19.01 2023 – 11:00-12:00

Deiglufund­ur – Upp­hit­un fyr­ir Janú­ar­ráð­stefnu Festu
@Rafrænn viðburður


Janúarráðstefna Festu er stærsti árlegi viðburður félagsins og í ár bjóðum við aðildarfélögum til sérstakrar upphitunar. Í ár ber ráðstefnan yfirskriftina – Lítum inn á við

Dagskráin í ár er glæsileg og hana má nálgast hér, en þetta er í tíunda sinn sem ráðstefnan er haldin.

Boðið verður upp á þrjár ólíkar umræðustofur / breakout rooms í miðri dagskrá, með þremur ólíkum áherslum sem okkur langar að kynna fyrir ykkur sérstaklega á deiglufundinum. Þær eru: 

  • Sjálfbærni-hugvit og auðgandi hringrás. Hugum  að leiðandi nýsköpun sem styður við hringrásarhagkerfið, sjálfbærni og endurheimt vistkerfa.
  • Lög og reglur. Kynnum það helsta sem lítil, meðalstór og stór fyrirtæki þurfa að búa sig undir þegar kemur að yfirgripsmiklum lagabreytingum framundan.
  • Sjálfbærni upplýsingar. Kortleggjum nýlegar breytingar á kröfum um sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækja, sem snerta fyrirtæki af öllum stærðum í allri virðiskeðjunni.

 Á deiglufundinum fáið þið innsýn inn í hvað efnistökin fela í sér og getið þið mótað ykkur skoðun á því hvaða umræðustofu þið viljið sækja á ráðstefnunni, en gestir ráðstefnunnar velja umræðu stofurnar fyrirfram.

Síðustu mánuði höfum við fengið til okkar tugi sérfræðinga sem hafa lagt til sína innsýn, þekkingu og reynslu og mótað með okkur efnið.

Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu mun stýra deiglufundinum og fær til sín þau Tómas Möller formann Festu, Aðalheiði Snæbjarnardóttur varaformann Festu og Margrét Ormslev, yfirmaður rekstrar hjá Transition labs en þau munu leiða panel-stofurnar á ráðstefnunni. Þá mun Hrund kynna heildar dagskrá ráðstefnunar og setja tóninn fyrir það sem koma skal.

  • Fimmtudaginn 19.janúar 11:00 – 12:00
  • Rafrænn fundur – zoom hlekkur sendur á skráða þátttakendur
  • Athugið að deiglufundir eru eingöngu opnir fyrir aðildarfélög Festu
  • Miðasölu á Janúarráðstefnuna má nálgast hér: Tix.is – Janúarráðstefna Festu 2023
Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu og Tómas Möller formaður Festu
Aðalheiður Snæbjarnadóttir varaformaður Festu og Margrét Ormslev, yfirmaður rekstrar hjá Transition labs

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is