19.09 2019 – 04:30-05:30

Auka aðal­fundur Festu haldinn 19. sept­ember kl. 16.30 í HR
@Stofa M220, Háskól­anum í Reykjavík

Mennta­vegi 1
101 Reykjavík

Dagskrá fund­arins:

  1. Fundur settur, val á fund­ar­stjóra og fund­ar­ritara
  2. Tillaga stjórnar um breyt­ingar á siða­reglum Festu
  3. Tillaga stjórnar um breyt­ingar á félags­gjaldi (árgjald) Festu
  4. Tillaga stjórnar um breyt­ingar á 7. gr. í samþykktum Festu
  5. Önnur mál

Rétt til að sækja aðal­fundinn og hafa bæði kjörgengi og kosn­inga­rétt eiga þeir félagar sem eru skuldausir við félagið viku fyrir fundinn.

Stjórn leggur til breyt­ingar á siða­reglum, 7. gr. samþykkta og gjald­skrá félagsins sem lagðar verða fyrir auka aðal­fundinn. Stjórn Festu leggur til að þær verði samþykktar eins og þær liggja fyrir.

Sjá nánar í meðfylgj­andi gögnum ofar­lega til hægri á síðunni.

Samkvæmt 1. mgr. 13. gr. gild­andi samþykkta skulu tillögur að breyt­ingum berast formanni (hronn­in­[email protected]) og fram­kvæmd­ar­stjóra ([email protected]­byrgd.is) félagsins eigi síðar en fjórum vikum fyrir aðal­fund félagsins (þ.e. 22. ágúst 2019) og þeir sjá um að áfram­senda þær í kjöl­farið á félaga eigi síðar en 3 vikum fyrir aðal­fund (þ.e. 29. ágúst 2019). 2/3 atkvæða á aðal­fundi þarf að samþykkja til að þær nái fram að ganga.

F.h. stjórnar
Hrönn Ingólfs­dóttir
Formaður

Yfirlit viðburða