04.06 2019 – 12:00-13:00

Án nátt­úr­unn­ar er­um við ekki
@Nor­ræna Hús­ið

Sæ­mund­ar­gata
101 Reykja­vík

Festa, Fé­lag Sam­ein­uðu þjóð­anna á Ís­landi og Nor­ræna hús­ið kynna:

30% fyr­ir 2020 – Skýrsla Sam­ein­uðu þjóð­anna um líf­fræði­leg­an fjöl­breyti­leika og Ís­land

Á hverj­um degi reið­um við okk­ur á nátt­úr­una þeg­ar við önd­um að okk­ur and­rúms­lofti, borð­um og drekk­um vatn. Mann­kyn­ið hef­ur nú þeg­ar umbreytt meira en helm­ingi af landi jarð­ar­inn­ar til að fram­leiða mat og jarð­efni og stór­skemmt haf­ið. Af þess­um sök­um eru ekki að­eins um millj­ón teg­unda í út­rým­ing­ar­hættu, held­ur er nátt­úr­an sjálf orð­in verr í stakk bú­in til að vinna á móti meng­un af okk­ar völd­um.

Skýrsla Sam­ein­uðu þjóð­anna um líf­fræði­leg­an fjöl­breyti­leika og vist­kerfi (IP­BES) sem kem­ur út á þessu ári gef­ur af­ar svarta mynd af stöð­unni, við­brögð við ástand­inu eru sögð ófull­nægj­andi og það dug­ir ekk­ert minna en rót­tæk­ar breyt­ing­ar. Með­al fimm stærstu áhrifa­þátta á þessa þró­un eru rösk­un á landi, lofts­lags­breyt­ing­ar og meng­un. Allt er þetta samof­ið og verk­efn­ið krefst víð­tæks sam­taka­mátts.

Til að sporna við þess­ari þró­un, segja sér­fræð­ing­ar nauð­syn­legt að vernda að minnsta kosti helm­ing af villtri nátt­úru. Til að ná þessu mark­miði, þurf­um við að vernda 30% af plán­et­unni fyr­ir ár­ið 2030.

Í dag er 15% af landi og 7% af haf­inu vernd­að. Í októ­ber 2020 munu leið­tog­ar heims koma sam­an í Kun­ming í Kína til ræða Sátt­mála Sþ um líf­fræði­lega fjöl­breytni. Við þurf­um á hug­rekki leið­toga að halda til að sýna al­vöru metn­að í þess­um mál­um og greiða leið­ina fyr­ir sjálf­bær­ari jörð.

Til að ræða þessa þró­un, lausn­ir og áskor­an­ir boða Festa, Nor­ræna Hús­ið og Fé­lag Sam­ein­uðu þjóð­anna á Ís­landi til há­deg­is­fund­ar þriðju­dag­inn 4.júní.

Stað­setn­ing: Nor­ræna hús­ið
Tíma­setn­ing: 4.júní 2019 12:00 – 13:00
Við­burð­ur­inn fer fram á ensku

Dag­skrá:
12:00 – 12:30
Nicole Schwab, Director In­ternati­onal Relati­ons, Last Wild Place, Nati­onal Geograp­hic Society. Nicole kynn­ir verk­efn­ið Campaign for the Nature (www.campaign­fornature.org) sem er al­þjóð­legt verk­efni sem snýr að því að þrýsta á leið­toga heims­ins til að vernda 30% af líf­ríki heims fyr­ir ár­ið 2020. Nicole er einn af leið­tog­um World Economic For­um og einn af stofn­end­um Young Global Lea­der For­um.

12:20 – 13:00
Pall­borðs um­ræð­ur og spurn­ing­ar úr sal.
Þátt­tak­end­ur:

Nicole Schwab, Director In­ternati­onal Relati­ons, Last Wild Place, Nati­onal Geograp­hic Society

Ester Rut Unn­steins­dótt­ir, spenn­dýra­vist­fræð­ing­ur á Nátt­úru­fræði­stofn­un Ís­lands

Haf­dís Hanna Æg­is­dótt­ir, líf­fræð­ing­ur, phd í plöntu­vist­fræði og for­stöðu­mað­ur Land­græðslu­há­skóla Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Pét­ur Hall­dórs­son, líf­fræð­ing­ur og formað­ur Ungra Um­hverf­issinna

Sandra Rán Ás­gríms­dótt­ir, sjálf­bærni verk­fræð­ing­ur hjá Mann­vit

Sæv­ar Helgi Braga­son, jarð­fræð­ing­ur og um­sjón­ar­mað­ur þátt­anna Hvað höf­um við gert?

Fund­ar­stjóri verð­ur Hrund Gunn­steins­dótt­ir fram­kvæmd­ar­stjóri Festu

Streymt var frá fund­in­um á htt­ps://li­vestream.com/accounts/14889744/events/8704376

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is