Dómnefnd skipuð þremur sérfræðingum á sviði samfélagsábyrgðar velur það fyrirtæki sem hlýtur viðurkenninguna: Framúrskarandi samfélagsábyrgð 2019. Horft verður til árangurs sem fyrirtæki hafa náð við innleiðingu á samfélagsábyrgð í starfsemi sinni.
Dómnefndina fyrir árið 2019 skipuðu:
Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á því að framúrskarandi rekstur fyrirtækja felur í sér að fyrirtæki hámarki jákvæð áhrif sín á umhverfið og samfélagið sem þau starfa í ekki síður en fjárhagslegan árangur sinn.
Óskað var eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa skýra stefnu um samfélagsábyrgð, sjálfbærni, kynjajafnrétti og réttindi starfsfólks. Kostur er að mæla og birta upplýsingar til að mynda um minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda, ábyrga virðis- og framleiðslukeðju eða að markvisst sé unnið með aðrar áskoranir tengdar samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Einnig verður metið hvort samfélagsábyrgð og sjálfbærni sé hluti af menningu fyrirtækisins í heild.