Heims­mark­miða bíó – Stóra súkkulaði­mál­ið, þræla­laus súkkulaði fram­leiðsla
@Bíó Para­dís


Skrá mætingu

Vegna hertra sam­komutak­mark­ana þarf að fresta sýn­ing­unni á Stóra súkkulaði­mál­inu en fund­in verð­ur ný dag­setn­ing þeg­ar ástand­ið batn­ar.

Þeir sem hafa þeg­ar skráð sig fá send­an tölvu­póst þeg­ar ný dag­setn­ing hef­ur ver­ið ákveð­in.

 

 

Upp­lýs­inga­stofa Sam­ein­uðu þjóð­anna og Ís­lands­banki í sam­vinnu við Festu og Fé­lag Sam­ein­uðu þjóð­anna á Ís­landi býð­ur til sýn­ing­ar á heim­ild­ar­mynd­inni The Chocola­te Ca­se.

Stikla úr mynd­inni.

Stóra súkkulaði­mál­ið seg­ir sög­una af því hvernig rann­sókn hol­lenskra sjón­varps­manna vatt upp á sig og end­aði með því að þeir byrj­uðu að fram­leiða súkkulaði.
Þeir sögðu barna­þrælk­un, sem oft við­gengst í súkkulaði­brans­an­um stríð á hend­ur – og reyna nú að stuðla að betri heimi, (súkka­laði)bita fyr­ir bita.
Mynd­in seg­ir óvenju­lega sögu og er í senn skemmti­leg og upp­lýs­andi enda feng­ið af­bragðs dóma, td. 8.1 í með­al­ein­kunn á IMDB.

Eft­ir að sýn­ingu lýk­ur mun skap­ast tæki­færi til að ræða um mynd­ina og efnis­tök henn­ar. Í um­ræð­un­um tek­ur þátt öfl­ug­ur panell þar sem taka þátt:

  • Hrund Gunn­steins­dótt­ir – fram­kvæmda­stjóri Festu
  • Ragna Sara Jóns­dótt­ir – sér­fræð­ing­ur í sjálf­bærni og þró­un­ar­sam­vinnu og stofn­andi Fólk
  • Kjart­an Gísla­son – fram­kvæmda­stjóri Omnom súkkulaði
  •  Ynzo van Zan­ten – full­trúi Tony’s Chocolonely

 

  • Sýn­ing­in er op­in öll­um og er að­gang­ur ókeyp­is en nauð­syn­legt er að skrá sig.
  • Gætt verð­ur að öll­um sótt­varn­ar­regl­um verði fylgt eft­ir.

 

The Chocola­te Ca­se tells the true story about social entrepreneurs­hip, about chang­ing an indus­try and sol­ving a global problem.

The Chocola­te Ca­se tells the story about the start of Tony’s Chocolonely. The journa­lists from the Dutch in­vestigati­ve show Keur­ings­dienst van Waar­de found out 10 ye­ars ago that somet­hing was wrong in the cocoa indus­try. Child slaves work­ing on plantati­ons in West-Africa, chocola­te lovers who don’t know a thing about it and chocola­te producers who don’t feel any responsi­bility to do somet­hing about it.

The journa­lists feel somet­hing HAS to change. TONY The Chocola­te Ca­se tells the true story about social entrepeneurs­hi­op, about chang­ing an indus­try and sol­ving a global problem. It shows just how difficult and time consum­ing somet­hing like that is.

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is