Á deiglufundinum munum við á innsýn í þá löggjöf sem nú er í vinnslu hjá ESB og snýr að félagslegum þáttum í sjálfbærni vegferð fyrirtækja – EU Social Taxonomy. Þá heyrum við frá þeim tækifærum og úrræðum sem standa fyrirtækjum til boða þegar kemur að því að að ráða til sín einstaklinga með fötlun og/eða skerta starfsgetu.
Að lokum þá segja nokkur aðildarfélög Festu frá reynslu sinni og þekkingu þegar kemur að því að byggja upp fjölbreyttan og öflugan mannauð.
Hver er staðan á félagslegum hluta nýrra sjálfbærnilaga ESB – EU Social Taxonomy? Hvenær munu þau taka gildi og hvaða áhrif munu þau hafa á íslensk fyrirtæki?
Eru tækifæri fyrir öll til að dafna í íslensku atvinnulífi? Starfstækifæri fyrir fatlaða einstaklinga: hvaða úrræði eru í boði og hvernig geta fyrirtæki tekið fyrstu skrefin?