23.10 2019 – 16:30-18:00

Framúrsk­ar­andi sam­fé­lags­ábyrgð 2019 – Cred­it­In­fo í sam­starfi við Festu
@Harpan

Austurbakki 2
101 Reykjavík
Skrá mætingu

Hvatningarverðlaunin: Framúrskarandi samfélagsábyrgð 2019

23.október næstkomandi mun CreditInfo í samstarfi við Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð afhenda hvatningarverðlaunin: ,,Framúrskarandi samfélagsábyrgð 2019”. Afhendingin fer fram í Hörpu á sama tíma og fagnað er með þeim fyrirtækjum sem lenda á lista Credit Info yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2019.

Dómnefnd skipuð þremur sérfræðingum á sviði samfélagsábyrgðar velur það fyrirtæki sem hlýtur viðurkenninguna: Framúrskarandi samfélagsábyrgð 2019. Horft verður til árangurs sem fyrirtæki hafa náð við innleiðingu á samfélagsábyrgð í starfsemi sinni.

Dómnefndina fyrir árið 2019 skipuðu:

  • Fanney Karlsdóttir, formaður – sérfræðingur í samfélagsábyrgð og fyrrum formaður Festu
  • Sæmundur Sæmundsson – forstjóri Borgunar og varaformaður Festu
  • Henry Alexander Henrysson – doktor í heimspeki og sérfræðingur í góðum stjórnháttum

Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á því að framúrskarandi rekstur fyrirtækja felur í sér að fyrirtæki hámarki jákvæð áhrif sín á umhverfið og samfélagið sem þau starfa í ekki síður en fjárhagslegan árangur sinn.

Óskað var eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa skýra stefnu um samfélagsábyrgð, sjálfbærni, kynjajafnrétti og réttindi starfsfólks. Kostur er að mæla og birta upplýsingar til að mynda um minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda, ábyrga virðis- og framleiðslukeðju eða að markvisst sé unnið með aðrar áskoranir tengdar samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Einnig verður metið hvort samfélagsábyrgð og sjálfbærni sé hluti af menningu fyrirtækisins í heild.

Sigurvegarar árið 2018, EFLA verkfræðis

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is