23.10 2019 – 16:30-18:00

Framúrsk­ar­andi sam­fé­lags­ábyrgð 2019 – Cred­it­In­fo í sam­starfi við Festu
@Harp­an

Aust­ur­bakki 2
101 Reykja­vík
Skrá mætingu

Hvatn­ing­ar­verð­laun­in: Framúrsk­ar­andi sam­fé­lags­ábyrgð 2019

23.októ­ber næst­kom­andi mun Cred­it­In­fo í sam­starfi við Festu – mið­stöð um sam­fé­lags­ábyrgð af­henda hvatn­ing­ar­verð­laun­in: ,,Framúrsk­ar­andi sam­fé­lags­ábyrgð 2019”. Af­hend­ing­in fer fram í Hörpu á sama tíma og fagn­að er með þeim fyr­ir­tækj­um sem lenda á lista Cred­it In­fo yf­ir Framúrsk­ar­andi fyr­ir­tæki 2019.

Dóm­nefnd skip­uð þrem­ur sér­fræð­ing­um á sviði sam­fé­lags­ábyrgð­ar vel­ur það fyr­ir­tæki sem hlýt­ur við­ur­kenn­ing­una: Framúrsk­ar­andi sam­fé­lags­ábyrgð 2019. Horft verð­ur til ár­ang­urs sem fyr­ir­tæki hafa náð við inn­leið­ingu á sam­fé­lags­ábyrgð í starf­semi sinni.

Dóm­nefnd­ina fyr­ir ár­ið 2019 skip­uðu:

  • Fann­ey Karls­dótt­ir, formað­ur – sér­fræð­ing­ur í sam­fé­lags­ábyrgð og fyrr­um formað­ur Festu
  • Sæmund­ur Sæ­munds­son – for­stjóri Borg­un­ar og vara­formað­ur Festu
  • Henry Al­ex­and­er Henrys­son – doktor í heim­speki og sér­fræð­ing­ur í góð­um stjórn­hátt­um

Markmið við­ur­kenn­ing­ar­inn­ar er að vekja at­hygli á því að framúrsk­ar­andi rekst­ur fyr­ir­tækja fel­ur í sér að fyr­ir­tæki há­marki já­kvæð áhrif sín á um­hverf­ið og sam­fé­lag­ið sem þau starfa í ekki síð­ur en fjár­hags­leg­an ár­ang­ur sinn.

Ósk­að var eft­ir til­nefn­ing­um um fyr­ir­tæki sem hafa skýra stefnu um sam­fé­lags­ábyrgð, sjálf­bærni, kynja­jafn­rétti og rétt­indi starfs­fólks. Kost­ur er að mæla og birta upp­lýs­ing­ar til að mynda um minnk­un á los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda, ábyrga virð­is- og fram­leiðslu­keðju eða að mark­visst sé unn­ið með aðr­ar áskor­an­ir tengd­ar sam­fé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni. Einnig verð­ur met­ið hvort sam­fé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni sé hluti af menn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins í heild.

Sigurvegarar árið 2018, EFLA verkfræðis

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is