04.06 2019 – 12:00-01:00

Án nátt­úr­unnar erum við ekki
@Norræna Húsið

Sæmund­ar­gata
101 Reykjavík

Festa, Félag Sameinuðu þjóð­anna á Íslandi og Norræna húsið kynna:

30% fyrir 2020 – Skýrsla Sameinuðu þjóð­anna um líffræði­legan fjöl­breyti­leika og Ísland

Á hverjum degi reiðum við okkur á nátt­úruna þegar við öndum að okkur andrúms­lofti, borðum og drekkum vatn. Mann­kynið hefur nú þegar umbreytt meira en helm­ingi af landi jarð­ar­innar til að fram­leiða mat og jarð­efni og stór­skemmt hafið. Af þessum sökum eru ekki aðeins um milljón tegunda í útrým­ing­ar­hættu, heldur er nátt­úran sjálf orðin verr í stakk búin til að vinna á móti mengun af okkar völdum.

Skýrsla Sameinuðu þjóð­anna um líffræði­legan fjöl­breyti­leika og vist­kerfi (IPBES) sem kemur út á þessu ári gefur afar svarta mynd af stöð­unni, viðbrögð við ástandinu eru sögð ófull­nægj­andi og það dugir ekkert minna en róttækar breyt­ingar. Meðal fimm stærstu áhrifa­þátta á þessa þróun eru röskun á landi, lofts­lags­breyt­ingar og mengun. Allt er þetta samofið og verk­efnið krefst víðtæks samtaka­mátts.

Til að sporna við þessari þróun, segja sérfræð­ingar nauð­syn­legt að vernda að minnsta kosti helming af villtri náttúru. Til að ná þessu mark­miði, þurfum við að vernda 30% af plán­et­unni fyrir árið 2030.

Í dag er 15% af landi og 7% af hafinu verndað. Í október 2020 munu leið­togar heims koma saman í Kunming í Kína til ræða Sátt­mála Sþ um líffræði­lega fjöl­breytni. Við þurfum á hugrekki leið­toga að halda til að sýna alvöru metnað í þessum málum og greiða leiðina fyrir sjálf­bærari jörð.

Til að ræða þessa þróun, lausnir og áskor­anir boða Festa, Norræna Húsið og Félag Sameinuðu þjóð­anna á Íslandi til hádeg­is­fundar þriðju­daginn 4.júní.

Stað­setning: Norræna húsið
Tíma­setning: 4.júní 2019 12:00 – 13:00
Viðburð­urinn fer fram á ensku

Dagskrá:
12:00 – 12:30
Nicole Schwab, Director Internati­onal Relations, Last Wild Place, Nati­onal Geographic Society. Nicole kynnir verk­efnið Campaign for the Nature (www.campaign­fornature.org) sem er alþjóð­legt verk­efni sem snýr að því að þrýsta á leið­toga heimsins til að vernda 30% af lífríki heims fyrir árið 2020. Nicole er einn af leið­togum World Economic Forum og einn af stofn­endum Young Global Leader Forum.

12:20 – 13:00
Pall­borðs umræður og spurn­ingar úr sal.
Þátt­tak­endur:

Nicole Schwab, Director Internati­onal Relations, Last Wild Place, Nati­onal Geographic Society

Ester Rut Unnsteins­dóttir, spenn­dýra­vist­fræð­ingur á Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands

Hafdís Hanna Ægis­dóttir, líffræð­ingur, phd í plöntu­vist­fræði og forstöðu­maður Land­græðslu­há­skóla Sameinuðu þjóð­anna.

Pétur Hall­dórsson, líffræð­ingur og formaður Ungra Umhverf­issinna

Sandra Rán Ásgríms­dóttir, sjálf­bærni verk­fræð­ingur hjá Mannvit

Sævar Helgi Bragason, jarð­fræð­ingur og umsjón­ar­maður þátt­anna Hvað höfum við gert?

Fund­ar­stjóri verður Hrund Gunn­steins­dóttir fram­kvæmd­ar­stjóri Festu

Streymt var frá fund­inum á https://livestream.com/accounts/14889744/events/8704376

Yfirlit viðburða