06.11 2020 – 09:00-10:30

Græna þrum­an – risa­breyt­ing­ar á fjár­mála­mark­aði
@Rafrænn viðburður


Hvaða áhrif hefur ný Evrópureglugerð um loftslagsmál fyrir íslenskan markað og fyrirtæki?

Festa býður upp á opinn fund um innleiðingu flokkunarreglugerðar Evrópusambandsins (EU Taxonomy) sem verður innleidd hérlendis á næstu misserum. Reglugerðin felur í sér umbreytingu á fjármálamarkaði og er mikilvægt skref í átt að sjálfbærum fjárfestingum og rekstri fyrirtækja. 

 

 

Dagskrá:

9.00-9.05  Inngangsorð

Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu – miðstöðvar um sjálfbærni

9.05-9.20 Flokkunarreglugerð Evrópusambandsins á mannamáli

Helga Melkorka Óttarsdóttir, lögmaður, eigandi og formaður stjórnar hjá LOGOS, útskýrir hvað flokkunarreglugerðin felur í sér á mannamáli, hvenær tekur hún gildi og hvað fyrirtæki á fjármálamarkaði þurfa að gera til að bregðast rétt við.

9.20-9.35 – Hvað þurfa fyrirtæki að vita til að vera með?

Gunnar Sveinn Magnússon, sérfræðingur í sjálfbærni hjá Íslandsbanka, fer yfir áskoranir og tækifæri sem flokkunarreglugerðin felur í sér fyrir íslensk fyrirtæki af ólíkum stærðum og ákvarðanir sem þau taka í dag. 

9.35-9.50 – Hvað þýðir þetta í praktík?

Þorsteinn Kári Jónsson, forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel, segir frá því hvað þetta þýðir í praktík, en hjá Marel er þegar byrjað að vinna með flokkunarreglugerðina, en hún kemur til með hafa gríðarleg áhrif á rekstur Marels. 

9.50-10.10 – Spurningar úr “sal”

10.10-10.20 – Samantekt og næstu skref

 

  • Hvenær: 6. nóvember kl. 9.00-10.30
  • Hvar: Zoom – hlekkurinn hér  (meeting ID: 890 1648 4854)
  • Fyrir hverja: öll áhugasöm
  • Skráning hér að ofan

 

Viðburðurinn er unninn í samstarfi við Landssamtök lífeyrissjóða og Samtök fjármálafyrirtækja

Þorsteinn Kári Jónsson, Gunnar Sveinn Magnússon og Helga Melkorka Óttarsdóttir

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is