16.03 2022 – 11:00-12:00

Deiglufund­ur að­ild­ar­fé­laga Festu – lög og regl­ur um sjálf­bær­an rekst­ur
@Rafrænn viðburður


Þróun laga og reglna um sjálfbæran rekstur og ábyrgar fjárfestingar. Er fyrirtækið þitt með puttann á púlsinum?

Aðildarfélögum FESTU býðst aðgangur að rafrænum fundi og samtali um þessi mikilvægu mál.

Það eru mikilvægar breytingar á döfinni, ný lög sem varða sjálfbæran rekstur, fjármögnun fyrirtækja og starfsemi fjárfesta.

Innan tíðar verða lögfestar tvær nýlegar reglugerðir ESB; annars vegar um atvinnustarfsemi sem uppfyllir skilyrði til að teljast umhverfislega sjálfbær og hins vegar um upplýsingagjöf aðila á fjármálamarkaði um umgjörð sjálfbærni í vörum þeirra. Fleiri reglur eru  í farvatninu tengt sjálfbærum rekstri og ábyrgum fjárfestingum, svo sem varðandi upplýsingagjöf fyrirtækja og hlutverk fjárfesta sem eigenda.

  • Tómas N. Möller, sérfræðingur í stjórnarháttum og reglum um ábyrgar fjárfestingar, fer yfir nokkrar breytingar sem blasa við okkur. Hann er formaður Festu og yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
  • Í framhaldinu ræða  Tómas og Eva Margrét Ævarsdóttir, lögmaður á Lex og sérfræðingur í sjálfbærni um þessa þróun og taka við spurningum þátttakenda.

———————————-

Hjálplegir hlekkir:

  • Athugið að þessi fundur er eingöngu opin fyrir aðildarfélög Festu
  • Engin takmörk á hversu margir taka þátt frá hverju aðildarfélagi
  • Skráning nauðsynleg – skráðir fundargestir frá sendan senda til sín beinan fundarhlekk,

Á Deiglufundum Festu kynnum við á klukkutíma málefni sem aðildarfélög okkar þurfa að vita af, því þau eru í hraðri þróun og hafa mikilvæg áhrif á reksturinn eða fela í sér mikilvæg tækifæri til markaðsforskots.

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is