Heims­mark­miða bíó – Stóra súkkulaði­mál­ið, þræla­laus súkkulaði fram­leiðsla
@Bíó Paradís


Skrá mætingu

Vegna hertra samkomutakmarkana þarf að fresta sýningunni á Stóra súkkulaðimálinu en fundin verður ný dagsetning þegar ástandið batnar.

Þeir sem hafa þegar skráð sig fá sendan tölvupóst þegar ný dagsetning hefur verið ákveðin.

 

 

Upplýsingastofa Sameinuðu þjóðanna og Íslandsbanki í samvinnu við Festu og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi býður til sýningar á heimildarmyndinni The Chocolate Case.

Stikla úr myndinni.

Stóra súkkulaðimálið segir söguna af því hvernig rannsókn hollenskra sjónvarpsmanna vatt upp á sig og endaði með því að þeir byrjuðu að framleiða súkkulaði.
Þeir sögðu barnaþrælkun, sem oft viðgengst í súkkulaðibransanum stríð á hendur – og reyna nú að stuðla að betri heimi, (súkkalaði)bita fyrir bita.
Myndin segir óvenjulega sögu og er í senn skemmtileg og upplýsandi enda fengið afbragðs dóma, td. 8.1 í meðaleinkunn á IMDB.

Eftir að sýningu lýkur mun skapast tækifæri til að ræða um myndina og efnistök hennar. Í umræðunum tekur þátt öflugur panell þar sem taka þátt:

  • Hrund Gunnsteinsdóttir – framkvæmdastjóri Festu
  • Ragna Sara Jónsdóttir – sérfræðingur í sjálfbærni og þróunarsamvinnu og stofnandi Fólk
  • Kjartan Gíslason – framkvæmdastjóri Omnom súkkulaði
  •  Ynzo van Zanten – fulltrúi Tony’s Chocolonely

 

  • Sýningin er opin öllum og er aðgangur ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig.
  • Gætt verður að öllum sóttvarnarreglum verði fylgt eftir.

 

The Chocolate Case tells the true story about social entrepreneurship, about changing an industry and solving a global problem.

The Chocolate Case tells the story about the start of Tony’s Chocolonely. The journalists from the Dutch investigative show Keuringsdienst van Waarde found out 10 years ago that something was wrong in the cocoa industry. Child slaves working on plantations in West-Africa, chocolate lovers who don’t know a thing about it and chocolate producers who don’t feel any responsibility to do something about it.

The journalists feel something HAS to change. TONY The Chocolate Case tells the true story about social entrepeneurshiop, about changing an industry and solving a global problem. It shows just how difficult and time consuming something like that is.

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is