28.09 2022 – 11:00-12:00

Deiglufund­ur Festu – TCFD, leið­bein­ing­ar um lofts­lags­mál og áhættu­stýr­ingu
@Rafrænn viðburður


Hvernig geta fyrirtæki nýtt sér aðferðarfræði Task Force on Climate-related Financial Disclosure (TCFD) til að meta og greina frá áhættum og tækifærum tengdum loftslagsmálum í rekstri?

Hvernig mun TCFD styðja við fyrirtæki þegar kemur að aðlögun að breyttum lögum og reglugerðum sem nú liggja fyrir.

TCFD er tól sem öll fyrirtæki geta notað, það er hægt að skala það að bæði stærð fyrirtækja og þeim geira sem þau starfa í.

Vilborg Einarsdóttir eigandi og stofnandi BravoEarth, Kristján Rúnar Kristjánsson forstöðumaður áhættustýringar hjá Íslandsbanka og Vicky Preibisch Sustainability Excellence Manager hjá Marel stýra fundi og deila af reynslu sinni og þekkingu þegar kemur að TCFD – leiðbeiningum um loftslagsmál og áhættustýringu. 

Vilborg Einarsdóttir, Vicky Preibisch og Kristján Rúnar Kristjánsson

Vilborg hefur ráðlagt fjölda fyrirtækja um notkun þess, ásamt því að hafa sett upp hnitmiðað kerfi sem snýr að innleiðingu TCFD í rekstur.

Bæði Marel og Íslandsbanki hafa nýtt sér TCFD um nokkuð skeið til að meta og greina frá sínum áhættum og tækifærum tengdum loftslagsmálum í sínum rekstri. Þá eru fyrirtækin hluti af samstarfi Nordic CEO´s for a Sustainable Future en hópurinn hefur staðið að útgáfu leiðbeininga, Climate Risk Management – a guide to get started. sem styður við TCFD og verður það kynnt á fundinum.

Nánar má lesa sig til um TCFD hér: Task Force on Climate-Related Financial Disclosures | TCFD) (fsb-tcfd.org).

——–

  • Athugið að viðburðurinn er eingöngu opinn fyrir aðildarfélög Festu.
  • Engin takmörk eru á fjölda þátttakenda frá hverju aðildarfélagi.
  • Hvað felst í aðild að Festu: Vertu með! – Festa (samfelagsabyrgd.is)

Ítarefni:

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is