19.09 2019 – 16:30-17:30

Auka að­al­fund­ur Festu hald­inn 19. sept­em­ber kl. 16.30 í HR
@Stofa M220, Háskólanum í Reykjavík

Menntavegi 1
101 Reykjavík

Dagskrá fundarins:

  1. Fundur settur, val á fundarstjóra og fundarritara
  2. Tillaga stjórnar um breytingar á siðareglum Festu
  3. Tillaga stjórnar um breytingar á félagsgjaldi (árgjald) Festu
  4. Tillaga stjórnar um breytingar á 7. gr. í samþykktum Festu
  5. Önnur mál

Rétt til að sækja aðalfundinn og hafa bæði kjörgengi og kosningarétt eiga þeir félagar sem eru skuldausir við félagið viku fyrir fundinn.

Stjórn leggur til breytingar á siðareglum, 7. gr. samþykkta og gjaldskrá félagsins sem lagðar verða fyrir auka aðalfundinn. Stjórn Festu leggur til að þær verði samþykktar eins og þær liggja fyrir.

Sjá nánar í meðfylgjandi gögnum ofarlega til hægri á síðunni.

Samkvæmt 1. mgr. 13. gr. gildandi samþykkta skulu tillögur að breytingum berast formanni (hronningolfs@hotmail.com) og framkvæmdarstjóra (hrund@samfelagsabyrgd.is) félagsins eigi síðar en fjórum vikum fyrir aðalfund félagsins (þ.e. 22. ágúst 2019) og þeir sjá um að áframsenda þær í kjölfarið á félaga eigi síðar en 3 vikum fyrir aðalfund (þ.e. 29. ágúst 2019). 2/3 atkvæða á aðalfundi þarf að samþykkja til að þær nái fram að ganga.

F.h. stjórnar
Hrönn Ingólfsdóttir
Formaður

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is