27.04 2021 – 16:00-17:00

Að­al­fund­ur Festu 2021
@Há­skól­inn í Reykja­vík #M 201


Festa – mið­stöð um sam­fé­lags­ábyrgð, boð­ar til að­al­fund­ar 

 • Tíma­setn­ing: 27.apríl 2021, kl 16:00
 • Stað­setn­ing: Há­skól­inn í Reykja­vík, stofa M201
  • At­hug­ið að far­ið verð­ur að fullu eft­ir gild­andi sótt­varn­ar­regl­um og fund­ar­gest­um hólf­að í sótt­varn­ar­hólf í sam­ræmi við gild­andi fjölda­tak­mark­an­ir.
 • Skrán­ing er nauð­syn­leg og lok­að verð­ur fyr­ir skrán­ingu sól­ar­hring fyr­ir fund. Vegna sótt­varna­ráð­stafna get­um við ein­ung­is tek­ið á móti skráð­um fund­ar­gest­um. At­hug­ið að senda má beiðni um skrán­ingu að lokn­um skrán­ing­ar­fresti á festa@sam­felagsa­byrgd.is
 • Skráð­ir fund­ar­gest­ir sem ekki sjá sér fært að mæta eru beðn­ir um að til­kynna for­föll til skrif­stofu Festu (festa@sam­felagsa­byrgd.is)

Dag­skrá fund­ar­ins:

 1. Kosn­ing fund­ar­stjóra og fund­ar­rit­ara
 2. Skýrsla stjórn­ar
 3. Reikn­ing­ar lið­ins reikn­ings­árs
 4. Breyt­ing­ar á sam­þykkt­um fé­lags­ins
 5. Kosn­ing stjórn­ar og for­manns
 6. Kjör lög­gilts end­ur­skoð­anda 
 7. Ákvörð­un fé­lags­gjalds
 8. Önn­ur mál

Rétt til að sækja að­al­fund­inn og hafa þar bæði kjörgengi og kosn­inga­rétt eiga þeir fé­lag­ar sem eru skuld­laus­ir við fé­lag­ið viku fyr­ir fund­inn. 

Skráð­ur tengi­lið­ur hvers að­ild­ar­fé­lags fer með at­kvæð­is­rétt fyr­ir hönd við­kom­andi fé­lags. Fé­laga er heim­ilt að veita öðr­um full­trúa um­boð til að sækja að­al­fund og fara með at­kvæð­is­rétt sinn gegn skrif­legu, dag­settu um­boði.

Sam­kvæmt 1. mgr. 13. gr. gild­andi sam­þykkta skulu til­lög­ur að breyt­ing­um sam­þykkta fé­lags­ins ber­ast for­manni, tom­as@li­ve.is og fram­kvæmda­stjóra, hrund@sam­felagsa­byrgd.is, fé­lags­ins eigi síð­ar en fjór­um vik­um fyr­ir að­al­fund fé­lags­ins, þ.e. 30.mars, og munu þau sjá um að áfram­senda þær í kjöl­far­ið á fé­laga, eigi síð­ar en 3 vik­um fyr­ir að­al­fund, þ.e. 6.apríl. 2/3 at­kvæða á að­al­fundi þarf til að sam­þykkja breyt­ing­ar til að þær nái fram að ganga.

Fyr­ir liggja til­lög­ur stjórn­ar til breyt­ing­ar á sam­þykkt­um, auk skýr­inga á þeim til­lög­um. Þær til­lög­ur má kynna sér hér

Stjórn ósk­ar eft­ir fram­boð­um til stjórn­ar, fram­boð þurfa að ber­ast í síð­asta lagi 20. apríl 2020. Áhuga­sam­ir eru beðn­ir um að hafa sam­band við kjör­nefnd, en hana skipa: Þröst­ur Olaf Sig­ur­jóns­son og Ásthild­ur Mar­grét Ot­hars­dótt­ir, fram­boð send­ist á net­fang­ið verk­efni@sam­felagsa­byrgd.is. *við­bót – til­lög­ur kjör­nefnd­ar má kynna sér hér fyr­ir neð­an

 

Festa boð­ar til að­al­fund­ar

*við­bót 

 

Til­lög­ur kjör­nefnd­ar að nýj­um stjórn­ar­mönn­um eru eft­ir­far­andi:

Til for­manns:

 • Tóm­as N. Möller, yf­ir­lög­fræð­ing­ur Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna og sitj­andi formað­ur Festu

Með­stjórn­end­ur:

 • Æg­ir Már Þór­is­son, for­stjóri Advania

 • Jón Geir Pét­urs­son, dós­ent við Há­skóla Ís­lands

 • Arn­ar Más­son, formað­ur stjórn­ar Mar­els

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is