17.05 2021 – 13:00-16:00

Heims­mark­mið­in – áhrifa­rík inn­leið­ing í rekstri
@Mann­vit


Festa og Mann­vit bjóða að­ild­ar­fé­lög­um Festu til vinnu­stofu þar sem far­ið verð­ur yf­ir hvað felst í ár­ang­urs­ríkri inn­leið­ingu á heims­mark­mið­um Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Ein­stakt tæki­færi til að kynn­ast því hvernig við get­um á mark­viss­an hátt unn­ið með heims­mark­mið­in og inn­leitt þau í okk­ar kjarn­a­starf­semi.

Nám­skeiðs­lýs­ing

Markmið ör-nám­skeiðs um Heims­markmið Sam­ein­uðu þjóð­anna er að þátt­tak­end­ur hafi þau tæki og tól í hönd­un­um sem þau þurfa til þess að vinna að ár­ang­urs­ríkri inn­leið­ingu heims­mark­mið­anna í sinn rekst­ur að vinnu­stofu lok­inni. Á vinnu­stof­unni verð­ur far­ið yf­ir heims­mark­mið­in og áhersl­ur Ís­lands, hvernig á að lesa – og skilja mark­mið­in, mæli­kvarða heims­mark­mið­ana ásamt því sem að að­gerð­ir, áætlan­ir og áhrifa­rík inn­leið­ing verð­ur skoð­uð. Fyr­ir­tæki sem þeg­ar hafa unn­ið í nokk­urn tíma með mark­mið­in munu flytja ör-kynn­ing­ar um sína veg­ferð.

  • Stað­setn­ing: nám­skeið­ið fer fram í fund­ar­sal Mann­vits, á 1. hæð í Urð­ar­hvarfi 6 og yf­ir fjar­fund­ar­bún­að
  • Kenn­ari: Sandra Rán Ás­gríms­dótt­ir, sjálf­bærni­verk­fræð­ing­ur hjá Mann­vit
  • Tíma­setn­ing: 17. og 19.maí – báða dag­ana frá 13:00 – 16:00 ( alls 6 klst)
  • Skrán­ing er nauð­syn­leg – við skrán­ingu þarf að velja hvort þátt­tak­endi kýs að taka þátt í raun­heim­um  (í hús­næði Mann­vits) eða yf­ir fjar­fund­ar­bún­að. Mið­um við að ekki komi fleiri en 2 frá ein­staka að­ild­ar­fé­lagi á stað­inn – ekki er tak­mark á fjöld­ann frá hverju að­ild­ar­fé­lagi sem tek­ur þátt yf­ir fjar­fund­ar­bún­að.

 

  • Ein­göngu op­ið fyr­ir að­ild­ar­fé­lög Festu og er nám­skeið­ið þeim að kostn­að­ar­lausu
Sandra Rán Ás­gríms­dótt­ir

Um Söndru Rán

Sandra lauk masters­námi í sjálf­bærni­verk­fræði (e. eng­ineer­ing for sustaina­ble develop­ment) við Há­skól­ann í Cambridge í októ­ber 2015. Í nám­inu var lögð áhersla á sjálf­bæra þró­un í víðu sam­hengi og hvaða verk­færi og að­ferð­ir gætu nýst við inn­leið­ingu og vit­und­ar­vakn­ingu inn­an verk­fræð­inn­ar. Hjá Mann­viti hafa helstu verk­efni Söndru fal­ist í inn­leið­ingu sjálf­bærni­mið­aðr­ar hugs­un­ar í verk­efn­um og verk­ferl­um fyr­ir­tæk­is­ins ásamt því að miðla metn­að­ar­fullri sjálf­bærni­stefnu og sam­fé­lags­ábyrgð Mann­vits til hags­muna­að­ila. Sandra hef­ur unn­ið mik­ið með heims­markmið Sam­ein­uðu þjóð­anna, hald­ið vinnu­stof­ur og að­stoð­að við­skipta­vini við stefnu­mót­un og mark­miða­setn­ingu í tengsl­um við mark­mið­in.

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is