17.05 2021 – 13:00-16:00

Heims­mark­mið­in – áhrifa­rík inn­leið­ing í rekstri
@Mannvit


Festa og Mannvit bjóða aðildarfélögum Festu til vinnustofu þar sem farið verður yfir hvað felst í árangursríkri innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Einstakt tækifæri til að kynnast því hvernig við getum á markvissan hátt unnið með heimsmarkmiðin og innleitt þau í okkar kjarnastarfsemi.

Námskeiðslýsing

Markmið ör-námskeiðs um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er að þátttakendur hafi þau tæki og tól í höndunum sem þau þurfa til þess að vinna að árangursríkri innleiðingu heimsmarkmiðanna í sinn rekstur að vinnustofu lokinni. Á vinnustofunni verður farið yfir heimsmarkmiðin og áherslur Íslands, hvernig á að lesa – og skilja markmiðin, mælikvarða heimsmarkmiðana ásamt því sem að aðgerðir, áætlanir og áhrifarík innleiðing verður skoðuð. Fyrirtæki sem þegar hafa unnið í nokkurn tíma með markmiðin munu flytja ör-kynningar um sína vegferð.

  • Staðsetning: námskeiðið fer fram í fundarsal Mannvits, á 1. hæð í Urðarhvarfi 6 og yfir fjarfundarbúnað
  • Kennari: Sandra Rán Ásgrímsdóttir, sjálfbærniverkfræðingur hjá Mannvit
  • Tímasetning: 17. og 19.maí – báða dagana frá 13:00 – 16:00 ( alls 6 klst)
  • Skráning er nauðsynleg – við skráningu þarf að velja hvort þátttakendi kýs að taka þátt í raunheimum  (í húsnæði Mannvits) eða yfir fjarfundarbúnað. Miðum við að ekki komi fleiri en 2 frá einstaka aðildarfélagi á staðinn – ekki er takmark á fjöldann frá hverju aðildarfélagi sem tekur þátt yfir fjarfundarbúnað.

 

  • Eingöngu opið fyrir aðildarfélög Festu og er námskeiðið þeim að kostnaðarlausu
Sandra Rán Ásgrímsdóttir

Um Söndru Rán

Sandra lauk mastersnámi í sjálfbærniverkfræði (e. engineering for sustainable development) við Háskólann í Cambridge í október 2015. Í náminu var lögð áhersla á sjálfbæra þróun í víðu samhengi og hvaða verkfæri og aðferðir gætu nýst við innleiðingu og vitundarvakningu innan verkfræðinnar. Hjá Mannviti hafa helstu verkefni Söndru falist í innleiðingu sjálfbærnimiðaðrar hugsunar í verkefnum og verkferlum fyrirtækisins ásamt því að miðla metnaðarfullri sjálfbærnistefnu og samfélagsábyrgð Mannvits til hagsmunaaðila. Sandra hefur unnið mikið með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, haldið vinnustofur og aðstoðað viðskiptavini við stefnumótun og markmiðasetningu í tengslum við markmiðin.

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is