10.12 2019 – 08:30-12:00

GRI staðlar – Masterclass námskeið
@Háskólinn í Reykjavík #M208

Mennta­vegur 1
101 Reykjavík
Skrá mætingu

Festa og Háskólinn í Reykjavík í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands býður til  masterclass námskeiðs í GRI stöðlum. 

Global Reporting Initiative, eða GRI staðl­arnir eru alþjóð­lega viður­kenndir staðlar um miðlun upplýs­inga um samfé­lags­lega ábyrgð og eru notaðir í yfir 100 löndum. 80% af 250 stærstu fyrir­tækjum heims nota GRI og vinn­ings­hafar Samfé­lags­skýrslu ársins á Íslandi 2018 og 2019 byggðu skýrslur sínar á GRI. GRI eru almennt taldir víðtæk­ustu og nákvæm­ustu staðl­arnir til að halda utan um efna­hagsleg, umhverf­isleg og félagsleg áhrif fyrir­tækja og stofnana.

Námskeiðið í desember er sett upp sem masterclass, þar sem þátt­tak­endur fá inngangs­fræðslu um GRI, fá innsýn inn í reynsluna af því að gera GRI skýrslur, af hverju þær eru gerðar og hvað sé á döfinni hjá GRI alþjóð­lega. Festa stefnir á að bjóða þá til lengra og ítar­legra námskeiðs á næsta ári í samstarfi við GRI Worldwide Certified Training Partners.

Global Reporting Initiative (GRI) er óháð alþjóðleg stofnun sem hefur verið leið­andi í gerð leið­bein­inga og þróun staðla fyrir grein­ingar og gerð samfé­lags­skýrslna frá árinu 1997.

 • Tíma­setning: 10. desember 2019 – kl: 8.30-12.00
 • Stað­setning: Háskól­anum í Reykjavík  – stofu 208
 • Verð:
  • Aðilar Festu og Viðskipta­ráðs Íslands: 10.900
  • Aðrir: 14.900

Leið­bein­andi: Vikt­oría Valdi­mars­dóttir, stofn­anda Ábyrgra Lausna og stunda­kennari við Háskólann í Lúxem­borg.
Sérstakir gestir verða:

 • Ásthildur Hjalta­dóttir, Chief Regi­onal Implementation Officer, GRI.
 • Aðal­heiður Snæbjarn­ar­dóttir, sérfræð­ingur hjá Lands­bank­anum í samfé­lags­ábyrgð og ráðgjafi við gerð Samfé­lags­skýrsln­anna árið 2018 og 2019.

Á námskeiðinu verður leitast við að svara eftir­far­andi spurn­ingum:

 • Hvað er GRI?
 • Hvernig eru samfé­lags­skýrslur byggðar á GRI?
 • Hvaða forskot veitir GRI?
 • Hvernig eru ESG (UFS) staðl­arnir, heims­markmið Sameinuðu þjóð­anna og UN Global Compact tengd við GRI?

Um leið­bein­andann:
Vikt­oría Valdi­mars­dóttir er ein af stofn­endum Ábyrgra lausna, sem aðstoðar fyrir­tæki og sveit­ar­félög við að innleiða nýjar áherslur í stefnu þar sem umhverf­is­þættir, félags­legir þættir og stjórn­ar­hættir eru greindir og mældir samhliða fjár­hags­legum þáttum. Undan­farin ár hefur hún haldið fjölda námskeiða og fyrir­lestra með áherslur á ófjár­hags­lega þætti í rekstri, ábyrgar fjár­fest­ingar og græn verk­efni. Vikt­oría er viðskipta­fræð­ingur (Cand.Oecon) að mennt frá Háskóla Íslands og er með meist­ara­gráðu í fumkvöðl­a­fræði og nýsköpun sem og vottun í sjálf­bærri þróun og samfé­lags­legri nýsköpun frá Háskól­anum í Lúxem­borg. Vikt­oría er stunda­kennari við Háskólann í Lúxem­borg og starfaði áður um árabil á Íslandi sem mark­aðs­stjóri m.a. hjá Lands­bréfum.

Gesta­fyr­ir­les­ar­arnir:

Aðal­heiður Snæbjarn­ar­dóttir, sérfræð­ingur hjá Lands­bank­anum og ráðgjafi við gerð Samfé­lags­skýrsl­anna árin 2018 og 2019 ræðir reynslu sína af því að gera samfé­lags­skýrslur, áskor­anir og tæki­færi. Aðal­heiður mun ennfremur velta upp spurn­ingum um það á hvaða sviði fyrir­tæki og stofn­anir á Íslandi ættu að leggja áherslu á að byrja að mæla. Aðal­heiður hóf störf hjá Lands­bank­anum síðasta sumar sem sérfræð­ingur í samfé­lags­ábyrgð en hefur starfað sem sjálf­stætt starf­andi ráðgjafi í samfé­lags­ábyrgð undan­farin ár. Aðal­heiður var stjórn­ar­maður í Festu, miðstöðvar um samfé­lags­ábyrgð fyrir­tækja á árunum 2015-2017 og lauk GRI námskeiði á vegum Festu og Enact árið 2015.
Aðal­heiður er með M.Sc. í mark­aðs­fræði og alþjóða­við­skiptum frá Háskóla Íslands og B.Sc. í viðskipta­fræði frá Háskól­anum í Reykjavík.

Ásthildur Hjalta­dóttir starfar fyrir Global Reporting Initiative í Hollandi og hefur áralanga reynslu af gerð GRI mælinga og skýrslna um allan heim. Ásthildur verður með okkur á fjar­funda­búnaði og mun veita innsýn inn í spenn­andi nýjungar hjá GRI og taka dæmi um ávinning fyrir­tækja af því að nota GRI þegar kemur að samkeppn­is­hæfni á Íslandi og alþjóð­lega. Hún fjallar um það hvernig Ísland stendur sig í saman­burði við aðrar þjóðir og hvað er á döfinni hjá GRI sem við viljum ekki missa af. Ásthildur hefur unnið hjá GRI í Amsterdam síðan 2007 og gegnt ýmsum stöðum hjá stofn­un­inni á þeim tíma, meðal annars sem einn af tveimur verk­efna­stjórum sem hafði yfir­um­sjón með þróun G4 leið­bein­ing­anna og síðar sem fram­kvæmda­stjóri þjón­ustu- og þjálf­un­ar­deilda. Frá sept­ember 2017 hefur Ásthildur haft yfir­um­sjón með öllum skrif­stofum GRI utan Amsterdam og einnig útfærslur á öllum ríkis­styrktum verk­efnum, aðal­lega í þróun­ar­löndum. Áður en hún hóf störf hjá GRI vann Ásthildur hjá alþjóða­stofn­unum í Brussel og Den Haag.

 

 

 

Yfirlit viðburða