23.10 2019 – 04:30-06:00

Framúrsk­ar­andi samfé­lags­ábyrgð 2019 – Cred­it­Info í samstarfi við Festu
@Harpan

Aust­ur­bakki 2
101 Reykjavík
Skrá mætingu

Hvatn­ing­ar­verð­launin: Framúrsk­ar­andi samfé­lags­ábyrgð 2019

23.október næst­kom­andi mun Cred­it­Info í samstarfi við Festu – miðstöð um samfé­lags­ábyrgð afhenda hvatn­ing­ar­verð­launin: ,,Framúrsk­ar­andi samfé­lags­ábyrgð 2019”. Afhend­ingin fer fram í Hörpu á sama tíma og fagnað er með þeim fyrir­tækjum sem lenda á lista Credit Info yfir Framúrsk­ar­andi fyrir­tæki 2019.

Dómnefnd skipuð þremur sérfræð­ingum á sviði samfé­lags­ábyrgðar velur það fyrir­tæki sem hlýtur viður­kenn­inguna: Framúrsk­ar­andi samfé­lags­ábyrgð 2019. Horft verður til árangurs sem fyrir­tæki hafa náð við innleið­ingu á samfé­lags­ábyrgð í starf­semi sinni.

Dómnefndina fyrir árið 2019 skipuðu:

  • Fanney Karls­dóttir, formaður – sérfræð­ingur í samfé­lags­ábyrgð og fyrrum formaður Festu
  • Sæmundur Sæmundsson – forstjóri Borg­unar og vara­formaður Festu
  • Henry Alex­ander Henrysson – doktor í heim­speki og sérfræð­ingur í góðum stjórn­háttum

Markmið viður­kenn­ing­ar­innar er að vekja athygli á því að framúrsk­ar­andi rekstur fyrir­tækja felur í sér að fyrir­tæki hámarki jákvæð áhrif sín á umhverfið og samfé­lagið sem þau starfa í ekki síður en fjár­hags­legan árangur sinn.

Óskað var eftir tilnefn­ingum um fyrir­tæki sem hafa skýra stefnu um samfé­lags­ábyrgð, sjálf­bærni, kynja­jafn­rétti og rétt­indi starfs­fólks. Kostur er að mæla og birta upplýs­ingar til að mynda um minnkun á losun gróð­ur­húsaloft­teg­unda, ábyrga virðis- og fram­leiðslu­keðju eða að mark­visst sé unnið með aðrar áskor­anir tengdar samfé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni. Einnig verður metið hvort samfé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni sé hluti af menn­ingu fyrir­tæk­isins í heild.

 

Mynd: Sigur­veg­arar árið 2018, EFLA verk­fræði­stofa
Yfirlit viðburða