mark­miðið með Hvatn­ing­ar­verð­launum jafn­rétt­is­mála er að vekja athygli á fyrir­tækjum, sem sett hafa jafn­rétti á oddinn og jafn­framt að hvetja önnur fyrir­tæki til þess að gera slíkt hið sama. Aukið jafn­rétti á atvinnu­markaði er ekki einungis laga­lega og siðferð­is­lega rétt, heldur er það fyrir­tækjum til heilla bæði út frá samfé­lags­ábyrgð og viðskipta­legum forsendum.

Verð­launin eru nú veitt í sjötta sinn, en árið 2018 var það Sagafilm sem hlaut verð­launin. Í áliti dómnefndar kom m.a. fram: „Árangur fyrir­tæksins í jafn­rétt­is­málum ber þess merki að stjórn­endur hafa sett skýr markmið og óhikað hrundið þeim í fram­kvæmd. Saga Film starfar í geira þar sem karlar hafa verið ráðandi og því nauð­syn­legt að hafa einbeittan vilja til að breyta því“.

Tekið verður við tilnefn­ingum á heima­síðu Samtaka atvinnu­lífsins,  www.sa.is, opnað verður fyrir tilnefn­ingar 23.október og hægt að skila þeim inn fram til 8.nóvember.

Við hvetjum öll til að tilnefna þau fyrir­tæki eða aðrar rekst­arein­ingar sem unnið hafa að því að skapa góða fyrir­tækja­menn­ingu þar sem jafn­rétti og virðing fyrir fjöl­breyti­leika samfé­lagsins liggja til grund­vallar.

Þórdís Kolbrún Gylfa­dóttir, atvinnu­vega- og nýsköp­una­ráð­herra, mun afhenda verð­launin við hátíð­lega viðhöfn í hátíð­arsal Háskóla Íslands 27.nóvember. Nánari dagskrá viðburð­arins verður auglýst síðar.

Yfirlit viðburða