10.12 2019 – 08:30-12:00

GRI staðl­ar – Masterclass nám­skeið
@Há­skól­inn í Reykja­vík #M208

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
Skrá mætingu

Festa og Há­skól­inn í Reykja­vík í sam­starfi við Við­skipta­ráð Ís­lands býð­ur til  masterclass nám­skeiðs í GRI stöðl­um. 

Global Report­ing Initiati­ve, eða GRI staðl­arn­ir eru al­þjóð­lega við­ur­kennd­ir staðl­ar um miðl­un upp­lýs­inga um sam­fé­lags­lega ábyrgð og eru not­að­ir í yf­ir 100 lönd­um. 80% af 250 stærstu fyr­ir­tækj­um heims nota GRI og vinn­ings­haf­ar Sam­fé­lags­skýrslu árs­ins á Ís­landi 2018 og 2019 byggðu skýrsl­ur sín­ar á GRI. GRI eru al­mennt tald­ir víð­tæk­ustu og ná­kvæm­ustu staðl­arn­ir til að halda ut­an um efna­hags­leg, um­hverf­is­leg og fé­lags­leg áhrif fyr­ir­tækja og stofn­ana.

Nám­skeið­ið í des­em­ber er sett upp sem masterclass, þar sem þátt­tak­end­ur fá inn­gangs­fræðslu um GRI, fá inn­sýn inn í reynsl­una af því að gera GRI skýrsl­ur, af hverju þær eru gerð­ar og hvað sé á döf­inni hjá GRI al­þjóð­lega. Festa stefn­ir á að bjóða þá til lengra og ít­ar­legra nám­skeiðs á næsta ári í sam­starfi við GRI Worldwi­de Certified Train­ing Partners.

Global Report­ing Initiati­ve (GRI) er óháð al­þjóð­leg stofn­un sem hef­ur ver­ið leið­andi í gerð leið­bein­inga og þró­un staðla fyr­ir grein­ing­ar og gerð sam­fé­lags­skýrslna frá ár­inu 1997.

 • Tíma­setn­ing: 10. des­em­ber 2019 – kl: 8.30-12.00
 • Stað­setn­ing: Há­skól­an­um í Reykja­vík  – stofu 208
 • Verð:
  • Að­il­ar Festu og Við­skipta­ráðs Ís­lands: 10.900
  • Aðr­ir: 14.900

Leið­bein­andi: Vikt­oría Valdi­mars­dótt­ir, stofn­anda Ábyrgra Lausna og stunda­kenn­ari við Há­skól­ann í Lúx­em­borg.
Sér­stak­ir gest­ir verða:

 • Ásthild­ur Hjalta­dótt­ir, Chi­ef Reg­i­onal Imp­lementati­on Officer, GRI.
 • Að­al­heið­ur Snæ­bjarn­ar­dótt­ir, sér­fræð­ing­ur hjá Lands­bank­an­um í sam­fé­lags­ábyrgð og ráð­gjafi við gerð Sam­fé­lags­skýrsln­anna ár­ið 2018 og 2019.

Á nám­skeið­inu verð­ur leit­ast við að svara eft­ir­far­andi spurn­ing­um:

 • Hvað er GRI?
 • Hvernig eru sam­fé­lags­skýrsl­ur byggð­ar á GRI?
 • Hvaða for­skot veit­ir GRI?
 • Hvernig eru ESG (UFS) staðl­arn­ir, heims­markmið Sam­ein­uðu þjóð­anna og UN Global Compact tengd við GRI?

Um leið­bein­and­ann:
Vikt­oría Valdi­mars­dótt­ir er ein af stofn­end­um Ábyrgra lausna, sem að­stoð­ar fyr­ir­tæki og sveit­ar­fé­lög við að inn­leiða nýj­ar áhersl­ur í stefnu þar sem um­hverf­is­þætt­ir, fé­lags­leg­ir þætt­ir og stjórn­ar­hætt­ir eru greind­ir og mæld­ir sam­hliða fjár­hags­leg­um þátt­um. Und­an­far­in ár hef­ur hún hald­ið fjölda nám­skeiða og fyr­ir­lestra með áhersl­ur á ófjár­hags­lega þætti í rekstri, ábyrg­ar fjár­fest­ing­ar og græn verk­efni. Vikt­oría er við­skipta­fræð­ing­ur (Cand.Oecon) að mennt frá Há­skóla Ís­lands og er með meist­ara­gráðu í fum­kvöðl­a­fræði og ný­sköp­un sem og vott­un í sjálf­bærri þró­un og sam­fé­lags­legri ný­sköp­un frá Há­skól­an­um í Lúx­em­borg. Vikt­oría er stunda­kenn­ari við Há­skól­ann í Lúx­em­borg og starf­aði áð­ur um ára­bil á Ís­landi sem mark­aðs­stjóri m.a. hjá Lands­bréf­um.

Gesta­fyr­ir­les­ar­arn­ir:

Að­al­heið­ur Snæ­bjarn­ar­dótt­ir, sér­fræð­ing­ur hjá Lands­bank­an­um og ráð­gjafi við gerð Sam­fé­lags­skýrsl­anna ár­in 2018 og 2019 ræð­ir reynslu sína af því að gera sam­fé­lags­skýrsl­ur, áskor­an­ir og tæki­færi. Að­al­heið­ur mun enn­frem­ur velta upp spurn­ing­um um það á hvaða sviði fyr­ir­tæki og stofn­an­ir á Ís­landi ættu að leggja áherslu á að byrja að mæla. Að­al­heið­ur hóf störf hjá Lands­bank­an­um síð­asta sum­ar sem sér­fræð­ing­ur í sam­fé­lags­ábyrgð en hef­ur starf­að sem sjálf­stætt starf­andi ráð­gjafi í sam­fé­lags­ábyrgð und­an­far­in ár. Að­al­heið­ur var stjórn­ar­mað­ur í Festu, mið­stöðv­ar um sam­fé­lags­ábyrgð fyr­ir­tækja á ár­un­um 2015-2017 og lauk GRI nám­skeiði á veg­um Festu og Enact ár­ið 2015.
Að­al­heið­ur er með M.Sc. í mark­aðs­fræði og al­þjóða­við­skipt­um frá Há­skóla Ís­lands og B.Sc. í við­skipta­fræði frá Há­skól­an­um í Reykja­vík.

Ásthild­ur Hjalta­dótt­ir starfar fyr­ir Global Report­ing Initiati­ve í Hollandi og hef­ur ára­langa reynslu af gerð GRI mæl­inga og skýrslna um all­an heim. Ásthild­ur verð­ur með okk­ur á fjar­funda­bún­aði og mun veita inn­sýn inn í spenn­andi nýj­ung­ar hjá GRI og taka dæmi um ávinn­ing fyr­ir­tækja af því að nota GRI þeg­ar kem­ur að sam­keppn­is­hæfni á Ís­landi og al­þjóð­lega. Hún fjall­ar um það hvernig Ís­land stend­ur sig í sam­an­burði við aðr­ar þjóð­ir og hvað er á döf­inni hjá GRI sem við vilj­um ekki missa af. Ásthild­ur hef­ur unn­ið hjá GRI í Amster­dam síð­an 2007 og gegnt ýms­um stöð­um hjá stofn­un­inni á þeim tíma, með­al ann­ars sem einn af tveim­ur verk­efna­stjór­um sem hafði yf­ir­um­sjón með þró­un G4 leið­bein­ing­anna og síð­ar sem fram­kvæmda­stjóri þjón­ustu- og þjálf­un­ar­deilda. Frá sept­em­ber 2017 hef­ur Ásthild­ur haft yf­ir­um­sjón með öll­um skrif­stof­um GRI ut­an Amster­dam og einnig út­færsl­ur á öll­um rík­is­styrkt­um verk­efn­um, að­al­lega í þró­un­ar­lönd­um. Áð­ur en hún hóf störf hjá GRI vann Ásthild­ur hjá al­þjóða­stofn­un­um í Brus­sel og Den Haag.

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is